Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 55
Þórður Hjartarson, hvatamaður að stofnun
félags um nýtingu sjávarspendýra:
VÍKINGUR
Þetta er ekki feimri'
ismál lengur
Að undanförnu hefur ekki borið
mikið á umræðu um hvalveiðar og
nytjun sjávarspendýra almennt. Svo
virðist sem þessi mál séu að falla í
gleymsku í allri umræðunni um
kvótakerfið og fiskveiðistjórnunina.
Vitað er að hvalastofninn og stofnar
annarra sjávarspendýra eru orðnir það
stórir að huga má að því að nytja þá.
Jafnframt er vitað að þessi sömu sjáv-
arspendýr éta mikið magn af þeim
fiski, sem sjómenn berjast nú um að fá
að veiða. Stofnað hefur verið Félag
um sjávarnytjar, sem er vettvangur
þeirra sem vilja opna umræðu um
þessi mál og kalla fram aðgerðir
stjórnvalda í þeim tilgangi að nytja
betur sjávarspendýr en nú er gert.
Einn af forsvarsmönnum samtakanna
er Þórður Hjartarson.
Markmiðið að berjast fyrir
að hefja hvalveiðar
„Þetta félag hefur þann megintil-
gang að ræða um nýtingu sjávarspen-
dýra og þrýsta á stjórnvöld um að taka
þá umræðu upp og að standa líka nteð
stjórnvöldum í því sem framundan er.
Það er ekkert áhlaupaverk að fara utan
og segja við fjölmiðla þar að það sé
stefnt að því að veiða spendýr. Mark-
miðið er að berjast fyrir því að hefja
hvalveiðar og að talað sé bæði um
hvali og önnur sjávarspendýr sem
hluta af náttúrunni. Það er ekkert
feimnismál að tala um að þessi dýr éta
físk.“
Hver var aðdragandinn að stofnun
félagsins?
„Aðdragandinn er sá að eftir að
Norðmenn hófu aftur hrefnuveiðar og
árangur þeirra í markaðsstarfsemi
erlendis fór batnandi - þeir fengu
hærra verð fyrir sjávarafurðir — þá
fannst mönnum sem hafa haft lifi-
brauð sitt af hval korninn tími til að
gera eitthvað. Við viljum opna þetta
félag fyrir sem flestum, bæði sjó-
mönnum almennt og áhugamönnum.
Okkur finnst t.d. selveiðimenn á sama
báti; þó svo að ekki sé bann við sel-
veiði, þá eru þeir að veiða skepnur
sem þeir fá óskaplega lítið fyrir miðað
við gæði vörunnar sem þeir eru með í
höndunum. Þetta félag er öllum opið.“
Áttu von á að margir sýni þessu
áhuga?
„Já, nú þegar eru skráðir um 100
félagar. Sjómenn hafa sýnt þessu máli
mikinn áhuga, enda virðast þeir oft
mun tilfinningaríkari en aðrir, en við
viljum að útgerðarmenn séu einnig
með. Það má spyrja af hverju eigi að
skilja þetta mál frá almennri umræðu
um sjávarútvegsmál. Núna eru að
koma frarn frá hvalarannsóknadeild
Hafrannsóknastofnunar tölur um það
hversu rnikið hvalir éta af fiski og
þetta eru tölur sem þeir telja sig geta
staðið á. Þeirra tölur verða mun áreið-
anlegri eftir þá miklu talningu sem á
að fara fram í sumar, en þetta er eins
og að henda peningum út um glugg-
ann: Það á að setja fleiri milljónir í að
fínkemba hafsvæðið í kringum landið
og telja þar, en svo á ekkert að nýta
upplýsingarnar sem þar koma fram.“
55