Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 26
„Það sem menn hafa kallað mark- vissa uppbyggingu fiskistofna hefur hreinlega mistek- ist.”
„Allir vissu um brottkastið og sjómenn haja komiðfram i viðtölum og sagtfrá þessu án þess að
lagt væri við hlustir.”
Barentshaf, Norðursjór og kannski verð-
ur ísland næst.”
- Hver getur skýringin verið á þessu?
Eru vísindin ekki nákvæmari en þetta?
„Ég tel að kvótakerfið hafi einfaldlega
ekki skilað því sem það á að gera. Pað er
borðleggjandi staðreynd sem ég þori að
standa við gagnvart hverjum sem er.
Þetta kvótakerfið hefur ekki skilað tilætl-
uðum árangri. Ef það hefði gert það ætt-
um við að vera að veiða minnst um 400
þúsund tonn af þorski á ári. Við erum
ekki að gera það. Margt bendir til þess að
okkur verði ráðlagt að fara niður fyrir
200 þúsund tonn á næsta ári. Það sem
menn hafa kallað markvissa uppbygg-
ingu fiskistofna hefur hreinlega mistek-
ist. En hvers vegna hefur hún mistekist?
Pað er stóra spurningin. Að vissu leyti
hefur hún mistekist vegna þess að við
höfum verið að ganga of nærri fiskistofn-
unum meðan þorskurinn var i lægð. Við
höfum verið að ganga á til dæmis ýsu,
grálúðu og karfa meðan við biðum eftir
því að þorskurinn næði sér á strik. En
hann hefur bara ekki gert það. Ég tel að
við höfum verið að drepa miklu meira af
þorski á undanförnum árum heldur en
við höfum gert okkur grein fyrir. Til þess
að ná þessum 220 þúsund tonnum af
þorski sem við erum að veiða í ár erum
við kannski að drepa nálægt 300 þúsund
tonn.”
Fiskifræðingar með
snarvitlaus gögn
- En okkur hefur verið að sagt að verið
vœri að ala þorskinn upp og geyma hann í
sjónum?
„Pað hefur verið viðkvæðið undanfarin
ár. En það hefur enginn spurt sig þeirrar
spurningar hvort það gæti verið að við
værum að veiða hann og henda honum
dauðum aftur í sjóinn. Ég held að áhrif
brottkasts og rangrar nýtingar, til dæmis
á fullvinnsluskipum á hafi úti, og síðan
kvótasvindl þar sem menn landa framhjá
vigt hafi skapað mikla viðbótarskekkju í
mælingum fiskifræðinganna. Hún hefur
kerfisbundið leitt til ofmats á stofnunum.
Bæði erum við að vanmeta afföll úr
stofnunum vegna veiða og þar af leiðandi
„Fiskifrœðingarnir voru allt í einu búnir að týna nokkrum hundruð þúsund tonnum af þorski...”
að ofmeta stofnstærðina og gefa út of
stóra kvóta. Við erum búnir að vera í
þessum vítahring í mörg ár. Pað er
þyngra en tárum taki að stjórnvöld skuli
ekki hafa haft manndóm í sér til að
skoða þennan vanda. Við höfum vitað af
brottkastinu í mörg ár. Allir sem vilja
hafa vitað um þennan vanda i kerfinu og
það þýðir ekki fyrir menn að þræta fyrir
það. En þeir hafa bara ekki gert neitt
með hann. Það er ótrúlegt að fyrst núna
árið 2001 skuli stjórnvöld koma fram
með könnun á brottkastinu. Þessa könn-
un átti að gera fyrir átta til níu árum.”
- Nú hefði það í sjálfu sér verið til lítils
ef ekki hefðu fylgt aðgerðir í kjölfarið?
„Pað er alveg rétt. En svoleiðis könnun
hefði átt að vera fyrsta skrefið. Raunar
var sú könnun gerð á sínum tíma fyrir
tilstilli Kristins Péturssonar. En það var
ekkert gert í framhaldinu. Menn hefðu
getað sest niður og viðurkennt að þarna
væri um vandamál að ræða og hvað ætti
að gera. Þvi var ekki að heilsa. Menn
hafa látið reka á reiðanum í öll þessi ár
og ég tel að við séum núna á mjög góðri
leið með að klúðra uppbyggingu þorsk-
stofnsins út af þessu. Fiskifræðingar hafa
verið með snarvitlaus gögn í höndunum
og þeirra módel eru einfaldlega þannig
að ef þú matar reiknilíkön með röngum
forsendum fást rangar niðurstöður. Þar
er brottkastið mjög stór orsakavaldur,
sérstaklega á smáfiski og að einhverjum
hluta líka á millifiski. Við erum að drepa
miklu meira af fiski en við gerum okkur
grein fyrir. Svo bætist við kvótasvindl og
nýtingin um borð í fullvinnsluskipunum.
Mjög stór hluti af okkar þorskveiðum fer
fram um borð í frystiskipunum á hafi úti.
Þetta er fiskur sem aldrei kemur á land,
ekki sem heill fiskur heldur sem flök. Ég
held að það geti oft á tíðum rnunað þó
nokkru á því sem dregið er um borð í
þessi skip í vörpunum og því sem komið
er með í land. Samanlagt geta þessir
þættir myndað stórar skekkjur. Ég hef
fylgst mjög náið með því sem hefur verið
að gerast í Barentshafinu í mörg herrans
ár. Bæði var ég í námi hjá þessunt mönn-
um á sinum tíma sem eru laldir mjög
virtir fiskifræðingar og hef síðan margoft
tekið viðtöl við þá og fylgst mjög grannl
með framvindu mála þarna. Fiskifræð-
ingar í Noregi komu fram í hittifyrra og
sögðu allt í einu; ef okkar módel á að
geta gengið upp eins og við töldum að
það mundi gera, þá vantar okkur 300
þúsund tonn af þorski. Hvar eru þau?
Þeir telja sig vita það í dag. Þeim var
stolið. Svartar veiðar í Barentshafi, menn
hafa verið að landa afla um borð í skip á
hafi úti og stundað alls konar kvóta-
svindl. íslendingar og aðrir tóku eitthvað
í Smugunni og síðan er það brottkast.”
Eitt stærsta hneykslismál
lýðveldissögunnar
- Talandi um brottkast afla. Er það
vandamál sem hrjáir Fœreyinga?
„Sjávútvegsráðherra þeirra og fulltrúar
26 - Sjómannablaðið Víkingur