Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 74
Þjónustusídur
Happdrœtti DAS er bakhjarl fyrir uppbyggingu dvalarheimila sjómannasamtakanna
„Við erum að byrja okkar sjötta ár í Færeyjum
sem hafa tekið afskaplega vel á móti okkur og
miðasalan þar hefur reynst okkur drjúg tekju-
lind. Færeyingar hafa svo auðvitað hreppt fjöl-
marga vinninga þannig að það ríkir gagnkvæm
ánægja með landvinninga okkar hjá vinum okk-
ar í Færeyjum. Ef íslendingar væru hlutfallslega
jafnduglegir að spila í happdrættinu væru sjó-
mannsamtökin enn öflugri við að standa að á-
framhaldandi uppbyggingu á dvalarheimilum
fyrir aldraða, “ sagði Sigurður Ág. Sigurðsson
forstjóri Happdrættis DAS í samtali við Sjó-
mannablaðið Víking.
Sigurður sagði miðasölu í happdrættinu held-
ur hafa dalað vegna stóraukinnar samkeppni á
þessum markaði. Pað væri einkennilegt, að með
tilkomu nýju samkeppnisfaganna væri eins og
happdrætti ættu í meiri samkeppni við alls kon-
ar leiki en áður en þessir leikir væru í raun ekk-
ert annað en happdrætti. Svo virtist sem hvaða
fyrirtæki sem væri gæti stofnað til slíkra leikja
og ekkert eftirlit væri með þessari starfsemi.
Árlega eru dregið um samtals 42.700 vinninga, segír Sigurður Ág. Sigurðsson forstjóri
Happdrættis DAS.
Uppbyggmg dvalarheimila
aldraðra
„Á sama tíma og við erum að horfa á
allskonar aðila bjóða vinninga í pening-
um eða vörum er þetta gamalgróna
happdrætti okkar enn að berjast við yfir-
völd um að fá heimild til að greiða vinn-
inga út 1 peningum. Samtímis eru hins
vegar sjómannasamtökin með á teikni-
borðinu mjög athyglisverðar hugmyndir
um framtíðaruppbyggingu dvalarheimila
hér á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega
annars staðar á landinu. Samtökin hafa
rekið dvalarheimli aldraðra i hálfa öld og
getið sér mjög gott orð á þessum vett-
vangi og eru þekkt fyrir hagkvæman
rekstur. En allt kostar þetta peningar og
þá er horft til Happdrættis DAS og það
ríður á að það geti áfram verið sá fjár-
hagslegi bakhjarl sem það hefur verið í
þessum efnum frá stofnun þess 1954,”
sagði Sigurður.
Hann benti á að miklir biðlistar væru á
dvalarheimilunum og langt í frá að hægt
væri að anna eftirspurn. f>ví væri brýnt
að halda uppbyggingunni áfram.
„Með því að kaupa miða í Happdrætti
DAS er fólk ekki aðeins að eignast góða
von um vinning heldur er það jafnframt Forsíða bœklings sem „Happadráttur,, DAS
að fjárfesta í sínu eigin ævikvöldi sem og gefur út í Færeyjum.
Meira enn 700 vinningar
hverja viku.
Til lukku!
annarra. Viss kjarni fólks hefur haldið
tryggð við Happdrættið gegnum árin og
áralugina og það ánægjulega er að yngra
fólki fer fjölgandi í hópi viðskiptavina
okkar.”
Miklar vinningslíkur
Pó að margir kaupi miða í Happdrætti
DAS fyrst og fremst til að styrkja gott
málefni blundar vinningsvonin í brjósli
flestra og raunar er full ástæða til að gera
sér von um að hljóta vinning.
“Við drögum vikulega í happdrættinu
og erurn að draga um hátt í þrjú þúsund
vinninga i hverjum rnánuði. Við erum
með mjög góða stóra vinninga. Likurnar
á því að hljóta slika stóra vinninga eru
gríðarlega miklar og við höfum alltaf sagt
að flokkahappdrætti sé það happdrættis-
form sem gefi mestar vinningslíkur. Það
er enginn vafi á því. Þess vegna er það
synd að fólk skuli ekki sýna flokkahapp-
drættum meiri áhuga en raun ber vitni.
Bara lægsti vinningur gefur miðaeigend-
um kost á að spila nánast fritt. Siðan er
ntöguleiki á að vinna allt upp i tugi millj-
óna. í heildina erum við að draga út
42.700 vinninga á ári og ef við seldum
alla miðana færu þeir allir úl lil miðaeig-
enda,” sagði Sigurður Ág. Sigurðsson.