Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 60
VÍKINGUR
Höfnin á Sudureyri.
miðstýringarinnar, þeir vilja hafa fáa
stóra hluti uppi á borði hjá sér en ekki
marga litla, þeir líta á það sem vand-
ræði. Það sem er hættulegast við þetta
er að breytingin sem er orðin á sókn-
armynstri Islendinga síðastliðna tvo
áratugi fer verr með miðin og verr
með fiskstofnana. Við erum sakaðir
um umframafla, sem ekki er gert ráð
fyrir, en hann er bara smámunir miðað
við þann sóðaskap, sem á sér stað á
miðunum í dag.“
Nú er landburður af fiski á Suður-
nesjum, en maður heyrir á sjómönn-
um að þeir eru ekki sáttir við þetta
kerfi?
„Það er að sjálfsögðu spurning
þegar það eru svona aflahrotur, með
hrygningarstopp og þess háttar, að
það sé eitthvert form á því, en þetta er
endaleysa. Við ættum að hafa haft vit
á að nýta grunnslóðina betur með
þessum hefðbundnu veiðitækjum og,
ef menn vilja takmarka sóknina, að
gera það þá með einhverjum
jákvæðum helgidagastoppum, en það
virðist ekki vera stefna stjórnvalda
heldur bara að gera þetta eins erfitt og
hægt er. Þeir hunsa öll lög. Við höfum
tvívegis staðið þá að lögbrotum en
þeir hafa sloppið í bæði skiptin hjá
sjávarútvegsráðuneytinu. Togarar
voru hér fyrir innan 12 mílurnar þegar
verið var að stela kolakvótanum frá
dagróðrabátunum hérna. Við kærðum
það að lokum og þá var það landssam-
bandið sem fór í málið og fékk fyrr-
verandi ríkislögmann, sem gat látið
vísa málinu frá á tæknilegum forsend-
um. Málið var það að þeir voru sekir,
enda hafa þeir ekki hleypt þeim inn
fyrir 12 mílurnar eftir að þetta var
tekið upp. Það sem er alvarlegt við
þetta er að framgangur málsins var
nokkuð undarlegur. Eg frétti að skip
væri komið inn fyrir og kærði til
Landhelgisgæslunnar, en ég vitnaði til
viðkomandi laga hér um. Þeir svöruðu
því til að þeir hefðu fengið símhring-
ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu um
að þetta væri heimilt, en það hefur
enginn nema sjávarútvegsráðherra
vald til að gefa slíka heimild og hann
var staddur í Moskvu þegar þetta var.
Þetta er komið á það stig hjá ráðuneyt-
inu að þeir virðast ekkert þurfa að
velta því fyrir sér hvort þeir hafi heim-
ildir til aðgerða, eins og síðast með
auglýsinguna um banndagana. Við
höfum lögfræðilegt álit fyrir því að
það, að banna veiðar krókaleyfisbáta á
utankvótategundum á stoppdögum, er
lögbrot. Það er ekki í samræmi við
lögin sem unnið er eftir. Menn mega
róa í tegundir sem ekki eru í kvóta, en
þá kemur upp þetta vandamál sem
þeir nýta sér, að ef menn fá kannski
100 kíló af þorski með 3-4 tonnum af
steinbít þá nota þeir fúlustu refsingar
á það. A sama tíma vita menn að
meirihluti rækjuflotans er utan kvóta
og þeir sem eru á kvóta eru að landa
allverulegu magni af grálúðu og
þorski. Lausn kvótakerfisins á öllu
sem kemur upp er: Hendið því svo við
sjáum það ekki. Ég heyrði á tal
tveggja rækjuskipstjóra er ég var á
leið austur á Hornbanka, annar þeirra
sagði að hann hefði orðið að fleygja
öllu sem kom í trollið og tók fram að
slíkt gerði enginn að leik sínum. Ég
skildi manninn mjög vel; hann er á
kvótalausum rækjubát, hann getur
ekki gert annað, ef hann kemur í land
með aflann er hann að fremja refsivert
athæfi og er sektaður. Hvaða kerfi er
það sem býður mönnum upp á þetta:
Ef þið gerið það sem er rétt, þá eruð
þið sektaðir? Þetta er það sem kvóta-
kerfið felur í sér: Ef þú kemur í land
með undirmálsfisk ertu sektaður, út-
gerðarmaðurinn rekur þig ef þú kemur
með fisk sem fást 50 krónur fyrir en
kvótinn kostar 70 krónur. Hvernig
eiga menn að hegða sér? Ég vísa
þessari ábyrgð gjörsamlega á hendur
stjórnvalda, þau áttu ekki að taka upp
þetta kerfi. Ég vil orða þetta þannig,
að ef það hefur verið markmiðið með
kvótakerfinu að búa til krimma og
sóða þá hefur það markmið náðst.“
Frá Subureyri
60