Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 43
VÍKINGUR
sjóinn við áreksturinn. Skipstjóri
Baynunah er einnig í haldi meðan
rannsókn stendur yfir, en reyndar búa
báðir skipstjórarnir á sama hótelinu.
Lau hefur verið yfirheyrður um
áreksturinn í yfir tuttugu skipti og sér
ekki fram á að þessu máli sé neitt að
ljúka. Hann vill svo sannarlega fara að
komast heim, var það sem hann
kvaddi blaðamann Lloyd's með að af-
loknu viðtali. Bresk yfirvöld hafa
verið hvött til að láta málið til sín taka.
Slysaárið 1994
Estonia-slysið hefur valdið miklum
áhyggjum og jafnframt straumhvörf-
um í því reglugerðaflóði sem skip
þurfa að starfa og vera hönnuð eftir.
Árið 1994 er annað mesta slysaárið
síðan 1980 en árið 1991 var verra.
Yfir 1.100 manns fórust í einungis
þremur slysum á árinu, Estonia, Cebu
City og A1 Qamar Al-Saudi Al-Misri,
en tvöfalt fleirum var bjargað úr
sjóslysum á árinu. Á árinu fórust 1463
en árið 1993 fórust 613 svo að um
rúmlega tvöföldun var að ræða milli
ára. Þrátt fyrir þessar tölur varð fækk-
un á skipum yfir 500 brt sem fórust,
en þau urðu alls 103, samtals
1.237.000 tonn, en árið á undan voru
skipin 121. Ljóst er að töluvert fleiri
hafa farist, þar sem þessar tölur taka
einungis til skipa stærri en 500 tonn
en fjöldi fiskiskipa og smærri skipa
fórst á árinu og með þeim nokkur
hundruð sjómanna.
Gerist áskrifendur!
Áskrift-
arsíminn
er 562
9933
Sjómannablaöið Víkingur
Lobnuveidar hafa gengib vel síbustu vikurnar. Hér er Helga II RE ab landa í
Reykjavík.
ORLOFSHUS
Félagsmenn athugib!
Til leigu:
Hús vib Hólavatn.
íbúbir í Reykjavík
Nánari upplýsingar
á skrifstofutíma í
síma: 462 1870 Fax: 462 5251
SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFÉLAG
NORÐLENDINGA
Skipagötu 14 • 602 Akuteyri