Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 43
útlendingar eigi í útgerð hér sé því minni en menn hafa haldið. En hvers vegna hafa þeir þá ekki notfært sér þessa mögu- leika? Sumir sem tala fyrir eignaraðild útlendinga tala um að það verði að ríkja gagnkvæmni og íslensk fyrirtæki séu að gera út í öðrum löndum. Því verði að hleypa útlendingum inn hér. Það er ekki nokkur ástæða til þess. Útlendingar hafa sóst eftir því að fá íslendinga til liðs við sig við útgerð erlendis en ekki orðað það að koma með peninga hingað. Það er tóm vitleysa að halda því fram að við get- um ekki vænst þess að aðrir taki okkur opnurn örmum af því að við viljum þá ekki hingað. Ég tel ekkert liggja á því að reyna að fá útlendinga inn í útgerð hér. Fyrst þurfum við að koma meiri festu á málin hér heima. Útlendingar hafa ekk- ert inn í þetta að gera. Það er talað um að úllendingar vilji ekki festa fé á íslandi af því við séum með lélega krónu, ótryggan gjaldmiðil. Það er út í hött að halda að útlendingar vilji festa fé í sjávar- útvegi í þeirri óvissu sem þar ríkir. Við þurfum heldur ekki á þeim að halda. Það er nóg af íslendingum sem vilja festa fé í þessum rekstri. Að vísu hefur áhuginn heldur dvínað vegna dráttar á því að koma meiri festu á skipan fiskveiði- stjórnunar.” Verkfallsrétturinn er úreltur Viðtalið fór fram í aðdraganda lagasetn- ingar d verkfall sjómanna. Ární var spurð- ur hvort hann væri sáttur við að leysa deil- una með lögum. Hann sagði það sorglegt að sjómenn og útvegsmenn vœru búnir að standa í linnulitlum deilum í áratug. „Mér finnst þessi ágreiningur um á- kvörðun fiskverðs hafa verið vandræða- mál til margra ára. Ég kom ekki inn í sjávarútveginn fyrr en 1988 og þekki ekki alla forsöguna. Mér sýnist, að í upp- hafi hafi verið illa staðið að ákvæðum kjarasamninga um, hvernig verðmeta skyldi fisk í svokölluðum beinum við- skiptum, og á niðurlægjandi hátt fyrir sjómenn. Eins og viðskiptum á markaði er háttað og staðreyndum um hvers kon- ar fiskur fer á markað og hvað gert er við hann er ég ekki sáttur við að miða hlut sjómanna við markaðsverð. Hins vegar finnst mér koma til greina að náð yrði samkomulagi um grundvallarverð á ein- stökum tegundum sem tæki svo breyt- ingum í hátt við breytingar sem verða á markaðsverði afurða erlendis. Eða þá að gjörbreyta launakerfi sjómanna. Borga þeim hátt fastakaup sem munaði um og síðan hlutdeild í rekstrarafkomu fyrir- tækisins. Svo er uppi krafa um að allur fiskur skuli fara á markað. Slíkt fellur mér ekki í geð. Þá sé ég fyrir mér að sömu aðilarnir gælu verið að selja á grundvelli væntinga sama fiskinn til neytenda erlendis án þess að vita hver af öðrum. Þetta held ég að gangi ekki upp. Nútimalegt sjávarútvegsfyrirtæki er og á að geta verið uppbyggt þannig, að veið- um og vinnslu sé stjórnað í þágu lang- tímasamninga, sem gerðir hafa verið við vandláta erlenda kaupendur. Það er eng- inn staður fyrir ferskfiskmarkað í þeirri mynd. Ágreiningur deiluaðila í þessu verkfalli er dapurlegur. Og þótt þeir nái samningum þurfa þeir að að byrja strax að tala saman aftur, löngu áður en samn- ingar renna út. Það er hins vegar skoðun mín að verk- fallsrétturinn sé orðinn úreltur eins og hann viðgengst núna. Mér finnst að því eigi að vera takmörk sett hversu lengi hvert stéttarfélag megi vera í verkfalli áður en komi til þess að málið fari í gerðardóm sanngjarnra aðila. Tíminn sem menn mega vera í verkfalli á að vera mismunandi langur. Svo ég nefni dæmi af handahófi; fyrir kennarar kannski ein vika, fyrir starfsfólk í millilandaflugi ekki einn dagur og hjá sjómönnum einn mán- uður. Menn geta sagt upp starfi ef þeir una ekki sínum kjörum og valið sér at- vinnugrein eftir því hver kjörin eru, en ekki haldið störfum frá öðrum, störfum sem þjóðin á allt undir. Þetta er nú mitt grundvallarsjónarmið, svo ég hneyksli þig svolítið. En ég undirstrika að ég vil gera öllum stéttum jafnt undir höfði í þessum efnurn þó að sá tíma sem ]rær megi vera í verkfalli sé mismunandi lang- ur,” sagði Árni Vilhjálmsson. □ og lipur viðgerðarþjónusta A TurboService STANADYNE 3 DENSO FRAMTAK blossi Drangahrauni l-lb Hafnarfjörður Sími: 555 6030 • Fax: 555 6035 • VELAVIÐGERÐIR II uriiseryice JQdinamicoil • RENNISMIÐI • PLOTUSMIÐI • TURBINUVIÐGERÐIR PUMPS ITUR • DISILSTILLINGAR « SOLU- OG MARKAÐSDEILD » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » GÁMAVIÐGERÐIR OG SMIÐJA ,MTAK mSSMMT VELA‘ OG SKIPAÞJONUSTA Drangahrauni l-lb Hafnarfjörður Sími: 565 2556 • Fax: 565 2956 Sjómannablaðið Víkingur - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.