Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Page 10
Bolungarvík i Þar sem allir eru á línu „Línan er það sem allt snýst um hér í Bolungarvík. Við höldum að beitning sé sú atvinnugrein sem flestir stunda orðið hér í bænum,“ sögðu félagarnir Elvar Stefánsson og Jón Magnússon þegar Víkingurinn hitti þá þar sem þeir voru að Ijúka beitningu seint um kvöld. Þegar komið var til Bolungarvíkur var ekki mikla umferð að sjá, enda kominn háttatími hjá mörgum. Við höfnina vöktu Ijósin í skúrunum helst athygli og eins að verið var að landa úr einum bát, Guðnýju ÍS. Eftir góðviðri dagana á undan er hann farinn að blása nokkuð af suðvestri, það spáir brælu. Elvar og Jón segjast ætla að klára að beita þrátt fyrir að þeir viti að það stefni í landlegu. Fyrir ekki svo löngum tíma var lítið róið á línu frá Bolungarvík, en eftir því sem smærri bátum hefur fjölgað hefur orðið umtalsverð breyting þar á, enda verið að vinna í mörgum skúrum og þetta Jón Magnússon segir ágætt að starfa við beitninguna. Jón Pétursson skipstjóri segir aflann vera eðlilega mikinn eftir hreint ævintýri næstu tvö ár undan. kvöld, sem flest önnur, voru mörg bjóð beitt í Bolungarvík. Á bryggjunni er Jón Pétursson skipstjóri á Guðnýju að klára löndunina þegar okkur bar að garði. Hann segir fiskirí- ið vera ágætt. „Það er orðið eðlilegt aftur eftir ótrúlega mik- inn afla síðustu tvö ár, við erum með sjö tonn núna, sæmi- legan afla," segir Jón. Við förum að ræða saman um breytingar á útgerð. Frá Bolungarvík eru nánast einungis gerðir út smábátar. „Fyrir ekki svo mörgum árum þótti Guðný vera lítill bátur, þá voru margir stórir og öflugir bátar gerðir út á línu við Djúp. Nú er hún stærsti báturinn," sagði Jón. Hann segir að þrátt fyrir að Guðný sé að verða hálfrar i o SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.