Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 49
 VÍKINGUR Fiskmarkaðurinn Fiskverðsvandinn: Er lausn í sj ónmáli? Benedikt Valsson Að undan- förnu hafa komið í ljós betur en áður þeir brestir sem má finna í kerfi verð- myndunar á fiski hérlend- is. Brestina má helst rekja til þess að stærstur hluti aflans sem berst að landi gengur kaupum og sölum milli sama aðila, þ.e. sá sami ákveður einhliða verð á fiski, án þess að sjómenn hafi nokkuð um það að segja. Með þessu er verið að misnota ákvæði í lögum Verðlagsráðs sjávarútvegsins um frjálsa samninga um fiskverð milli kaupenda og seljenda, þar sem gengið er framhjá sjómönnum sem seljend- um. Nú er svo komið að sjávarútvegs- ráðherra tekur undir með gagnrýnis- röddum og viðurkennir að margt bendi til þess að verðlagning á fiski sé ófullkomin vegna framangreindra ástæðna. Jafnframt telur hann að verð- myndunarvandann rnegi leysa með því að selja allan fisk á markaði. Þessu viðhorfi sjávarútvegsráðherra ber að fagna, þótt hann bendi réttilega á að slík lausn hafi hugsanlega í för með sér viss vandkvæði. En við slfkum vandkvæðum er án efa hægt að bregðast, ef allir sem hlut eiga að máli leggjast á eitt í þeim efnum. Það sem skyggir á þessi jákvæðu viðhorf sjávarútvegsráðherra eru sjónarmið talsmanna Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem tekið hafa ótvíræða afstöðu með hagsmun- um kaupenda á fiski fremur en með seljendum. Með öðrum orðum er afstaða þeirra rnótuð frekar af hags- munum „fyrirtækja“ með veiðar og vinnslu á sínum snærum en af hags- munum „útgerða“. Þetta eru bæði ný og gömul sannindi. Þau virðast vera ný hjá talsmönnum LIU, en eru löngum þekkt hjá flestum öðrum sem við sjávarútveg starfa, þó svo að þessi sannindi hafi enn ekki hlotið almenna viðurkenningu. Það er nauðsynlegt fyrir alla viðkomandi aðila að þessi sannindi séu viðurkennd opinberlega. Annað er blekking. Sjávarútvegsráðherra hefur velt upp þeim möguleika að taka upp eldra kerfi ákvörðunar á lágmarksverði innan Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Slfkt getur verið óhjákvæmilegt sem skammtímalausn þar til lausn á al- mennri verðmyndun á markaði er fundin. En nýtt verðlagsráð getur ekki verið skipað sömu aðilum og áður vegna þess að það tryggir ekki eðli- legt jafnvægi milli seljenda og kaup- enda. Fulltrúar seljenda í nýju verð- lagsráði yrðu að vera sjómenn og útgerðarmenn sem eru án hagsmuna- tengsla við kaupendur, þ.e. fiskvinnsl- urnar. Þær úrlausnir sem hér eru reifaðar þurfa að koma til framkvæmda fyrr en seinna. Að sitja uppi með óleystan vanda býður hættunni heim með ófyrirsjáanlegum afleiðingum vegna þess að biðlund þeirra sjómanna, sem eru ofurseldir einhliða verðlagningu á fiski, er á þrotum. Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta viö íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.