Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 17
I verum hvaö hafi gerst. Þá kemur oft upp í hugann aö ekki er nóg aö hafa góöan búnað ef enginn kann aö nota hann. Þetta er nokkuð sem er alfarið okkur skipstjórunum að kenna. Þaö er auövitað okkar hlutverk aö sjá til þess aö allir um borö kunni á tækin. Þetta er nú trú- lega oftast þannig að þaö læö- ist aö þér kvika sem dugar. Sumir sleþpa, aörir ekki. Nú hefur veriö óskaö eftir því aö við fáum Sæbjörgina hingað í vor, til að halda námskeið. Og svo er þaö þetta stóra mál meö þyrluna. Þaö er nú alveg yfir- tak, að þjóö eins og íslendingar skuli ekki hafa efni á aö eiga almennilega björgunarþyrlu. Ég held aö viö heföum átt aö geyma byggingu Seðlabank- ans til betri tíma, en kaupa heldur svona tæki.“ Vantar fólk í Ólafsvík er ekkert atvinnuleysi. Að sögn fróðra manna vantar hér um tvö til þrjúhundruð ársverk. En það vantar einnig ódýrt húsnæði, eða leiguhúsnæði. Þessi vinnuaflsskortur kemur ekki síst fram í fiskvinnslunni. Ólafur Kristjánsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur: „Hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur landa fjórir stórir vertíöarbát- ar, fjórir smábátar og svo togar- inn. Hann er í siglingu á Þýska- land núna. Við höfum haft nægjanlegt hráefni fyrir húsið miðað við þann mannafla sem viö höfum. Viö erum meö allt húsnæöi fullt af aðkomufólki. Komiö hefur fyrir aö viö höfum orðið að fá menn úr Hafnarfirði til aö landa úr togaranum. Og hér vantar fólk til fleiri starfa. Hér er ekkert bifreiöaverk- stæöi, engin smiöja og einnig vantar trésmiði. Ég hef starfaö þarna á sama staö síðan 1955 og er ekkert á förum. Á þessum tíma hefur aðstaöa viö vinnu breyst alveg gífurlega. Ég er hræddur um að hér vantaði fólk ef allt væri meö gamla laginu. Og störfin hafa lést með vélvæðingunni. Viö höfum alltaf aðallega unnið á Bandaríkjamarkað og viljum helst ekki fara úr fimm pundun- um. Fólkið kann þau vinnu- brögö. Alltaf er samt eitthvað unnið á Evrópumarkaö. Á þessum tíma sem ég hef verið viö þetta hefur oft þurft að rétta fiskvinnsluna við. En þaö sem hefur veriö aö er það, að alltaf hefur sótt í sama farið aft- ur. Það er vegna þess aö alltaf er veröbólga á íslandi, en hún er ekki í viöskiþtalöndunum. Og vaxtamálin hér eru erfið. Ólafur Kristjánsson verkstjóri: „Það er hinn trausti kjarni kvenna og karla sem hefur haldið þessu gangandi". VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.