Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Page 2
Þetta eru vísindamennirnir, sem fóru í leiðangurinn á Bjarna Sæmundssyni, talið
frá vinstri: Sven Aage Malmberg, Þórunn Þórðardóttir og Ingvar Hallgrimsson.
ustu 3 ár, andar köldu frá hon-
um og er botnhiti mjög lágur eða
0°—4°, en yfirborðshiti yfirleitt
4.5°—7.5°.
Árið 1965 var fyrsta verulega
hafísárið frá því á árinu 1918
og þótt kuldaskeiði því, sem þá
hófst sé ekki lokið spá vísinda-
menn ekki neinum austurís á
komandi vetri og næsta sumri. Þó
er ætlunin að fylgjast betur með
þessu í ágústmánuði og á kom-
andi haustmánuðum. Athyglis-
vert er að yfirborðshiti er nú
lægri í Norður-Atlantshafi en í
meðallagi eða 2° undir. Styrkleiki
Golfstraumsins hefur farið dvín-
andi hér norðurfrá allt frá árinu
1953. Þetta hefur að sjálfsögðu
áhrif á fiskigöngur hér við land.
T. d. gera fiskifræðingar ekki
ráð fyrir mikilli rækjuveiði á
Húnaflóa á næstunni vegna sér-
lega kaldra strauma á öllum könt-
um flóans. Þörungagróður var
athugaður með nákvæmum gegn-
skinsaðferðum. Voru 115 sýni
tekin með aðstoð ljósmælis og
gegnskin yfirleitt lítið, sem þýðir
ríkulegt plöntulíf sjávarins. Hins
veg-ar er ekki búið að rannsaka
öll sýnin og vildu vísindamenn-
irnir á þessu stigi ekkert segja
hvað þetta bæri í skauti sínu.
Þó væri álit þeirra það, að gróður
væri mun meiri nú en ísárið 1965
og lífsskilyrði yfirleitt góð.
Áta er þó frekar lítil í sjón-
um og hefur farið verulega
minnkandi sl. 10 ár. Menn eru
ekki sammála um hvers vegna,
en margt bendir til að mengun
í sjónum hafi þar veruleg áhrif.
Á Þistilfirði köstuðu leiðang-
ursmenn trolli og fengu tiltölu-
lega gott af þorski. Lýðveldisdag-
inn 17. júní toguðu rúmlega 20
brezkir togarar í Reykjafjarðar-
áli. Þegar „Bjarni Sæmundsson"
birtist þar gerði dráttarbátur-
inn Statesman sig heimakominn
og hringsólaði umhverfis rann-
sóknaskipið, en lét skipið síðan í
friði. Þar sem vísindamennina
langaði að vita, hvernig fisk var
að fá á þessum slóðum köstuðu
þeir tvisvar var fyrra togið 1
klst., en það síðara 2 klst. Poki
202
rannsóknaskipsins var klæddur
til að sjá hvaða fiskur var þarna.
í þessum tveim holum komu upp
1040 fiskar, reyndist 53,8% undir
þeirri stærð, sem frystihúsin taka
við og telja sig geta nýtt, en það
er 45 cm langur og lengri fiskur.
Alþjóðamörkin eru þó nokkuð
lægri eða 35 cm að lengd og munu
Bretarnir eftir þessu að dæma
sópa upp fiski, sem er 11,7 % und-
ir alþjóðamælikvarða. Er full á-
stæða til að halda að trollin séu
að hluta klædd.
Megin þorri þess fisks, sem
veiddist þarna er 3ja ára ókyn-
þroska fiskur eða allt að 50 %, en
þorskurinn verður fyrst kyn-
þroska við 6 ára aldur. Það er
víti til varnaðar að benda á, að
þorskárgangurinn frá 1964 var
talinn mjög sterkur, en meira en
helmingur hans var veiddur ó-
kynþroska og kom það all óþyrmi-
lega niður á veiðum okkar. Ef
svo fer fram sem nú horfir, mun
árgangurinn frá 1970, sem talinn
er mjög sterkur, verða að engu,
því að nú hirða skipin 3 ára
ókynþroska fiskinn.
Við höfum líka fregnir af því
að stöðugt fleiri fiska þurfi til
að fylla tonnið, þannig er brezk
fiskikarfa talin innihalda 35 kg;
Lóðrétti ásinn sýnir magn fisksins í hundraðstölu af veiddum fiski, en lárétti
ásinn sýnir lengd fisksins í cm, sem veiddur var.
VÍKINGUR