Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Qupperneq 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Qupperneq 75
lUortek Norskur hágæðabúnaður sem hægt er að treysta Fyrirtækið NORTEK sérhæfir sig á sviði öryggiskerfa til sjós og lands. Má þar nefna brunaviðvörunarkerfi, sjálfvirkt slökkvikerfi, myndavélakerfi, varaaflgjafa, viðvörunarkerfi vegna innbrota og neyðarljós. NORTEK selur kerfin, hannar þau og setur upp, þjónustar þau og gerir árlegar skoðanir á þeim. NORTEK var stofnað árið 1996 og er með aðsetur bæði í Reykjavík og á Akureyri. Björgvin Tómasson rafmagnstæknifræðingur og framkvæmdastjóri NORTEK starfaði í Noregi og þar kynntist hann öryggiskerfum sem þar eru framleidd og þykja einhver þau bestu sem fáanleg eru í heiminum. Nokkur af þeim veiðiskipum sem nú eru í smíðum erlendis verða búin öryggiskerfum frá NORTEK. Meðal fyrirtækja í landi sem eru með öryggiskerfi frá fyrirtækinu má nefna Kaupþing, Bifreiðar- og landbúnaðarvélar, Vísa ísland og svo sjálft Alþingi. Við ræddum við Björgvin Tómasson um starfsemi NORTEK og fyrst var hann spurður um brunavarnarkerfið sem fyrirtækið selur. „Þegar útgerðarmenn láta smíða fyrir sig skip velja þeir búnaðinn í brúna en skipta sér lítið af hlutum eins og brunaviðvörunarkerfum. Því er algengt að svokallað slaufukerfi sé sett upp í skipinu. Það virkar þannig að ef einn skynjari bilar þá einangrar það slaufuna. Þetta þýðir að ef slaufan er til dæmis í vélarrúmi þá er vélarúmið einangrað og engin viðvörunarbúnaður þar virkur þar til skipið kemur til lands og viðgerð fer fram. Sama er um framskipið. Það eru upp í 20 skynjarar á hverja slaufu og í þessum stærri togurum okkar geta verið um 70 skynjarar og skipinu skipt upp í átta slaufur." -Að hvaða leyti er sá brunaviðvörunarbúnaður sem þið bjóðið uppá frábrugðinn þessu kerfi? „Þar er hver skynjari með eigið heimilisfang, ef svo má að orði komast. Þá má einangra hvern skynjara en öll slaufan er í áfram í lagi og virk. Þessi búnaður frá Eltek í Noregi sem við bjóðum er í nokkrum íslenskum skipum. En þetta er hágæðabúnaður og kosta nokkru meira en margt annað sem er í boði. Á þessum tilboðsmarkaði sem viðgengst freistast menn til að kaupa það sem ódýrast. Þó er verðmunurinn ekki tiltakanlega mikill og það sem munar sparast hiklaust með minni viðhaldskostnaði. Ég er ekki að halda því fram að sá við- vörunarbúnaður sem nú er um borð í mörgum skipum sé lélegur. Engu að síður er sá hængur á að í versta tilfelli getur verið að enginn skynjari á íbúðagangi eða í vélarúmi sé virkur vegna þess að einn er bilaður. Kerfið frá Eltek gefur því mun meira öryggi, er aðeins dýrara í innkaupum, en á móti kemur að það er mun ódýrara í rekstri." -Þú sagðir að hver skynjari frá ykkur væri með eigið heimilisfang. Lýstu því aðeins nánar hvað það þýðir? „Á sérstökum skjá kemur fram nákvæm staðsetning hvers skynjara um borð. Við skulum segja sem svo að skynjari [ brú sé númer 201 og ef það númer kemur á skjáinn er strax vitað hvar skynjarinn er sem gefur merki. Sama má segja um skynjara í káetum eða hvar sem er. Þetta er mikið öryggisatriði og sparar dýrmætan tlma. Búnaðurinn frá Eltek er viðurkenndur af virtum flokkunar- félögum svo sem Det Norske Veritas og Lloyds. Við erum nýbúnir að hanna svona kerfi í eitt af nýju skipunum sem er í smíðum fyrir íslenskt útgerðarfélag. Þar eru tvær stöðvar fyrir kerfið, önnur í brúnni og hin í vélinni. Þær „tala“ hundrað prósent saman og þú færð allar upplýs- ingar á báðum stöðunum og getur gert allar aðgerðir hvort heldur er uppi í brú eða niðri í vél. Á stærri skipum er æskilegt að vera með tvær stöðvar eða allavega undir- Björgvin Tómasson framkvæmdastjóri NORTEK Sjómannablaðið víkingur 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.