Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 12
VÍKINGUR Ég skaut einn hval Steinar veltir stöðunni fyrir sér stutta stund og segir síðan: „Allt í lagi, ég viðurkenni að ég skaut einn hval.“ En áður en Steinar fær að fara yfir í bát sinn hefur skipherrann skipt um skoðun. Hann hefur í höndum játn- ingu frá norska veiðiþjófnum og skip- ar honum að koma með til Akureyrar þar sem málið verður tekið fyrir dóm. Og nú bíður varðhald á Akureyri. Stöðug vakt er við hvalbátinn við bryggju á Akureyri. Það er með herkjum að Norðmennirnir fá að fara eina ferð í land. Tíminn líður og ekkert gerist þar til norsktalandi íslendingur kemur urn borð. „Þið eruð í vondum málum,“ segir maðurinn, „en ég get útvegað ykkur lögfræðing. Lög okkar eru mjög ströng þegar varðar brot eins og það sem þið eruð grunaðir um. Skjóti út- lendingur hval innan landhelgi skal gera allan afla og veiðarfæri upptæk og hinir seku verða að afplána fanga- vist,“ útskýrir maðurinn. „Ég held að þetta sé líka ykkar vandi. Það mun vekja mikla athygli ef strandríki dæmir sjómenn, frá landi sem um árabil hefur staðið með Is- lendingum, í fangelsi,“ svarar Steinar. Hann fær ekkert svar. Rætt á ríkisstjórnarfundi Eftir fimm daga við bryggju á Akur- eyri kemur málið fyrir dóm. Land- helgisgæslan hefur engin sönnunar- gögn undir höndum, bara játningu Steinars. I réttinum er Steinar einn til frásagnar um það sem gerðist þótt einnig sé hægt að kalla til togarasjó- mennina sem heyrðu í það minnsta hvað gerðist. Steinar játar að hann hafi skotið einn hval. Hann játar sekt sína. Steinar er dæmdur til að greiða and- virði eins hvals, byssu og skutuls í sekt. Hann skilur lítið hvað er að gerast þegar honum er gert að greiða skitnar 35 þúsund krónur þetta föstu- dagskvöld. En hann hefur ekki pen- ingana á lausu og búið er að loka bönkunum á Islandi. Hann hringir heim til Brunneyjarsunds og Nord- landsbankinn lofar að ábyrgjast greiðsluna. Og áður en skipverjar á Andfjord losa landfestar leituðu þeir uppi einu krána á Akureyri. Steinar hefur enga hugmynd um hvað gengið hefur á í landi. Mál hans kom inn á borð ríkisstjórnarinnar vegna þess að hugsanleg fangavist myndi að öllum líkindum hafa spillt fyrir sambúð Islands og Noregs." AIRSEP TÚRBÍNU, SVEIFARHÚSS/EIMOLÍUSKILJA AIRSEP skiljunni er komið fyrir á loftinntaki túrbínu og barki er tengdur við útöndunarstút vélar. Vinnuferill AIRSEP: Sogar eim úr sveifarhúsi og myndar þar undirþrýsting sem kemur í veg fyrir olíuleka, smit með samskeytum og pakkdósum. Skilur olíu frá eim (ca.30% olía) sem rennur aftur í sv.h. Eimur (brennisteinssambönd og fl.) fer inn á túrbínu og brennur í vél. AIRSEP kemur í veg fyrir heilsuspillandi loft, óþrifnað, slysahættu og aukið viðhald. HVALEYRARBRAUT 3, HAFNARFIRÐI. SÍMI: 565 1236, FAX: 565 1263 J 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.