Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 15
Frumvarp Guðjóns A. Kristjánssonar á Alþingi íslenskir sjómenn fái rétt til fiskveioa á eigin bát Guðjón A. Kristjánsson lagði á Alþingi fram frumvarp til laga um rétt íslenskra ríkisborgara til fiskveiða á eigin bát rninni en 30 brl. Rétturinn verður ekki framseljanlegur. Samkvæml frumvarpinu má íslenskur ríkisborgari stunda fisk- veiðar í atvinnuskyni á eigin skipi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Hann skal hafa atvinnuréttindi sem skipstjóri á fiskiskipi og hafa stundað fiskveiðar sem aðalstarf í að minnsta kosti fimm ár eftir 15 ára aldur. Námstími við réttindanám i sjómannaskólum jafngildir starfi. Skipið skal hafa fullgilt haffærisvottorð og al- mennt veiðileyfi útgefið af Fiskistofu. Á hverju fiskveiðiári á sami maðaur rétt til 30 sóknardaga einu sinni á sama fiskiskipi. Þótt skipið sé selt skapast ekki nýr veiðiréttur á sama fiskveiðiári. Sókn- ardagar teljast í klukkustundum, samtals 720 klst. Stunda má þessar veiðar á tíma- bilinu 15. mars. til 15. nóvember ár Guðjón A. Kristjdnsson. hvert með tveimur sjálfvirkum handfæra- vindum. Allir sem haldið hafa úti eigin fari til fiskveiða eftir almennu 30 sóknardaga veiðileyfi með handfærum í þrjú ár og nýtt 2/3 daganna, samtals 480 klst, ár hvert og hafa haft meira en 70% tekna sinna af sjómennsku, þar með taldar líf- eyristekjur sjómanna, eiga eftir það rétt til að stunda handfæraveiðar í 50 daga. Við annan mann ráðinn heimilast þrjár sjálfvirkar handfæravindur alls. Þeir sem hafa verið í dagakerfi eða gert út bát undir 30 brl. sl. tvö ár eiga rétt í 70 veiðidaga strax með þremur sjálfvirkum handfæravindum eða fjórum á tvo menn eða fimm á þrjá menn. Sama rétt eiga sjómenn með 25 ára starfsreynslu af sjó- mennsku að uppfylltum skilyrðum laga um atvinnuréttindi til skipstjórnar. Lögin á sjómenn Gerðardómur ákveði um kjaramál fiskimanna 1 lögunum sem sett voru á sjómenn segir í 2. grein að hafi ekki samist i deilu FFSÍ og SSÍ og LÍÚ fyrir 1. júní skuli Hæstiréttur tilefna þrjá ntenn í gerðardóm. Skal gerðardómurinn á- kveða eftirfarandi um kjaramál fiski- manna í þeim samtökum: a. atriði er tengjast markmiðum varð- andi verð til viðmiðunar í hluta- skiptum á þorski, ýsu og karfa í beinum viðskiptum skyldra aðila, b. atriði er varða þau áhrif sem breyt- ing á fjölda í áhöfn hefur á skipta- kjör, c. atriði er varða kauptryggingu og launaliði, d. atriði er varða slysatryggingu, e. atriði er varða afmörkun á helgarfríi fiskimanna á netaveiðum, f. atriði er varða mótframlag útvegs- manna vegna viðbótarlífeyrissparnað- ar fiskimanna og g. önnur atriði sem nauðsynlegt er að taka á varðandi kjaramál. Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar hann dóminn sarnan. Gerðardómurinn setur sér starfsreglur, aflar nauðsynlegra gagna og getur krafist skýrslna, munn- legra og skriflegra, af þeim aðilum sem gerðardómurinn telur nauðsynlegt. Aðilar samkvæmt 1. gr. (þ.e. deiluaðil- ar) skulu eiga rétt á að gera gerðar- dóminum grein fyrir sjónarmiðum sín- uin. Skal gerðardómurinn ætla þeirn hæfilegan frest í því skyni. Sjómannablaðið Víkingur - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.