Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Síða 46
Konráð Gíslason
Konráð Gíslason fæddist í Hafnarfirði 10. október 1903.
Hann lést á umönnunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg
aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru
Málfríður Jóhannsdóttir, f.1.1.1883, d. 29.4.1960, og Gísli
Gunnarsson, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 14.11 1876, d.
20.12.1962. Konráð átti sex yngri hálfsystkini, Sverri, Sigurð,
Gunnar, Málfríði, Ólaf og Eirík, sem öll eru látin.
Hann lauk prófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og
síðan prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Fáeinum
árum seinna hélt hann til Bretlands til náms í kompásasmíði.
Hann hóf síðan störf í þeirri grein undir lok ársins 1928 og rak
eigið kompásaverkstæði allt til ársins 1987.
Konráð var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Bertha
Albertsdóttir, f. 22.10.1903, d. 9.12.1935. Eignuðust þau eina
dóttur, Berthu skrifstofustúlku en maður hennar er Jón B.
Eysteinsson.
Hinn 16. ágúst 1940 kvæntist Konráð Guðrúnu Svövu
Guðmundsdóttur, f. 5.11. 1910, d. 13.11.1993. Lengst af
bjuggu þau hjónin á Seltjarnarnesi en síðan í Úthlíð 4 í
Reykjavík. Börn Konráðs og Guðrúnar Svövu eru Málfríður
píanókennari, Guðlaug prófarkalesari, maki Örnólfur
Örnólfsson, og Guðmundur stýrimaður og kompásasmiður,
maki Guðmunda Andrésdóttir. Barnabörn eru sjö og
barnabörnin eru níu.
Konráð Gíslason var framarlega í þeirri sveit manna sem
stóð að stofnun Farmanna- og fiskimannasambands íslands
árið 1937. Á 50 ára afmæli FFSÍ árið 1987 birtist viðtal í
Víkningum sem Sveinn Sæmundsson átti við Konráð af
þessu tilefni. Þar segir Konráð meðal annars um tildrögin að
stofnun Farmanna- og fiskimannasambandsins:
„Ég var um þessar mundir formaður í Skipstjóra- og
stýrimannafélagi Reykjavíkur. Með mér í stjórninni var Kristinn
Stefánsson, gamall skipsfélagi og vinur. Ég man ekki hvor
okkar átti hugmyndina, en það kom í minn hlut að mæla fyrir
tillögu á fundi í félaginu okkar þess efnis að stofnað yrði
samband sjómanna, sem einnig gæfi út málgagn. Á
Reykjavíkursvæðinu voru starfandi þrjú félög skipstjóra og
stýrimanna og okkur fannst að krafta þessara félaga yrði að
sameina til hagsbóta fyrir sjómenn.
Hugmyndin var í fyrstu þannig að í þessu fyrirhugaða
sambandi yrðu allir sjómenn, yfirmenn jafnt sem undirmenn.
Fyrir því reyndist ekki hljómgrunnur, ýmsir álitu að þar sem
undirmenn væru fleiri myndu þeir taka öll ráð í sínar hendur
og þar með yrðum við yfirmenn áhrifalaus minnihluti."
Konráð þrosti að þessu síðasta en hélt svo áfram:
„Tillögu okkar um stofnun sambands var vel tekið og hún
samþykkt í Skipstjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur. Við
skrifuðum því næst öllum félögum yfirmanna og boðuðum til
stofnfundar. Flestir tóku þessu vel og voru jákvæðir.
Nokkurrar tregðu gætti hjá Vélstjórafélagi íslands." ■
46
Sjómannablaðið Víkingur