Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 9
VÍKINGUR Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar: I slíku veðri flýgur enginn f júní á þessu ári er væntanleg til landsins ný Super Puma-þyrla. Hún leysir af hólmi hina gömlu þyrlu Landhelgisgæslunnar og markar viss tímamót í sjúkraflugi og björgunar- störfum á íslandi. Þó svo að gamla þyrlan og áhöfn hennar hafi bjargað fjölda mannslífa þá hafði hún sína annmarka varðandi flugdrægni og burðargetu. Með tilkomu nýju þyrl- unnar verða öryggismál við björgun- ar- og sjúkraflug mun traustari en áður. Af þessu tilefni var rætt við Pál Halldórsson yfirflugstjóra. Hvenær kemur nýja þyrlan til landsins? „Ég veit það ekki nákvæmar en að það verði seinnipart júnímánaðar, það er allt á áætlun og síðustu fréttir eru þær að þetta standist allt saman mjög vel.“ Er farið að þjálfa áhöfnina? „Já, það hófst þegar í desember með þjálfun flugvirkja og það eru tveir flugmenn búnir að fara núna á þessu ári í bóklegt nám og tveir til viðbótar eru að fara á næstunni.“ Hvað verður um gömlu þyrluna? „Við fáum að hafa hana um ein- hvern óákveðinn tíma á meðan við erum að koma þeirri nýju inn í rekst- urinn, en hvað sá tími verður langur veit ég ekki.“ Hverju breytir nýja þyrlan við björgunarstarf og þau verkefni sem þið sinnið? „Þetta breytir alveg gífurlega miklu, það eykst bæði langdrægi og burðar- geta, til dæmis þrefaldast burðargeta og langdrægi tvöfaldast. Þá er hægt að fljúga x umtalsvert verri veðrurn en áður var, þannig að þetta breytir miklu fyrir þá sem við komum til aðstoðar, og eins þó að við séum enn að sinna verkefnum, sem við gætum sinnt á minni vélinni, þá gerum við það með svo miklu meira öryggi en áður var á þessari stóru og öflugu vél. Þessar vélar hafa t.d. verið notaðar mikið í Norðursjónum með góðum árangri og halda uppi öllu flugi þar og það er mikil og góð reynsla af þessum vél- um.“ Hefur umframgetu á vissum sviðum Er þessi vél sambærileg við þyrlur varnarliðsins í Keflavík? „Þær vélar voru inni í myndinni á sínum tíma, en það varð niðurstaða þyrlukaupanefndar að þetta væri sú vél sem myndi henta okkur best. Vél- in er sambærileg við vélarnar í Kefla- vík, hún hefur umframgetu á vissum sviðum og hinar hafa kannski vinn- inginn á öðr- um, eins og gengur.“ Þessi vél get- ur flogið í mun verri veðrum en sú garnla? „Já, og við það má reikna með að við get- um sinnt meiri verkefnum en áður. Við vitum að í flugheim- inum er þessi vél kölluð „all weather“-vél, en hún hefur vissulega sín takmörk. Tök- um til dærnis Súðavíkur- veðrið; þá flýg- ur enginn, al- veg sarna hvaða verkfæri þú ert með. Bæði var þar mikill vindur og skyggni ekkert, skipin áttu meira að segja erfitt með að athafna sig í slíku veðri. En við komurn til með að geta flogið í mun verri veðrum en við gátum áður.“ SIUR ALLAfí GERÐIfí! OTdftfflMO co t? Vatnagörðum 26- 104 Reykjavík kt: 691287-1069 S: (354-1)680160 Fax:680161 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.