Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 6
Verkjall sjómanna Samtök sjómanna gáfu út eiginlega yfirlýsingu í sam- apríl samnin með „tilboði” í verðmyndunarmálum „Eftir að sjómenn hafa verið með lausa samninga í 15 mánuði og leitað allra leiða til að koma á kjarasamningi ákváðu útgerðar- menn í gœr að slíta í reynd samn- ingaviðrœðunum með því að leggja fram „tilboð” sem felur í sér að verðmyndunarmálin, sjálfur kjarni deilunnar, yrðu í mun verri stöðu eftir en þau voru árið 1995 þegar reynt var að taka á þessum viður- kennda vanda. Tilboðið er fjarri því að koma málum í sama horf, hvað þá að bœta úr ástandi sem þótti óviðunandi þegar fyrir sex árum. Slíkt tilboð er því ekkert annað en slit á samningaviðrœðum af hálfu útgerðarmanna.“ Svo segir í upphafi sameiginlegrar yfirlýsingar samtaka sjómanna frá 20. apríl síðast liðnum. Hún var gefin út í kjölfar þess að sjómenn gengu af fundi í húsakynnum sáttasemjara á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, í kjölfar „tilboðs” frá fulltrúum útvegsmanna. Hlé var gert á sáttafundum í nokkra daga eftir þetta. Þann 21. apríl sagði sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum að staðan vceri vissulega slœm en engin lausn fœlist í því að setja lög á deiluna. Deilt um verðmyndun í áratug 1 yfirlýsingu samtaka sjómanna, sem á þessum tíma stóðu enn saman í baráttu sinni, er að finna kjarnann í baráttu sjó- manna fyrir réttlátum samningum. Yfir- lýsingin greinir í hnotskurn hvernig níðst hefur verið á sjómönnum árum saman af hálfu LIU og raunar ríkisvalds- ins líka. í ljósi lagasetningar á verkfall sjómanna enn einu sinni eru ástæða til að halda þessari yfirlýsingu hér til haga. Framhald hennar fer hér á eftir: Allt frá 1991 hafa samningaviðræður sjómanna og útgerðarmanna fyrst og fremst snúist um verðmyndunarmál. Kjör sjómanna ráðast af aflaverðmæti og kjarni “sjómannadeilunnar” svoköll- uðu, sem nú er orðin 10 ára gömul, er einhliða ákvörðun útgerðarmanna á verði afla í beinum viðskiptum og sá munur sem er á því verði og markaðs- verði. Þessi vandi var opinberlega viður- kenndur árið 1995 og þá átti að taka á honum með lögum um Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna sem tóku gildi árið 1995. Með lagasetningu á árinu 1998 var úrskurðarnefndin styrkt með Verðlagsstofu skiptaverðs sér við hlið. Þrátt fyrir Úrskurðarnefnd og Verðlags- stofu hefur enn sigið á ógæfuhliðina og munurinn á markaðsverði og verði í beinum viðskiptum á slægðum þorski aukist um 25% frá árinu 1996. Það er við þessar aðstæður sem útgerð- armenn slíta í raun samningaviðræðum með því að „bjóðast” til að bæta 6% af þeim vanda sem skapast hefur frá 1995 og það aðeins í þorskverði. Annan upp- safnaðan vanda áttu sjómenn að bera ó- bættan. Opinberar skýrslur óháðra aðila, bæði Verðlagsstofu skiptaverðs og Þjóð- hagsstofnunar, sýna það svart á hvítu að verðmunurinn hefur verið að aukast ár frá ári en þrátt fyrir það fást útgerðar- menn ekki til að taka á honum. Á meðan eykst vandinn því útgerðarmenn komast upp með það óáreittir að ákveða einhliða fiskverð í beinum viðskiptum. Sjómenn borgi slysatryggingar Allir viðurkenna nauðsyn þess að stór- bæta slysatryggingar sjómanna. Til að koma til móts við þá eðlilegu og sjálf- sögðu kröfu hafa útgerðarmenn hins veg- ar boðið útfærslu sem felur í sér að sjó- menn yrðu einir stétta launafólks að greiða sjálfir stóran hluta eigin slysa- tryggingar við störf. Sama á við þegar kemur að kröfu sjó- manna um mótframlag í séreignadeild lífeyrissjóðs. Útfærsla útgerðarmanna fel- ur í sér að þeir eigi einir stétta að greiða það sjálfir. 6 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.