Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 38
VÍKINGUR staðar voru sokkin skip. Okkur var sagt að bara þarna hefðu verið 250 sokkin skip. Ari síðar kom ég til Bremen og þvílíkar breytingar. Þá hafði þeim tekist að laga mikið til, það var allt annað að sjá.“ Hef aldrei séð skuttogara vinna Nú er mikið rætt um að sjómenn hendi fiski í sjóinn, það gerðist áður fyrr einnig. „Já, blessaður vertu. Það kom fyrir að við fengjum kjaftfullt troll af karfa. Fyrsti pokinn var hirtur, síðan var restin keyrð úr trollinu. Það voru rauðir flekkir um allan sjó.“ Guðmundur hætti á togara 1955 eftir að hann hafði verið skipstjóri á ísborginni, en námi frá Stýriman- naskólanum lauk Guðmundur 1928. „Ég hef aldrei séð skuttogara vinna og mig langar ekki. Ég er það slæmur í fótunum að ég efast um að ég gæti stigið ölduna.“ Eitt ár í landi Eftir að Guðmundur kom í land vann hann eitt ár í landi, í Isbirninum. Það er eina vinnan sem Guðmundur hefur unnið í landi. 1956 hóf Guð- mundur störf hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, en starf hans þar var fólgið í að fylgjast með lestun frysti- skipa, hann fór með skipunum á ströndina. Guðmundur var um fimm- tugt þegar hann hóf störf hjá SH og hætti ekki fyrr en hann var orðinn 82 ára gamall. „Ég fór um borð í skipin þegar verið var að byrja að lesta þau og fylgdi þeim eftir þar til lestun var lokið. Ég var skilinn eftir þar sem lestun lauk. Ég man eftir að við vorum að lesta Langjökul um páska í norðanroki í Vestmannaeyjum. A föstudaginn langa héldum við á Norðfjörð og komum þangað á laugardag. Þegar skipið var tilbúið að fara til Múr- mansk var allt ófært og svo virtist sem ég yrði veðurtepptur yfir páskana. Bogi Ólafsson skipstjóri stakk upp á að ég kæmi með þeim til Múrmansk. Ég hringdi í yfirmann minn, sem sagði það sjálfsagt. Við fengum þetta fína veður til Múrmansk og tíu dögum síðar vorum við komnir til Dalvíkur og farnir að lesta aftur. Þetta tók nánast ekki lengri tíma en ef ég hefði farið frá Norðfirði til Reykjavíkur, ófærðin var það mikil. Það var unnið við skipin á öllum tímum sólarhringsins og þetta gátu verið langar vaktir, en aðbúnaður var góður og fæði. Þetta var mjög skemmtilegt. Ég hafði samskipti við mjög marga og kynntist aldrei nema góðu fólki. Það er algengt, ef ég er að labba um hér í Kvosinni, að ég hitti menn sem þekkja mig frá þessum árum. Við komum á flestar hafnir, alls staðar þar sem var frystihús. Aðstaðan í höfnunum var ekki alltaf góð, sér- staklega í fyrstu. Skipin komust ekki alltaf að bryggju og því varð að skipa út á bátum.“ Þræddi kantana og fiskaði meira en aðrir Guðmundur segir sögu af Jóni Oddssyni, sem var aflasæll skipstjóri. Jón var staddur í Hull þegar til hans kemur ungur Bandaríkjamaður sem selur Jóni dýptarmæli, en á þeim tíma höfðu íslensk skip ekki dýptarmæla. „Þegar Jón tók að toga gat hann þrætt kantana og fiskaði meira en aðr- ir. Þetta vakti eftirtekt hinna skipstjór- anna. Þegar þeir fréttu að hann gat séð dýpið varð það til þess að aðrir fengu sér dýptarmæla. Nú er svo komið að skipstjórarnir sjá fiskinn í sjónum, svo það getur ekki verið mikil kúnst að drepa hann. Þeir verða víst að finna fískinn, en eftir að þeir finna hann sjá þeir hvar hann er. Aður var þetta þannig, til dæmis með Þórarin Olgeirsson; hann varð að sjá til miða í landi og ef hann sá vel til fiskaði hann mikið. Nú sjá menn þetta allt saman — það kemur fram á myndavélinni, tæknin er orðin hættu- lega mikil. Með þessu er hægt að eyða fiskinum í sjónum, en menn eru það viti bornir að þeir leyfa fiskinum að þroskast og lifa. Þetta blessaða land okkar hefur góð skilyrði til að ala fiskinn í sjónum, landið er það Gubmundur fór um allt land þegar verib var ab lesta frystiskipin. Hér er eitt þeirra skipa sem hafa flutt hvab mest af frystum fiski á undanförnum árum, Hofsjökull. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.