Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 8
I VERUM Grétar Kristjónsson sjómaöur 8 VÍKINGUR Snæfellsnesið með Jökulinn í hásæti skartar sínu fegursta þegar ég fer á vængjum vindanna yfir fjallgarðinn á vesturleið. Og þegar flogið er yfir Fróðárheiði blasir Breiðafjörðurinn við ásamt snævi þöktu landinu. Við ströndina kveður aldan Ijóð sitt um líf og starf, - líf og dauða. Allt er á kafi í snjó. Samt gengur vel að lenda á flugvellinum á Rifi og ég held á vit þeirra sem hér búa. Ég vil heyra frásögn íbúanna af lífinu hér, því lífi sem byggist eingöngu á sjósókn og fiskvinnslu, starfinu sem þjóðin öll lifir á. Enda þótt tíðarfar hafi verið með eindæmum erfitt það sem af er vertíðinni ber öllum saman um að aflabrögð hafa verið góð. En fiskurinn er smár, mun smærri en fyrir nokkrum árum. Og ég kemst fljótlega að raun um að ekki er sama hvort útgerðin sem ég spyr um er gömul eða tiltölulega ný. Þeir sem standa á gömlum merg bera sig vel, þeir sem skulda mikið eru svartsýnir. Þeir kenna ríkisstjórninni um og einn viðmælandi minn vill láta reisa veglega myndastyttu af Bakkabræðrum fyrir framan Stjórnarráðið. En enginn er á því að gefast upp.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.