Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 10
VÍKINGUR Leitaði uppi einu krána á Akureyri Valdir kaflar úr viðtalsbók norska hvalakóngsins Steinars Bastesen „Já, það er þessi kjaftfori,“ segja Norðmenn þegar þeir heyra nafn Steinars Bastesen nefnt. Síðan minn- ast menn hans fyrir hvalveiðar og langvinnar erjur við Grænfriðunga. Steinar er leiðtogi norskra hrefnu- veiðimanna og síðasta sumar rættist draumur hans um að skjóta hrefnu á ný eftir nokkurra ára hlé. Sjálfur stóð hann þó ekki við byssuna. Hans hlutverk var að rífa kjaft við Græn- friðunga. Norðmenn kalla hann „Norðlandskjaftinn". Hrefnuveiðarnar gengu vel en talsmáti Steinars stuðlaði ekki að friði á miðunum. Grænfriðungar sáu í honum óvin sinn númer eitt. Viðskipt- um þessum lauk með sigri Steinars og hans manna en Grænfriðungar eiga yfir höfði sér dóma vegna tilrauna til að stöðva hrefnuveiðarnar. Þeir hafa ákveðið að leggja ekki í sumar til atlögu við norska hvalakónginn, hvorki á miðunum né í fjölmiðlum. Salt á hverri síðu Steinar ætlar hins vegar ekki að leggja árar í bát. Hann heldur áfram að rífa kjaft og fyrir áramótin kom út í Noregi viðtalsbók þar sem „Norð- landskjafturinn" lætur vaða á súðum. „Það er salt á hverri síðu í bókinni og víða meira en venjuleg hafgola þegar kempan frá Brunneyjarsundi viðrar skoðanir sínar,“ sögðu ritdómarar. Bastesen - saga úr strandhéruðun- um heitir bókin og er skráð af blaðamanninum Joh-Arne Storhaug. Lesendum Víkings gefst hér kostur á að kynnast skoðunum Steinars og

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.