Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Síða 19
I verum Kaffihúsastemmning við höfnina Guðni Sumarliðason sjómaður: „Mér finnst það nú svo sorg- legt, að það er eins og allar þær gjafir Guðs sem við höfum fengið, í veraldlegum gæðum, aö einmitt þær dragi okkur frá honum. Þetta get ég sagt eftir að hafa stundað sjó allt frá ár- inu 1937. Og við höfum stund- að gegndarlausa rányrkju alla tíð. Þegar ég var ungur, þá gekk mikill fiskur hér á grunn- slóð. Núna er þetta eyðimörk. Ég stunda sjó á trillu yfir sumarið. það er til að geta sinnt andlegu málunum, þeim má ekki gleyma. Ég hef hér athvarf uppi hjá mér sem við köllum loftstofuna. Þar komum við saman á sunnudags- og fimmtudagskvöldum. Það eru togveiðarfærin sem eru mesti skaðvaldurinn. Ef við getum ekki lært að lifa í sátt við náttúruna og Guð, þá munum við glata sjálfstæöi þjóðarinn- ar. Það eru öruggt og þessu megum við aldrei gleyma." Guðni Sumarliðason sjómaður: „Ef við get- um ekki lært að lifa í sátt við náttúruna og Guð, þá munum viö glata sjálfstæöi þjóðarinnar". Þar sem nú eru páskar er erf- itt að finna sjómann við störf. Ég hef eigrað góða stund um höfnina þegar ég loksins sé hreyfingu um borð í einum bát, Sveinbirni Jakobssyni SH 10. Ég hoppa um borð og finn þar mann sem er að pússa hand- föng og mæla í brúnni. Þar er kominn stýrimaður bátsins, Eg- ill Þráinsson. Hann segir mér það sama og aðrir, þokkalegur afli, — eindæma lélegt tíðarfar. „Við höfum verið á netum alla vertíðina og erum allavega komnir með 300 tonn“, segir hann. „Vonandi verður eitthvað eftir páskana, það kom loðnu- skot hérna á dögunum." Þeir Egill Þráinsson stýri- maður: „Það kom loðnuskot hérna á dög- unum“. VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.