Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 32
V in.i'nrmrnra IKINGUR p\ónvS t usiðv* Umsjón: Oiafur A. Gu&mundsson Ný þjónustu- miðstöð OLÍS ef sfarfandi lyfsali óskaði þess. Með tilkomu hinnar nýju verslunarmi&stö&var Miö- bæjar var ákveðið að apótek- ið yrði flutt þangað eftir nær 77 ár á Strandgötunni. Segja má að með þessum flutningi sé apótekið í takt við tímann, því að apótek hérlendis og erlendis eru í auknum mæli að flytjast í þjónustumiðstöðv- ar. Vonast er til að viðskipta- vinir taki þessum flutningum vel. Afgreiðslusalur apóteksins er nú mun opnari og bjarfari og gefst viðskiptavinum tækifæri til að skoða vöruúrvalið sjálfir og fá faglega leiðsögn eftir þörfum. Nýmæli i þjónustu apóteksins er að bjóða þeim sem bíða afgreiðslu lyfseðils að sifja með lyfjafræðingi meðan á afgreiðslu stendur þannig að allar upplýsingar um notkun og meðferð lyfja verða skil- virkar. Með þessu er verið að svara mjög aukinni þörf og skyldu um að fólk fái ná- kvæmar upplýsingar um lyfin sín og með því ætti notkun lyfja að verða mun öruggari og nýting að stórbatna. Apófekið mun kynna þessar nýjungar nánar fyrir almenn- ingi að loknum reynslutíma. Hafnarfjarðarapótek leggur áherslu á góða þjónustu við skip og báta með sem full- komnustum lyfjakistum. Olíuverslun Islands hf., Olís, hefur opnað sérstaka þjón- ustumiðstöð þar sem fekið er á móti öllum vöru- og þjón- usfupönfunum frá viðskipta- vinum, bensínstöðvum og birgðastöðvum félagsins á einum sfað. Þjónustumiðsföðin, sem tekur á móti skilaboðum sem berast símleiðis, f pósti, í faxi, á Inf- ernefi og með tölvupósti, veit- ir einnig allar upplýsingar um vörur, þjónustu, verð, af- greiðslutima, dreifileiðir og þjónustustaði auk þess sem tekið er á móti kvörtunum og ábendingum frá viðskiptavin- um. Fyrst um sinn er sími þjónustumiðstöðvar 689800 og fax 672921 en frá 1. júní nk. er bein lína 515-1 100 og fax 515-1110. Tölvupóstfang er olis@mmedia.is og Inter- net-fang er http/ /www/mmedia is/olis. Samtimis opnun þjónustu- miðstöðvarinnar hefur OLIS, fyrst íslenskra olíufélaga, tengst Internetinu. A heima- síðu félagsins er að finna al- mennar upplýsingar og landakort sem sýna starfsemi félagsins og þær vörur og þjónustu sem i boði eru. I gegnum Internetið verður í náinni framtíð hægt að ganga frá pöntunum á öllum vöruflokkum sem OLIS hefur aðbjóða. OLIS hefur einnig tengst tölvu- póstkerfinu Isgáft, en sú feng- ing auðveldar enn frekar að- gang viðskiptavina félagsins að fyrirtækinu. Með opnun þjónusfumið- stöðvarinnar og ofangreind- um tölvutengingum er stefnt að því að pantanir og upp- lýsingaflæði milli OLIS og viðskiptavina á sjó og landi verði auðveldara og skil- virkara en áður. Verkefni þjónustumiðstöðvar- innar eru þessi: - Taka á móti öllum pöntunum frá viðskiptavinum, bensín- stöðvum og birgðastöðvum (símleiðis, í faxi, tölvupósti, á Interneti eða bréfleiðis), á þjónustu, eldsneyti, smurolíu, smávörum, hreinsivörum, efnavörum, gasi, kyndi- tækjum og reksfrarvörum til eigin nota. - Veita upplýsingar um þjón- ustustaði félagsins, birgða- stöðvar, OLIS-búðir og ben- sínstöðvar, einnig afgreiðslu- tíma, vöruval, umboðsmenn og öll símanúmer og tengiliði innan félagsins. - Skipuleggja endursendingar á vörum ef ástæða er til, t.d. vegna rangrar afgreiðslu, galla á vörum o.þ.h. - Taka á móti beiðnum um viðgerðir á dælum og tönkum hjá viðskiptavinum og koma þeim til viðhaldsdeildar. - Taka á móti kvörtunum um vöru og þjónustu og koma þeim í réftan farveg. - Viðskipfavinir utan Reykjavíkursvæðis beina sínum pöntunum tij næsta umboðsmanns OLIS. Jafnframt má panfa í gegnum þjónustumiðstöðina. Finnur Gunnarsson, Einar Þorsteinsson og Hjalti Bjarnfinns- son eru starfsmenn þjónustumibstöbvarinnar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.