Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 36
VÍKINGUR þegar túrarnir voru nýhafnir, því þá voru þeir það lestaðir af kolum að þeir voru þungir í sjó. Eg var þrjátíu og fimm ár á togara. Ég byrjaði á togara eftir gamla stríðið, þá fjórtán ára, á Gylfa. Eftir áramótin 1914 og 1915 fórég á Belgaum. Þessi pláss voru mjög eftirsótt. Það fengu færri pláss á þessum skipum en vildu. Þórarinn Olgeirsson átti Belgaum, hann lét smíða hann og smíðin var hafin þegar gamla stríðið skall á. Hann kom hingað í stríðslok. Þessir togarar, sem komu í stríðslok, þóttu mikil skip.“ Það fór allt lauslegt af Agli „Af öllu sem henti er Halaveðrið minnisstæðast. Ég var þá á Agli Skallagrímssyni og við fórum illa út úr því. Það sem bjargaði okkur frá því að sökkva var að við vorum búnir að vera það lengi úti að skipið var létt. Annars hefði hann aldrei komið upp úr þeim sjó sem skall á okkur. Það komst mikill sjór í vélarrúmið, sem varð til þess að það drapst á kötlunum og okkur rak stjórnlaust á annan sólar- hring. Það var mikill sjór en ís tolldi ekki á skipunum, lætin voru það mikil. Það fór allt lauslegt af Agli, báðir björgunarbátarnir þar með. Það var vond vist um borð þennan tíma en við urðum að ausa mikið. Það var það mikill sjór í vélarrúminu að lengi vel töldum við að það hefði komið gat á skipið, því ekki var sjáanlegur árangur þótt mikið væri ausið.“ Atta ár á Gulltoppi „Ég var átta ár á Gulltoppi með Halldóri Gíslasyni. Þar var til siðs að ráða unga skólastráka á sumarsíldina. Sigurður Bjarnason frá Vigur, síðar alþingismaður, var með okkur nokkur sumur og eins Jón Múli Arnason ásamt fleirum. Þessir strákar stóðu sig allir vel, voru góðir drengir og dug- legir. Sigurður Bjarnason sagði mér að matur og gisting á Garði kostaði hann 100 krónur á mánuði. Sumarið áður en hann kom til okkar hafði hann verið á snurvoðarbát og hafði þá á annað hundrað krónur fyrir sumarið. Hann sagðist lítið hafa getað veitt sér. Fyrsta sumarið sem hann var með okkur hafði hann eitthvað um sextán til átján hundruð krónur. Hann sagðist hafa verið það ríkur að hann gat keypt sér útvarpstæki til að hafa á her- berginu sínu. Svona var þetta þá og svona er þetta ennþá.“ ✓ I vari um jólin Guðmundur er ekkjumaður og á tvær dætur, Sigríði og Guðríði. Eigin- kona Guðmundar var Helga Hall- dórsdóttir frá Hnífsdal. „Sjómannskonan er bæði húsbóndi og kona, miklu meira en húsmóðir. Þær verða að sjá um allt þar sem sjó- menn eru það lítið heima. Það var ekkert tillit tekið til hvort það voru jól eða ekki. Ég man að þegar ég var á Skutli fórum við héðan frá Reykjavík á aðfangadag í vitlausu veðri og lágum um jólin í vari við Keflavík. Það var ekkert verið að spá í hvort það voru jól eða ekki.“ Guðmundur ber aldur vel, er ein- staklega ern af svo fullorðnum manni að vera, bæði í hreyfingum og huga. Hverju þakkar hann það? „Ég hef alltaf verið hraustur og alltaf borðað 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.