Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 6
Verkjall sjómanna
Samtök sjómanna gáfu út
eiginlega yfirlýsingu í
sam-
apríl
samnin
með „tilboði” í verðmyndunarmálum
„Eftir að sjómenn hafa verið með
lausa samninga í 15 mánuði og
leitað allra leiða til að koma á
kjarasamningi ákváðu útgerðar-
menn í gœr að slíta í reynd samn-
ingaviðrœðunum með því að leggja
fram „tilboð” sem felur í sér að
verðmyndunarmálin, sjálfur kjarni
deilunnar, yrðu í mun verri stöðu
eftir en þau voru árið 1995 þegar
reynt var að taka á þessum viður-
kennda vanda. Tilboðið er fjarri
því að koma málum í sama horf,
hvað þá að bœta úr ástandi sem
þótti óviðunandi þegar fyrir sex
árum. Slíkt tilboð er því ekkert
annað en slit á samningaviðrœðum
af hálfu útgerðarmanna.“
Svo segir í upphafi sameiginlegrar
yfirlýsingar samtaka sjómanna frá
20. apríl síðast liðnum. Hún var
gefin út í kjölfar þess að sjómenn
gengu af fundi í húsakynnum
sáttasemjara á sumardaginn fyrsta,
19. apríl, í kjölfar „tilboðs” frá
fulltrúum útvegsmanna. Hlé var
gert á sáttafundum í nokkra daga
eftir þetta. Þann 21. apríl sagði
sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum
að staðan vceri vissulega slœm en
engin lausn fœlist í því að setja lög
á deiluna.
Deilt um verðmyndun í áratug
1 yfirlýsingu samtaka sjómanna, sem á
þessum tíma stóðu enn saman í baráttu
sinni, er að finna kjarnann í baráttu sjó-
manna fyrir réttlátum samningum. Yfir-
lýsingin greinir í hnotskurn hvernig
níðst hefur verið á sjómönnum árum
saman af hálfu LIU og raunar ríkisvalds-
ins líka. í ljósi lagasetningar á verkfall
sjómanna enn einu sinni eru ástæða til
að halda þessari yfirlýsingu hér til haga.
Framhald hennar fer hér á eftir:
Allt frá 1991 hafa samningaviðræður
sjómanna og útgerðarmanna fyrst og
fremst snúist um verðmyndunarmál.
Kjör sjómanna ráðast af aflaverðmæti
og kjarni “sjómannadeilunnar” svoköll-
uðu, sem nú er orðin 10 ára gömul, er
einhliða ákvörðun útgerðarmanna á
verði afla í beinum viðskiptum og sá
munur sem er á því verði og markaðs-
verði.
Þessi vandi var opinberlega viður-
kenndur árið 1995 og þá átti að taka á
honum með lögum um Úrskurðarnefnd
sjómanna og útvegsmanna sem tóku
gildi árið 1995. Með lagasetningu á árinu
1998 var úrskurðarnefndin styrkt með
Verðlagsstofu skiptaverðs sér við hlið.
Þrátt fyrir Úrskurðarnefnd og Verðlags-
stofu hefur enn sigið á ógæfuhliðina og
munurinn á markaðsverði og verði í
beinum viðskiptum á slægðum þorski
aukist um 25% frá árinu 1996.
Það er við þessar aðstæður sem útgerð-
armenn slíta í raun samningaviðræðum
með því að „bjóðast” til að bæta 6% af
þeim vanda sem skapast hefur frá 1995
og það aðeins í þorskverði. Annan upp-
safnaðan vanda áttu sjómenn að bera ó-
bættan. Opinberar skýrslur óháðra aðila,
bæði Verðlagsstofu skiptaverðs og Þjóð-
hagsstofnunar, sýna það svart á hvítu að
verðmunurinn hefur verið að aukast ár
frá ári en þrátt fyrir það fást útgerðar-
menn ekki til að taka á honum. Á meðan
eykst vandinn því útgerðarmenn komast
upp með það óáreittir að ákveða einhliða
fiskverð í beinum viðskiptum.
Sjómenn borgi slysatryggingar
Allir viðurkenna nauðsyn þess að stór-
bæta slysatryggingar sjómanna. Til að
koma til móts við þá eðlilegu og sjálf-
sögðu kröfu hafa útgerðarmenn hins veg-
ar boðið útfærslu sem felur í sér að sjó-
menn yrðu einir stétta launafólks að
greiða sjálfir stóran hluta eigin slysa-
tryggingar við störf.
Sama á við þegar kemur að kröfu sjó-
manna um mótframlag í séreignadeild
lífeyrissjóðs. Útfærsla útgerðarmanna fel-
ur í sér að þeir eigi einir stétta að greiða
það sjálfir.
6 - Sjómannablaðið Víkingur