Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Blaðsíða 47
VÍKINGUR Sigurður Ingólfsson, Litla Jóni KE: Mun aldrei virða þessi kvótalög - segist frekar sitja í fangelsi í sex ár en virða það sem hann kallar ólög Mikil aflahrota er á miðunum við Suðurnes og landburður af fiski, þeir sem gleggst þekkja segja að heil 25 ár séu síðan slík hrota kom síðast eða árið 1970. Við brugðum okkur til Sandgerðis að heyra í mönnum hljóð- ið. Það var vertíðarstemmning á bryggjunni í Sandgerði, en ekki er hægt að segja að sjómenn væru með gleðibragði þrátt fyrir þennan mikla afla. Flestir sem við ræddum við voru ómyrkir í máli um kvótalögin. Við ræddum við Sigurð Ingólfsson, sem var nýkominn úr róðri. Megið spyrja mig hvort ég hendi fiski Voruð þið að fiska? „Það var heldur minna en í gær. Við erum á línu og fengum um 75 kíló á bala, það er of lítið.“ Eruð þið í steinbítnum? „Nei, ekki núna, en við höfum verið það og það hefur verið ágætt.“ Hvað verður þá um þorskinn hjá ykkur, ekki hendiði honum? „Nei, en þið megið alveg spyrja að því. Ég mundi henda honum ef hann væri fyrir mér, en við eigum kvóta svo þess þarf ekki með. Hitt get ég sagt ykkur að ég myndi bara fleygja hon- um, ég læt ekki búa til lög á mig sem segja að þú eigir að reka fyrirtæki og hirða aflann og þú eigir að tapa á því sem þú kemur með inn. Þið megið alveg hafa það eftir mér að ég mun aldrei virða þessi kvótalög eins og þau eru, aldrei. Ég læt frekar setja mig í sex ára fangelsi en að virða þau, ég heiti Sigurður Ingólfsson og þið meg- ið alveg hafa þetta eftir mér.“ Örugg botnfesting fyrir net og línur. Framleiðsla DREGG. °9 sala: Ari Jónsson, Jörvabyggð 14, Akureyri. Sími: 96*11025, Farsími: 985*32556 Söluaðili á Suður- nesjum: ÁSGEIR HJÁLMARSSON Bakkastíg 16, Njarðvík, Sími: 92*11830 Sendum um allt land. vy v wwiaáj 10 kg. 15 kg. 20 kg. 22 kg. 25 kg. 30 kg. f 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.