Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 52
VIKINGUR
Stafnbúi gengst fyrir ráðstefnu:
Islenskur sjávarútvegur á
alþj óða ve 11 vangi
Laugardaginn 25. mars stendur
Stafnbúi, félag sjávarútvegsfræði-
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráb-
herra er medal ræbumanna á ráb-
stefnunni.
nema við Háskólann á Akureyri, fyrir
ráðstefnu um sjávarútvegsmál undir
yfirskriftinni „íslenskur sjávarútvegur
á alþjóðavettvangi".
Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 í
Háskólabíói og er áætlað að henni
ljúki um kl. 16:30 og munu fulltrúar
ýmissa hagsmunaaðila halda tölu.
Dagskrá hefst fyrir hádegi með því að
Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávar-
útvegsdeildar, setur ráðstefnuna
klukkan 10:00. Aðrir sem tala fyrir
hádegi eru Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson,
aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, Jónas Haraldsson, lögfræðingur
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, og Sævar Gunnarsson, for-
maður Sjómannasambands Islands.
Eftir hádegi hefst dagskrá klukkan
13:00 með ræðu Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra.
Næstir tala Sighvatur Bjarnason,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, og Grímur Valdimarsson, for-
stöðumaður Rannsóknastofu fisk-
iðnaðarins.
Að því loknu tala fulltrúar stjórn-
arandstöðunnar í 10 til 15 mínútur
hver. Fyrir Alþýðubandalag talar
Steingrímur J. Sigfússon, fyrir
Framsóknarflokk Halldór Ásgríms-
son, fyrir Kvennalista Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir og fyrir Þjóðvaka
Ágúst Einarsson. Að því loknu verða
fyrirspumir og almennar umræður.
Þátttökutilkynningar sendist í bré-
fasíma 96-30998 sem fyrst, vegna tak-
markaðs miðaframboðs.
Gámur
Verkfall kennara hefur komið illa
við nema í Stýrimannaskólanum,
sem og aðra nemendur. Guðjón
Ármann Eyjólfsson, skólameistari
Stýrimannaskólans í Reykjavík, segir
verkfall sérstak-
lega erfitt vegna
nema í stýri-
mannaskólum og
Vélskólanum.
„Þjóðfélagið má
ekki við því að
þessir nemendur
útskrifist ekki.
Það hefur ekkert
að segja þótt
ekki útskrifist lögfræðingar eða
viðskiptafræðingar eitt ár. Þjóðfé-
lagið þolir hins vegar ekki að okkar
fólk útskrifist ekki.“
Gámur hefur fyrir því ágætar heim-
ildir að þegar verið var að landa í
nokkrum bátum í einni verstöðinni
hafi samtals 13 tonnum úr tveimur
bátum verið landað framhjá, þrátt
fyrir að veiðieftirlitið hafi verið á
bryggjunni til þess að fylgjast með.
„Það þarf ekki nema að villa unt
fyrir þeim, dreifa athygli þeirra með
því að setja á svið eitthvert sjónar-
spil,“ sagði sjómaður sem rætt var
við.
Eins og komið hefur fram eru verð-
mætustu veiðiferðirnar farnar að
nálgast aflaverðmæti fast að 100
milljónum króna. Sjómenn geta
leikið sér að því að reikna út hversu
mikil kostnaðarhlutdeildin úr þannig
veiðiferð er og þá hljóta allir, sem sjá
útreikningana, að vera sammála um
hversu stórkostlegur ávinningur
útgerða úr þeim veiðiferðum er.
52
k