Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 29
VÍKINGUR
y Aflaheimildir - sameign þjóðarinnar?
Osammála um áhrif álits
Ríkisendurskoðunar
Ólafur Arnfjörð Guðmundsson
í sl. viku kvað Ríkisendurskoðun
upp þann úrskurð að greiða bæri
erfðafjárskatt af eign einstaklinga í
aflaveiðiheimildum sem þeir fengju í
arf. Þessi úrskurður hefur vakið mikla
athygli, þar sem hann gengur þvert á
ákvæði laga um stjórnun fiskveiða,
sem segir að fiskstofnarnir séu sam-
eign þjóðarinnar. Svo virðist sem
nokkurs tvískinnungs gæti í ákvörð-
unum og athöfnum ríksivaldsins í
þessum málum. Löggjafarsamkundan
segir okkur að hér sé um sameign
þjóðarinnar að ræða en framkvæmda-
valdið virðist ekki vilja lúta þeim
úrskurði og krefst þess að handhafar
aflaveiði-heimilda eignfæri þær í bók-
haldi hjá sér, greiði af þeim stimpil-
gjöld við sölu skipa og svo nú síðast
greiði af þeim erfðafjárskatt. Er þetta
sameign þjóðarinnar?
Kristján Ragnarsson,
formaður LIU:
Finnst þetta
nokkuð skondið
„Okkur finnst þetta nokkuð skondið
að því leyti að lögin segja að þetta sé
sameign þjóðarinnar og um það höf-
um við aldrei efast og aldrei verið að
gera tilkall til annars. Við höfum haft
þennan afnotarétt vegna þess að við
áttum skipin og kerfið er sett á til að
takmarka veiðar en ekki til að gefa
mönnum rétt. Þess vegna finnst mér
ríkið seilast nokkuð langt í skatt-
heimtu sinni með því að gera þetta að
skattstofni. Mér finnst ríkið sjálft vera
að renna stoðum undir eignarhaldið.
Það kemur hvert atvikið eftir annað,
þetta er þriðja atvikið sem kernur upp,
hin voru krafa fjármálaráðherra um
eignfærsluna og afskriftina og í þriðja
lagi var það gagnvart stimpilgjaldi og
þinglýsingarkostnaði, þá er veiði-
heimildin metin til viðbótar við skips-
verð.“
Er ríkisvaldið að þessu til að geta
náð í peninga af þeim sem hafa yfirráð
yfir aflaheimildum?
„Ríkisvaldið er að þessu til að geta
skattlagt viðkomandi en víkur frá hinu
prinsippinu.“
Hver er þá réttur þeirra sem hafa
yfirráð yfir þessum heimildum?
„Það er það sem við teljum það
jákvæða við þetta, þetta festir kerfið í
sessi.“
Grétar Mar Jónsson
skipstjóri:
Líst enean
veginn á petta
„Mér líst engan veginn á þetta, því
þetta er einn liðurinn í að festa þetta
þannig að það verði komin erfðafesta
á þetta. Maður hefur bent á gegnum
tíðina að þetta væri það sem er að
þessari fiskveiðistjórnun, hvernig
þessir hlutir þróast.“
Nú virðist sem ekki fari saman
ákvarðanir löggjafans og fram-
kvæmdavaldsins, t.d. með eignfærslu
á kvóta?
„Þarna er framkvæmdavaldið farið
að taka fram fyrir hendurnar á löggjaf-
anum, það er augljóst. Þetta sýnir
manni alltaf betur og betur hvað við
erum á miklum villigötum með þessa
fiskveiðistjórnun. Kristján Ragnars-
son grætur krókódílstárum yfir því að
þurfa að borga þetta, en þetta festir
29