Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Qupperneq 33
Frá Stykkishólmi öðrum þjóðum. En að mínu mati fæst ekki niðurstaða í málið nema í sæmilegri sátt við sjómannasamtökin. Þau verða hins vegar að lina tökin svo hægt verði að skoða yfirvegað þá leið sem nefndin kemur til með að leggja til að farin verði og hana megi skoða fordómalaust." Rannsóknir sjóslysa -Svo við víkjum að öryggismálum sjómanna. Forveri þinn í embætti lagði íýrir einu ári fram lagafrumvarp um rannsóknir sjóslysa en það dagaði uppi í nefnd. Hefur málið verið lagt til hliðar? „Nei, það hefur ekki verið lagt til hliðar. Það komu fram miklar athugasemdir við frumvarpið og nú er unnið að endurskoðun á því. Ég stefni að því að leggja fram nýtt frumvarp fljótlega eftir áramót og vona að það verði afgreitt á næsta þingi. Núverandi rannsóknarnefnd sjóslysa hefúr fengið betri aðstöðu og meira fjármagn. Það skiptir miklu máli að sjóslysanefnd vinni sjáifstætt og væntanlegt frumvarp mun byggjast á þvi. Starf nefndarinnar þarf fyrst og fremst að verða til að auka öryggi sjómanna. Rannsóknir upplýsi hvað hafi farið úrskeiðis þannig að af því megi læra og sátt ríki um þau vinnubrögð sem eru viðhöfð við rann- sóknir sjóslysa. Núna er þessu þannig háttað að rannsoknar- nefndin starfar samkvæmt siglingalögunum en það verður sett sjálfstæð löggjöf um rannsóknir sjóslysa. Hluti af þessu er að auka eftirlit með skipunum og skoðun á þeim. Að því er unnið innan Siglingastofnunar og mikill vilji hjá starfsmönnum stofnunarinnar til að eftirlitið verði sem best.“ -Það vakti ánægju meðal sjómanna þegar þú gafst út reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað eftir að málinu hafði áður verið frestað hvað eftir annað. Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun? „Fljódega eftir að ég kom í ráðuneytið var farið yfir stöðu þessa máls. Eftir mjög vandlega athugun sýndist mér ekkert því til fyrirstöðu að láta reglugerðina taka gildi. Það var vegna þess að þessi búnaður var kominn í framleiðslu hjá fleirum en einum aðila. Ástæða frestunar á gildistöku reglugerðarinnar var sú að við gátum ekki sett þessa kröfu á útgerðina sökum þess að búnaðurinn var þá ekki kominn í framleiðslu og það var mat manna að minnst tveir aðilar þyrftu að keppa um sölu á búnaðinum. Það var mitt mat að það yrði að taka af skarið og gera útgerðarmönnum ljóst að þeir hefðu bara tiltekinn frest til að koma búnaðinum fýrir. Ég fagna því hve viðbrögð þeirra voru góð. Utvegsmenn hafa ekki gert neinar athugasemdir við þetta og ég veit ekki annað en að það sé unnið fullum fetum að því að koma þessum búnaði í skipin. Mér sýnist því að ákvörðunin hafi verið rétt og tímabær. Það er ánægjulegt fýrir samgönguráðuneytið og Siglingastofnun að það tókst að koma þessu á í fúllri sátt. Sjálfvirki sleppibúnaðurinn verður að vera til staðar við skoðun skipa eftir áramótin og þar með ætti þetta baráttumál sjómanna að vera komið í höfn. Með þessu göngum við lengra en alþjóðareglur um björgunarbtinað mæla fýrir um og er það vel. I framhaldi af þessu get ég sagt frá því að í kjölfar ferjuslyssins í Noregi sáum við í ráðuneytinu ástæðu til þess að beina því til Siglingastofnunar og Slysavarnarskóla sjó- manna, að úttekt yrði gerð á ástandi ferja hér við land og hvort neyðaráætlanir stæðust. Þetta er gert í samstarfi við útgerðir ferjanna en mildlvægt er að tryggja sem best að þarna sé öllu vel komið fýrir og öryggi fólks tryggt eftir bestu getu.“ -Nú er stefnt að því að koma á öryggisstjórnun um borð í skipum. Fær þetta átak einhvern stuðning frá hinu opinbera? „Þetta er verk sem Slysavarnarfélag Islands hafði forgöngu um og unnið hefur verið að uppsetningu öryggisstjórnunar til reynslu um borð í nokkrum skipum. Þarna hafa menn til hliðsjónar það kerfi sem er í fluginu. Þar er aðferðarfræði öryggisstjórnunar viðhöfð og Slysavarnarfélagið-Landsbjörg hafa hugsað sér að koma á kerfi í skipum sem nálgist það. Þá verði um borð í hverju fiskiskipi öryggisstjórnunarkerfi þannig að hvert eitt handtak sé liður í að hafa augun opin fýrir öryggisþættinum. Það verði kerfi sem byggir á því að koma í veg fýrir að slys eða óhöpp verði. Það er skemmst frá því að segja að á stofnhátíð Slysavarnarfélagsins- SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.