Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 7
VÍKINGUR Hólmgeir Jónsson um samstarfsnefndina: Sjáum ekki að nefndin geti sinnt hlutverki sínu - hef ekki orðið var við ágreining, segir formaður nefndarinnar Eftir að samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna komst að þeirri nið- urstöðu, með atkvæðum útgerðar- manna og formanns nefndarinnar, Svavars Ármannssonar, að ekkert væri aðfinnsluvert við kaup Hrað- frystihúss Eskifjarðar á síld af Hólma- borginni er mikill titringur meðal nefndarmanna og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands og varamaður í nefnd- inni, segir nefndina nánast óstarfhæfa eftir. Áður hafði nefndin komist að gagn- stæðri niðurstöðu í sambærilegu máli og þess vegna töldu fulltrúar sjó- manna að þeir myndu vinna Hólma- borgarmálið. Hraðfrystihús Eskifjarðar gerir út Hólmaborgina. Fyrirtækið á engan síldarkvóta og verður því að kaupa eða leigja veiðiheimildir fyrir eigin skip. Fram hefur komið að fyrirtækið borgar frá 6.50 og allt upp í 7.50 fyrir síldina. Hólmaborgin fær hins vegar gert upp með 5.00 krónum. Sama er að segja um Albert GK, það er eftir að Hraðfrystihús Eskiljarðar útvegaði Albert 400 tonna síldarkvóta lækkaði verðið til skipsins frá því sem öðrum var greitt og niður í sama verð og gert er upp við Hólmaborgina. „Við vild- um meina að verið væri að láta sjó- mennina á Hólmaborginni taka þátt í að kaupa þessar veiðiheimildir. Sama gerðist þegar Albert byrjaði að veiða af kvótanum sem þeim var útvegað- ur,“ sagði Hólmgeir Jónsson. Mál Alberts GK fór fyrst fyrir sam- starfsnefndina og þar unnu sjómenn sigur. Þegar kom að Hólmaborgar- málinu, sem er mjög svipaðs eðlis og Albertsmálið, var reiknað með sömu niðurstöðu. En þá brá svo við að for- maður nefndarinnar greiddi atkvæði með útgerðarmönnum en ekki sjó- mönnum eins og hann hafði gert í hinu málinu. „Okkur fannst þetta rak- ið mál í ljósi Albertsmálsins. Það sem við höfum sagt í framhaldi er að við sjáum ekki að nefndin geti sinnt hlut- verki sínu, einmitt í niðurstöðu Hólmaborgarmálsins. Þar finnst okkur að sigur hefði átt að vinnast. Öll síldarviðskipti eru orðin endaleysa. Það er verið að útvega mönnurn kvóta og kaupa síldina á lágu verði. Það sama má segja um alla tilfærslu og viðskipti á fiski yfirhöfuð," sagði Hólmgeir Jónsson. Enginn vilji hjá fulltrúum útgerðarmanna til að leysa þessi mál „Við þurfum að ná utan um þá stóru, en það virðist ekki vera fært í gegnum nefndina ef niðurstaðan er svona í málum sem okkur sýnist augljós,“ sagði Hólmgeir. En hvað sýnist þér um starf innan nefndarinnar eftir þetta? „Ég get ekkert um það sagt, nú ligg- ur ekkert mál fyrir og það má vel vera að til þess komi að við vísum málum þangað. Nefndin er til sem slík, en við vorum mjög ósáttir við þessa niður- stöðu og sjáum ekki að nefndin sé fær um að gegna því hlutverki sem hún var upphaflega stofnuð til. Það er enginn vilji hjá fulltrúum útgerðar- manna til að leysa þessi mál og það verður að finna aðrar leiðir til þess,“ sagði Hólmgeir Jónsson. Hef ekki orðið var við það Er það rétt skilið að afturkippur sé kominn í starf nefndarinnar eftir síld- arúrskurðina á Eskifírði? „Ég hef ekki heyrt neitl um það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.