Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 57
VÍKINGUR lagi, en vildum samt fylgjast með tilraunaveiðum. Þar kom í ljós að aflinn hafði ekki aukist að neinu marki en mikið var af dauðri skel, lfkt og í Hvalfirðinum forðum. Þá var farið á syðra svæðið og varð sama upp á teningnum þar; mikið af dauðri skel á hjör. Þar með féllu öll áform um veiðar þarna um sjálf sig.“ Um ástæður skelfiskdauðans sagði Sólmundur að bæði í Hvalfirði og sérstaklega inni á tjörðunum fyrir austan væru tiltölulega lokuð kerfi þar sem sjávarmassinn væri oft í ákveð- inni ró. Ef slíkt ástand varði í nokkurn tíma ætti sér stað ákveðin lagskipting í sjónum, sem getur leitt til þess að súrefni eigi ekki eins greiða leið niður í dýpri lögin og með tímanum gæti orðið súrefnisskortur niðri við botn- inn. Hörpuskelin er miklu viðkvæm- ari fyrir þessu en kúfiskur og fleiri botndýr sem virðast hafa aðlagast súrefnissnauðum sjó. Auk stillu geta hiti og seltumagn haft sitt að segja í sambandi við það að sjórinn lagskipt- ist, en slikt gerist ekki þar sem sjávar- straumar eru miklir, svo sem í Breiða- firði. Sólmundur leggur áherslu á að hér sé um tilgátur að ræða og ekkert sannað, enda hafi engar rannsóknir verið gerðar vegna þessa og það sé miður að fjárhagur Hafrannsókna- stofnunar sé svo niðurnjörvaður í fasta liði, að ekkert svigrúm sé til að taka á tilvikum sem þessum. Aðspurður um helstu tegundir og magn veidds skelfisks segir Sólmund- ur hörpudiskinn hafa lengstan og mestan sess og ársaflinn hafi þegar best lét verið um 17 þúsund tonn, en sé nú í kringum 10 þúsund. „En kúfiskurinn er lfka í deiglunni og við höfum gert mikið átak í að kortleggja kúfiskmiðin, með góðum stuðningi sjávarútvegsráðuneytisins, utan fjár- lagarammans. Helsti hvati þess máls var samningur, sem aðilar á Flateyri gerðu við Bandaríkjamenn um vinnslu á kúfiski, og tryggði þannig markað. Ut frá þessu er talið að í kringum landið séu um 800 þúsund til 1 milljón tonna af kúfiski og af því megi nýta um 3-4% á ári því nýliðun er svo lítil, en það sérkennilega við kúfiskinn er hversu gamall hann getur orðið, allt að 200 ára, sem er algjört einsdæmi. Við þetta má bæta, að þeir Flateyringar hafa fengið einkaleyfi á svæðinu frá Öndverðarnesi til Skaga á Húnaflóa til tveggja ára, sem er út af fyrir sig sérstakt í íslenskum sjávar- útvegi. Þetta er umdeilt atriði en getur átt rétt á sér við svona aðstæður, þar sem komið er til móts við kostnað þeirra af markaðssetningu og nýsköp- un. Þá er það kræklingurinn, en Kristján Daðason hefur haft frumkvæði að því að setja á stofn verksmiðju á Akranesi og nú hefur verið unnið að kort- lagningu veiðisvæða í kringum hana, þ.e. í Faxaflóanum. Ymislegt fleira er á teikniborðum þeirra hafrannsóknar- manna, s.s. áætlanir um nýtingu á öðu, sem er ekki ósvipuð kræklingi en stærri. Eins er huganum beint að sand- skel, sem er vinsæl og mjög dýr er- lendis og lifir aðallega í fjörumörkum. Við þá veiði yrðu þá væntanlega notaðar eins konar gröfur eða dælur. Skelfiskvei&ar skipa stóran sess i atvinnulífi Stykkishólms. Tæringarvarnarefni fyrir dieselvélar COOL TREAT 651 Gegn gróður-, skel- og ryðmyndun C-TREAT 6 Fyrir ferskvatnstanka COOL TREAT 237 Hreinsum EiMARA, FORHITARA og KÆLA KEMHYDRO SALAN SNORRABRAUT 87, 105 REYKJAVÍK, SÍMI: 551 2521 FAX: 551 2075 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.