Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 34
Það voru mikil liímamót í líjí Hrafns þegar Guðbjörgin kom.
i
i
með skipsfélagana af Stíganda ÓF, en
Stfgandi hvarf árið 1967 og ekkert spurð-
ist til áhafnarinnar í nokkra daga. Mikil
leit fór fram en það var Snæuglan frá
Reyðarfirði sem fann áhöfnina á Stíganda
í björgunarbátnum. Guðbjörg tók áhöfn-
ina um borð við Langanesið.
Skaut ísbjörn við Grímsey
Eftir rúman áratug á Guðbjörgu ákvað
Hjónin Lilja Kristinsdóttir og Hrafn Ragnarsson.
Hrafn að breyta til. Hann keypti Arnar
ÓF 3 ásamt öðrum upp úr 1970. „Ég á-
kvað að skipta um, hætta á Guðbjörgu
og tók við Arnari ÓF 3. Ég var sem sagt
bæði skipstjóri og eigandi. Pað er auð-
vitað alltaf erfitt að vera í útgerð og mikil
áhætta þegar maður ber ábyrgð á rekstr-
inum líka. En þetta gekk alveg ljómandi
vel.”
Eitt atvik frá árinu 1975 situr ofarlega í
minningunni, en þá skaut Hrafn ísbjörn
skammt frá Grímsey. „Ég sá hann á
sundi. Margir lágu mér á hálsi fyrir að
drepa hann, nema kellingarnir í Grímsey,
en þetta kvikindi stefndi þangað. Það var
enginn ís í augsýn, þetta var í júní, og
það var augljóst að bjössi ætlaði sér út 1
eyna. Það er aldrei að vita hvað hefði get-
að gerst.”
Annað atvik rifjar Hrafn upp, þegar
þeir á Arnari björguðu áhöfninni á Guð-
mundi Ólafssyni frá Ólafsfirði, en hann »
fórst í febrúar 1979. „Við vorum á land-
leið út af veðrinu, ekki hægt að draga, og
þá byrjum við að sigla fram á belgi og »
alls konar drasl. Svo sáum gúmmíbát, all-
an rifinn. Þar voru mennirnir af Guð-
mundi Ólafssyni. Þeir voru orðinir kaldir
og þrekaðir. En það vantaði einn mann.
Við fundum líkið stuttu síðar úl af Héð-
insfirði. Fleiri bátar voru þá komnir til
að leita.”
Skuldasöfnun í kvótakerfi
Árin liðu hratt. Börnin uxu úr grasi,
34 - Sjómannablaðið Víkingur