Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Qupperneq 58
VÍKINGUR Um veiðiaðferðir segir Sólmundur að þar sem hinar hefðbundnu plóg- veiðar gefi ekki nógu góða nýtingu og eigi ekki alls staðar við á mismunandi botnlagi, þá sé að hefjast sam- starfsverkefni milli Hafrannsókna- stofnunar, Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins og einkaaðila um að hanna og þróa svonefnda skelsugu. Skel- sugan á að virka nánast eins og sand- dæla og framtíðarsýnin gæti verið að koma fyrir á henni eins konar skelsjá eða sjónvarpsauga til að vinna eftir. Þetta myndi gjörbreyta vinnslunni, nýtingin yrði væntanlega mun betri, ekki síst með tilliti til útflutnings á lifandi skel, sem hugað er að nú, — auk þess að vera talsvert umhverfis- vænna. Um markaðsmöguleika okkar Is- lendinga með skelfisk segir Sól- mundur að einn sterkasti þátturinn snúist um hversu miklu ómengaðra umhverfið sé hér en víðast úti í hinum stóra heimi og ef við vöndum vel til, enda þótt það verði dýrara, þá getum við boðið gæðavöru og verðum að selja hana sem slíka. En þetta er mjög vandmeðfarið og menn verða að sýna þessu natni eins og góður bóndi gerir, öðruvísi næst ekki árangur. En borðar fiskifræðingurinn skel- fisk? Spurningunni svaraði Sólmund- ur með tveimur uppáhaldsuppskrift- um: Fyrri uppskriftin er frekar einföld: Hráefni: Allmörg eintök af hinum margrómaða vöðva úr nýjum og helst sprelliifandi hörpudiski. Aðferð: Vöðvinn skorinn úr skelinni og snæddur. Meðlœti: Eftir aðstœðum, en athuga skal að vöðvinn er nógu kryddaður og þarfengu við að bœta. Hin uppskriftin er mun flóknari: Hráefni: Allmörg eintök af öðum, eða „ostrum norðursinseins og Sólmundur vill kalla þœr. Aðferð: Skeljarnar eru gufusoðnar en þá losnar aðan úr skelinni. Hringvöðvinn, festiþráðurinn og maginn hreinsaðir úr og fjarlœgðir, en öðru velt upp úr eggjahræru og raspi og síðan steikt í eldföstuformi. Meðlœti: Eftir aðstœðum, t.d. ristað brauð, hvítlaukssmjör og grænmeti, að ógleymdu kældu hvítvíni. Fimmtíu ár frá því að: Dettifossi var sökkt - fimmtán manns var saknað, þrjátíu bjargað Fimmtíu ár eru frá því að Dettifossi var sökkt á leið til íslands. Um þennan hörmungaratburð er eftirfarandi að finna í Öldinni okkar: 24/2. Þau harmartíðindi hafa borist hingað til lands, að Dettifoss hafi farist í hafi fyrir skömmu, er skipið var á leið hingað til lands. Ekki er enn kunnugt, með hverjum hætti skipið fórst, en það mun hafa verið af hernaðarvöldum. Með skipinu voru 45 manns, 14 farþegar og 31 skipsmaður. Vitað er, að 30 manns hafa bjargast. Eru þeir komnir í land í skoskri höfn og líður sæmilega. 15 manns er saknað, þriggja kvenna og 12 skipsmanna. 25/2. Engar nánari fregnir hafa ennþá borist um afdrif Dettifoss né þeirra, sem saknað er. Eru menn vonlitlir orðnir um björgun þeirra og benda líkur til, að þeir hafi allir farist. Frásögn skipsmanna 13/3. Þeir, sent björguðust er Dettifossi var sökkt, eru nú komnir heim. Frásögn þeirra af slysinu er í stuttu máli á þessa leið: Skipið var á siglingu í sæmilegu veðri. Klukkan var 8.29 að morgni. Allt í einu verður ægileg sprenging frammi í skipinu. Farþegar voru flestir í rúmum sínum, en skipverjar margir á þiljum uppi eða að matast í borðsal frammi á skipinu. Ekki er með vissu vitað, hvers konar sprenging þetta var, hvort heldur tundurdufl eða tundurskeyti frá kafbáti. Strax og sprengingin varð, þusti fólk út á þilfar, og munu allir hafa komist út úr klefum sínum, að þeim skipverjum undanskildum, sem vom fram í. Skipið tók brátt að hallast á bakborðshlið. Ekki var viðlit að koina nema einum björgun- arbát skipsins á sjó, bakborðsbátnum miðskips. Einn björgunarfleki losnaði við sprenginguna og komst á flot. Annar fleki var þegar losaður. Munu aðeins hafa liðið 3 mínútur frá því sprengingin varð og þar til búið var að koma út björgunarbátn- um og flek- unum. En skip- ið var svo fljótt að sökkva, að björgunarbát- urinn var nærri því orðinn undir skips- hliðinni. Hafa naumast liðið nema firnrn mínútur frá sprengingunni uns skipið var sokkið. Fleygðu sér í sjóinn Flestir, sem björguðust, fleygðu sér í sjóinn og komust síðan í bátinn eða flekana. Komust 11 manns í bátinn, 17 á stærri flekann og 2 á hinn minni. Síðar var þeim tveimur, er á minni flekanum voru, bjargað upp í bátinn. Vindur fór vaxandi, og versnaði brátt líðan þeirra, er á flekanum voru. Biðin eftir björgun varð ekki mjög löng. Að klukkustund liðinni kom bresk hersnekkja á vettvang og bjargaði öllum, er komist höfðu í skipsbátinn og á l'lekann. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.