Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 23
VÍKINGUR Ekki er talið gott að búa um rúm sjómanna fyrr en þrem nóttum eftir að þeir eru farnir að heiman, annars eiga þeir ekki afturkvæmt. Gamalgróin hjátrú er að ógæfa sé að hafa kvenmann um borð í skipi og margir hafa sams konar ótrú á hund- um. Aftur á móti hefur verið talið gott að láta konur handleika öngla og veiðarfæri því þá fiskast vel. Kvensamir menn eru taldir fisknari en aðrir. Margir telja til góðs ef reimt er um borð í skipi en fari draugurinn í land muni skipið farast. Það er eins með draugana og rotturnar, þeir finna á sér að skipið muni sökkva. Lítil blessun fylgir því að syngja eða kveða við störf um borð í skipi, þá dragast að illhveli. Ekki má heldur blístra því þá skellur á stormur. Að bölva á sjó er ólánsvegur og einnig að heita á fjandann sér til full- tingis. Einu sinni voru þrír menn á handfærum og ekkert veiddist. Þá segir einn þeirra: „Það vildi ég að and- skotinn sendi mér einn stóran.“ Hann hafði varla sleppt orðinu þegar þokka- lega stór fiskur beit á. Maðurinn dró færið um borð en formaðurinn tók þá fiskinn, henti honum útbyrðis og skip- aði mönnum að róa í land. Ef fiskast lítið í fyrsta róðri er það góðs viti, þá fiskast vel á vertíðinni, en slæmur fyrirboði ef óvenjuvel fiskast. Mörg ráó eru til v/ð sjóveiki. Eitt er að taka gras úr kirkjugarði og setja i skórta sína áður en farið er á sjó. Lykkja sem hleypur á færi er kölluð fiskilykkja og er talin happamerki. Enda er haft á orði að það hlaupi á snærið hjá þeim sem heppnir eru. Ráðlagt að geyma lítinn fisk Sá sem dregur rauðmaga á færi er feigur, einnig sá sem fær skötusel á færi. Ef selir veiðast í net eða synda þvert á leið skipsins er það óheilla- merki. Gott ráð er að hrækja upp í lítinn fisk sem veiðist, henda honum fyrir borð og biðja hann að senda annan stærri í staðinn. Margir hafa talið ráðlegt að geyma lítinn fisk einhvers staðar í bátnum, hann kallar þá á fleiri fiska. Ef fiskur er afhausaður á sjó og hausunum fleygt í sjóinn hvessir úr þeirri átt sem höfðunum var fleygt í. Engu nýtilegu sem veiðist má fleygja fyrir borð, því þá gefa menn fjand- anum í soðið. Ef litlir fiskimenn taka upp á því að fiska vel eru þeir feigir. Fari prestur á sjó skal hafa kirkjuna opna á meðan. Einnig verður að gæta þess að viðra ekki bækur meðan prest- ar eru á sjó, annars ná þeir ekki landi aftur. Sagt er um kirkjuna í Viðey að ekki megi læsa henni því þá farist skip á sundinu fyrir utan. Þetta á einnig við um fleiri kirkjur. Mörg ráð eru til við sjóveiki. Eitt er að taka gras úr kirkjugarði og setja í skóna sína áður en farið er á sjó. Annað gott ráð er að gera þann sem er sjóveikur reiðan, t.d. að slá blautum sjóvettlingi í andlit honum. Draumar Sjómenn taka mikið mark á draum- um. Þá dreymir fyrir afla, veðri, láni og óláni. Afladraumar eru margir og marg- breytilegir. Það veit á góðan afla að dreyma ónýt veiðarfæri, götótt sjó- klæði, að fá feitt kjöt gefins, mikla lús msnríim i smíöum flestar gerðir af frystipönnum Dæmi um lagervörum (sjá mynd] einnig fáanlegar með lokuðum hornum LEITIÐ TILBOÐA Verbraut 3 - 240 Grindavík - Sími 92-67400 - Fax 92-67201 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.