Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 51
NámskeiS fyrir matsveina á fiskiskipum, liiS fyrsta, sem haldiS var eftir aS lögin um bryta- og matreiSsluskólann öSluSust gildi.
Marbjörn Björnsson, kennari, er fyrir miSju.
en að vel hafi tekizt við þær að-
stæður er skólanum hefur verið
ætlað að búa við.
Því ber ekki að neita, að heyrst
hafa raddir, sem segja annað, og
það þveröfugt. Það var upphaf
þessa skólamáls, að byggingar-
nefnd Sjómannaskólans skammt
aði skólanum liúsnæði, byggingar-
nefndin hafði ekki samráð við
stéttarfélög þeirra manna, sem
hér höfðu hagsmuna að gæta. Og
það sem merkilegast var, að þessi
sama byggingarnefnd ætlaðist
ekki til, að í þessum skóla ættu
verðandi iðnsveinar í matreiðslu
eða framreiðslu að mennta sig, en
stéttarfélagið vann einmitt að því
að svo yrði.
Það hefur frá fyrstu tíð verið
skoðun þeirra manna, sem með
stjórn skólans hafa farið, að Mat-
sveina- og veitingaþjónaskólinn
eigi hið allra fyrsta að fara úr
VÍKINGUR
Sjómannaskólahúsinu. Það mál
hefur mikið verið rætt við yfir-
völdin, og á annan hátt, og er nú-
í athugun, hvað hægt sé að gera,
til þess að skólinn fái viðunandi
húsnæði.
Á sínum fyrsta áratug hefur
Matsveina- og veitingaþjónaskól-
inn útskrifað 58 framreiðslumenn
og 33 matreiðslumenn. Þetta er
lofsverður árangur, og sýnir okk-
ur sem mikið höfum á okkur lagt
til eflingar þessari stofnun, að
við höfum ekki til einskis lagt
okkur fram.
Áður en ég lýk þessum línum
mínum, vil ég færa skólastjóra
og yfirkennara, þeim Tryggva
Þorfinnssyni og Sigurði Gröndal
beztu þakkir fyrir þeirra mikla
starf til eflingar skólanum, fyrst
sem áhugamenn í fyrstu skóla-
nefnd, og síðar sem stjórnendur
skólans yfir erfiðustu uppvaxtar-
ár hans. Án krafta þessara
manna er ekki að vita, hvernig
skólanum hefði vegnað fyrsta
áratug sinn. Einnig vil ég á þess-
um tímamótum skólans færa
beztu þakkir til meðnefndar-
manna minna í skólanefnd, fyrir
gott og ánægjulegt samstarf og
vonandi munum við, flestir. eiga
eftir að starfa að þessu sameig- ■
inlega áhugamáli okkar.
*
Lofcaorð mín eru innilegar ósk-
ir um, að á ókomnum árum megi
Matsveina- og veitingaþjóna-
skólinn eflast og vaxa í starfi
sinu, matreiðslu- og framreiðslu-
mannastéttinni og þjóðinni til
gagns og blessunar.
*
331