Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 18
VÍKINGUR
skiptin erfiðari. Ég er á því að frjálst
fiskverð hafi verið mistök á sínum
tíma. Margir af forystumönnum sjó-
manna voru bjartsýnir um að þetta
yrði til þess að innan skamms færi
allur fiskur um markaði. Það voru aðr-
ir sem vöruðu við að svo færi ekki,
sem er eðlilegt, þar sem það mörg skip
eru í eigu vinnslunnar. Það hefur sýnt
sig og segir sig sjálft þegar þetta er
orðið þannig að einstaka áhafnir eiga
að semja um fiskverðið við sína út-
gerðarmenn — hvað eigi að greiða
fyrir aflann. Þetta gengur ekki og
hefur kostað átök víða og óánægja er
mikil einmitt þess vegna,“ sagði
Hilmar Rósmundsson.
Jón Karlsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Fram
á Sauðárkróki:
Þessi þáttur
hefur versnað
„Ég hef skynjað það síðustu ár að
það eru að ganga yfir kynslóðaskipti
hjá stjórnendum sjávarútvegsfyrir-
tækja. Ég vil ekki setja út á þá sem
áður voru, en þeir sem nú stjórna
nálgast hlutina með annarri sýn, hafa
önnur viðhorf í rekstrinum. Mér sýnist
þeir horfa meira fram í tímann og nota
nútfmalegri stjórnunarhætti,“ sagði
Jón Karlsson á Sauðárkróki.
„Það verður að segjast eins og er að
þessir menn eru að laga fyrirtækin að
kvótakerfinu, þeir eru að skapa meiri
fjölbreytni.
Samskipti milli okkar og þeirra hafa
ekki farið batnandi hvað snertir ein-
staka starfsmenn. Það er frekar á hinn
veginn. Fjarlægðin milli stjórnenda
og sjómanna er meiri en hún var. Það
kemur líka til af því að fyrirtækin eru
orðin það stór, það er ekki hægt að
segja að það sé neinn útgerðarmaður.
Æðsti stjórnandi er langt frá fólkinu á
gólfinu og manninum á sjónum, því
miður.
Það er orðinn siður víða að kenna
kvótakerfinu um allt illt. Ég bendi á
það sem er að gerast í sjávarútvegi á
Vestfjörðum. Þar virðast menn ekki
hafa reynt í sama mæli að laga sig að
ríkjandi aðstæðum, heldur sett haus-
inn undir sig og bölvað og ragnað.
Hér hafa menn aukið fjölbreytni og
farið eftir þeim leiðum sem færar eru
og hafa náð árangri.
Ég held, þrátt fyrir allt, að það verði
alltaf að huga að mannlega þættinum í
samskiptum stjórnenda fyrirtækja og
annarra starfsmanna. Sá sem tekur
stærstu ákvarðanirnar verður að vera í
tengslum við starfsfólkið. I heild hef-
ur þessi þáttur versnað og það eru að
koma upp deilumál og einnig mál sem
koma ekki upp á yfirborðið vegna
þess að menn þora ekki að beita sér
vegna ótta sem skapast jafnvel af
atvinnuástandi. Það þarf heldur ekki
að vera eingöngu stjórnendunum að
kenna ef fjarlægðin er mikil, það getur
líka verið að fólkið nálgist mennina
ekki af einhverjum ástæðum,“ sagði
Jón Karlsson.
Elías Björnsson,
formaður Sjómanna-
félagsins Jötuns í
Vestmannaeyjum:
Hafa þann sið að
setja hnefann í
borðið
„Það er mjög misjafnt eftir útgerð-
armönnum hvernig samskiptin eru.
Það eru yngri menn að taka við. Það
eru til reyndir stjórnendur hér sem
hafa þann sið að setja hnefann í borðið
en hér er ungur stjórnandi sem er allt
annað og betra að eiga samskipti við.
Kynslóðaskiptin hér eru af hinu góða.
Aður var mikið um útgerðarmenn sem
gerðu út sinn bát, en þeim hefur
fækkað verulega. Þeir sem eftir eru
eru misjafnir, sumir eru harðir á sínu,“
sagði Elías Björnsson, formaður Sjó-
mannafélagsins Jötuns í Vestmanna-
eyjum.
18
Róbert Guðfinnsson,
framkvæmdastjóri
Þormóðs Ramma:
Gengur út á
miklu fleira en
laun sjómanna
„Þegar ég var stýrimaður á togara
hér á Siglufirði voru þáverandi stjórn-
endur í meiri fjarlægð frá sjómönnun-
um en við erum. Þá var fyrirtækið í
tómum vandræðum og framkvæmda-
stjórarnir voru á endalausum flótta
þess vegna,“ var svar Róberts Guð-
finnssonar, framkvæmdastjóra Þor-
nióðs ramma á Siglufirði, þegar hann
var spurður um réttmæti þeirrar
gagnrýni að núverandi útgerðarmenn
séu fjær sjómönnum en þeir sem á
undan voru.
Róbert segir að stjórnunarhættir
hafi vissulega breyst. „Gömlu gengis-
fellingarráðin eru ekki til lengur.
Menn verða að skila árangri í rekstri.
Við verðum að standa á eigin fótum
og menn hafa áttað sig á því. Áður var
meira um óábyrga stjórnunarhætti,
bæði hjá stjórnvöldum og stjórnend-
um.“
Þegar Róbert er aftur spurður um
samskipti við sjómenn segir hann
meðal annars: „Það virðist allt snúast
um laun sjómanna. Fjölmiðlar taka
þátt í því. Nýlegt dæmi eru hásetalaun
á Pétri Jónssyni RE, sem var að landa
rækju fyrir 80 milljónir króna. Þá var
fjölmiðlaumræðan um hversu hár
hluturinn væri. Sjávarútvegur gengur
út á miklu fleira en laun sjómanna. Ég
hef meiri áhyggjur af landverkafólki,
þar sem það er að verða æ erfiðara að
halda uppi vinnu allt árið. Við vitum
hvernig námuhestarnir voru í Bret-
landi; sáu bara fram fyrir sig, þannig
virka forystumenn sjómanna á mig
þegar rætt er um launamál sjómanna.“
Nú hefur þitt fyrirtæki ekki fiskað
eigin þorskkvóta í nokkuð langan
tíma, er ekki stór hluti af tekjum fyrir-
tækisins tilkominn vegna þess?
„Við höfum engar tekjur af þeim
veiðum.“
j