Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 15
VÍKINGUR „Þjóðhagslega líst mér ekkert illa á það, en með því að gera það er verið að höggva að rótum kvótakerfisins. Eg er ekki viss um að Geiri frændi á Guggunni yrði hrifinn af því að allt í einu yrði allt gefið laust og þorskurinn hans veiddur, hann fengi ekki að selja hann eða argast með hann. Þetta má segja að sé prinsippmál, hitt er annað að þjóðhagslega sé ég ekkert að því. Það er spurning með þetta kvótakerfi í heild sinni hvort það er ekki hrunið.“ Eru einhverjir að verða búnir með kvótann? „Það fer svolítið eftir því hvernig Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, segir að menn séu að fjárfesta í kvóta og selja og höndla með hann, en því sé hann algjörlega andvígur. þetta fer með Grænlandskvótann, það eru örugglega nokkuð margir að verða búnir. Þetta er hins vegar heitt mál Júpíter ÞH. Þetta skip hefur dregið góðan afla að landi. fyrir þá sem eru búnir að fjárfesta í kvóta og eiga kannski umframkvóta og gætu hugsanlega selt hann. Það er náttúrulega alveg hræðilegt þegar þetta er allt í einu gefið frjálst, ef slíkt er gert er verið að höggva að rótum kvótakerfisins. Menn eru að fjárfesta í kvóta og selja og höndla með hann, sem ég er algjörlega andvígur, slikt á ekki að þekkjast." Er þá kvótakerfið fyrir fáa einstak- linga en ekki byggt fyrir almannahag? „Akkúrat, það er það sem kvóta- kerfið gerir og þess vegna eru velflest- ir að snúast gegn þessu, þetta eru fáir aðilar sem eiga kvótann. Eg held að þetta mæti meiri og meiri andstöðu meðal allra. Það er spurning hvort við komumst nokkurn tíma út úr þessu kerfi aftur og tími til kominn að hefja umræðu um hvort gera eigi slíkt, hvenær og hvernig.“ Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi AK 100: Verið að selja stærstu og bestu skipin - þannig að þessi gömlu verða bara eftir „Við erum á leið austur en við fengum fullan bát, um 1.300 tonn, undir Jökli, nú er komið hífandi rok hérna. Við getum valið um að landa á Seyðisfirði eða Siglufirði, eins og veðrið er núna þá setjum við stefnuna á Seyðisfjörð og förum suðurfyrir land.“ Þetta er löng sigling? „Þetta eru um 360 mflur eða um 30 tíma sigling, við erum nýkomnir frá Siglufirði. Þetta er svona; þessum stóru skipum er beitt svona á lönd- unarhafnir." Hvað finnst þér um að gefa veiðar frjálsar á loðnu? „Kvótinn hefur ekki veiðst undan- farin ár og þetta er allrar athygli vert. Menn hafa ekki mikinn áhuga á loðnuveiðum orðið því að þetta er alltaf að dragast saman, það er t.d. verið að selja úr flotanum stærstu og bestu skipin þannig að þessi gömlu verða bara eftir. Það er greinilegt að það er ekki hægt að gera út dýr skip, afurðaverðið er svo óskaplega lágt, það er búið að vera það sama í mörg ár. Hvað varðar frjálsar veiðar þá eru menn búnir að fjárfesta í loðnukvóta, hann er þó nánast verðlaus nú þegar gefinn er út meiri kvóti en veiðist, þannig að þetta skiptir kannski ekki svo miklu máli eins og er. Hins vegar finnst mér vandamálið með loðnuveiðarnar að það eru svo fáir sem byrja snemma, eða í júlímánuði, en allur flotinn eftir áramót. Það er Víkingur AK, sama má segja um hann og Narfann. spurning hvort kvótinn ætti að vera skilyrtur við að menn byrjuðu fyrr og væru búnir með ákveðinn hluta kvót- ans fyrir áramót. Að minnsta kosti væri gott ef hægt væri að örva menn til að byrja fyrr.“ Hvað um markaðsmálin? „Það er staðreynd að Japanir vilja alltaf fá meira en þeir nota til þess að kaupa þetta á lágu verði næsta ár. Við höfum setið illa í þessu út af deiium þeirra hjá IS og SH. Það var gott form á þessu þegar menn höfðu kvóta á hvert frystihús í frystingu, þannig að menn héldu þessu í einhverju horfi, en nú er það allt farið úr böndunum. Nú er þetta bara samkeppni á milli þeirra að frysta sem mest til að selja sem mest, áður höfðu menn fast form á þessu og þá var miðað við að frysta eins og markaðurinn þoldi. Það væri áhugavert að skoða hvað verðið fer mikið niður eftir því sem meira er dælt inn á markaðinn.“ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.