Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 48
Nokkur atriði úr skýrslu stjórnar Félags íslenskra skipstjórnarmanna
sem lögð varfram á aðalfundi félagsins þann 28. apríl síðast liðinn
Guðjón Petersen framkvœmdastjóri FSK flytur ársskýrslu stjórnar.
Jónas Ragnarsson var kjörinn formað-
ur FSK til næstu tveggja ára og Eiríkur
Jónsson varaformaður. Ákveðið var að
þakka Guðlaugi Gíslasyni vel unnin störf
við undirbúning að stofnun Félags ís-
lenskra skipsljórnarmanna og störf hans
að félagsmálum stéttarinnar í yfir 30 ár
með því að gera hann að heiðursfélaga
FSK. Sex félagsfundir voru haldnir á ár-
inu, tveir sérstaklega fyrir farmenn vegna
kjaradeilu þeirra og þrír með félögum
innan Landhelgisgæslunnar af sama til-
efni. Almennur félagsfundur var svo
haldinn 28. desember á Akranesi.
Atvinnumál
Um áramótin 1999/2000 voru starfandi
skipstjórnarmenn í FSK 214 og skiptast
eftir greinum sem hér segir: Farmenn 91,
ferjumenn 14, fiskimenn 85 og varð-
skipsmenn 24. Þar sem ekki eru til sam-
anburðartölur um þann fjölda félaga sem
voru í starfi hjá Hafþóri og Kára árið
1999 er ekki hægt að gera grein fyrir
breytingum í fjölda starfandi fiskimanna
innan FSK á milli ára, en innan far-
manna, ferjumanna og varðskipsmanna
hefur orðið fækkun um 14 starfandi
skipstjórnarmenn milli ára. Hér er þó
ekki allt sem sýnist þar sem nú eru s.k.
lausamenn í afleysingum, sem áður voru
skráðir starfandi, ekki taldir með. Á ár-
inu komu tveir skipstjórar á Hríseyjar-
ferjunni Sævari inn í FSK og fer félagið
nú með fullt samningsumboð fyrir þá.
Einnig var við samningsgerðina við
samninganefnd ríkisins óskað eftir þeirri
breytingu á samningnum að hann tæki
til skipstjórnarmanna hjá Landhelgis-
gæslunni, en ekki eingöngu á varðskip-
um rlkisins eins og áður var, þannig að
hann tæki líka til skipstjórnarmannanna
sem eru í sjómælingadeild stofnunarinn-
ar.
Menntunarmál
Eins og flestum er kunnugt komst ís-
land inn á svokallaðan Hvítlista hjá Al-
Ingvi R. Einarsson og Eiríkur Jónsson stjórn-
armenn.
Árið 2000 var fyrsta starfsár Félags ís-
lenskra skipstjórnarmanna eftir stofnun
þess 12. ágúst 2000. Hefur starfsemin að
mestu helgast kjaramálum félaganna og
voru þrennir kjarasamningar til lykta
leiddir á timabilinu þ.e. vegna skip-
stjórnarmanna á farskipum í nóvember
s.l, hjá Landhelgisgæslu í mars s.l. og á
Hríseyjarferjunni Sævari nú í apríl, en
það er sérstakur samningur. Annað meg-
in verkefni ársins var að vinna að málum
sem sameining þeirra félaga sem nú
mynda FSK hafa haft í för með sér.
Stjórnin hélt 6 stjórnarfundi frá stofn-
un og voru mörg mál rædd og afgreidd
sérstaklega á þessum fundum, auk al-
mennra afgreiðslu- og framkvæmdamála.
48 - Sjómannablaðið Víkingur