Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 17
VÍKINGUR bara farið, tekið pokann sinn,“ sagði Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, í samtali við Sjómannablaðið Víking. En markast það ekki af erfiðu at- vinnuástandi, útgerðarmenn geta alltaf fengið aðra menn? „Það gerir það eitthvað. Það hefur að minnsta kosti verið tengt saman en það segir ekki allt. Þessi samskipti eru orðin það hörð og stjórnast af öðrum aðilanum. Það verður að segja að þetta er miskunnarlausara. Ég kom í þetta starf 1980 og þetta hefur breyst mikið á þeim tíma, versnað mikið. Ég segi enn og aftur að þetta hefur harðn- að mikið. Sem dæmi get ég tekið að það er verið að reyna að ná samning- um um fiskverð við Utgerðarfélagið og það gengur ekkert. Afstaða þeirra er sú að menn séu ráðnir upp á ákveðið fiskverð og ef menn sætta sig ekki við það þá er þeim sagt að þeir geti bara farið. Þar eru nýir menn inn- anborðs og greinileg breyting frá því þegar fyrrverandi stjórnendur voru hjá fyrirtækinu. Það er búið að byggja þetta þannig upp að hinn almenni sjómaður kemst ekki eins nálægt stjórnendum fyrirtækjanna og áður var,“ sagði Konráð Alfreðsson. Hafþór Rósmundsson, formaður Vöku á Siglufirði: Ekki eins mannleg tengsl „Samskipti milli útgerðar og sjó- rnanna hafa breyst verulega, þau eru stífari en þau voru. Mér finnst tengslin ekki eins mannleg og áður var. Alll sem snýr að peningum er á þá leið. Það er orðið þannig að samskiptin eru í gegnum samtökin en ekki manna á milli,“ sagði Hafþór Rósmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómanna- félagsins Vöku á Siglufirði. „Það eru ekki daglegar hótanir um brottrekstur séu menn ekki sáttir. Hinu er ekki að leyna að sjómenn gera minna í sínum málum en þeir hefðu viljað. Menn gera ekki neitt, sem getur orðið til þess að hugsanlega missi þeir plássið. Plássin hér eru góð pláss og það eru fjölskyldumenn á skipunum og þeir vilja ekki stofna til ófriðar ef hægt er að komast hjá því, samt kemur alltaf að því annað slagið að menn segja: hingað og ekki lengra. Nýtt dæmi héðan er frá því um áramót þegar menn neituðu að skrá sig um borð í Sunnu nema farið yrði eftir kjarasamningum. Það varð til þess að fjórum var sagl upp. Við því er ekkert að segja, þetta var ekki ólöglegt. Það var verið að framkvæma löglegar að- gerðir af beggja hálfu, sem varð til þess að fækkað var í áhöfninni. Þetta er skaði fyrir báða aðila. Það er of lítið að vera með sextán menn um borð í svona skipi. Aflaverðmætið minnkar, þar sem minna verður unnið í dýrar pakkningar. Það verða sennilega eng- ar breytingar á þessu fyrr en samtökin semja. Þetta er bara dæmi sem ég tók en heilt yfir hafa þessi samskipti breyst, eru stífari. Samskiptin breyttust hér, eins og annars staðar, þegar fiskverðið varð frjálst, en það hefur gert sam- FISKIDÆLUR frá Rapp Hydema as 777 í öllum stærðum 12-14- 16 og 18" Grótta hf Fiskislóð 133a Sími 562 4160 Fax 562 6042 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.