Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 22
Alþjóða rannsóknarstofnun far-
manna, Seafarers’ International Res-
earsch Center, SIRC, lauk fyrir
skömmu skýrslugerð fyrir Alþjóða
siglingamálastofnunina, IMO, um
eðli og umfang á fölskum atvinnu-
skírteinum farmanna víðs vegar
um heim. Vandamálið er vel
þekkt en ekki hafa legið fyrir upp-
lýsingar um hversu víðtækt það er.
Könnun SIRC byggði á úrtaki sem
náði til 52 stjórnsýsluaðila er
tengjast kaupskipageiranum.
Könnunin leiddi í ljós 12.653 fölsk
atvinnuskírteini farmanna, sem
SIRC telur vera aðeins toppurinn á
ísjakanum. Stofnunin telur reynd-
ar að unr 80% skírteinanna séu
ólögleg sem tengjast ríkjum sem
bjóða upp á hentifána fyrir kaup-
skipaútgerðir og landa sem leggja
til mikinn fjölda farmanna á hin-
um alþjóðlega vinnumarkaði
kaupskipa undir hentifána.
Einnig hafa nokkur önnur lönd,
eins og Grikkland, Kýpur og Fil-
ippseyjar, hafið átak í að fækka
fölskum atvinnuskírteinum far-
manna.
Hvað ber að gera?
Það þarf ekki að koma á óvart
að ýmisskonar spilling þrífst í
mörgum þeirra ríkja sem bjóða
upp á hentifána fyrir kaupskipaút-
gerðir. Spilling og glæpastarfsemi
verður sennileg seint upprætt í
þessum ríkjum og þess vegna má
reikna með að töluverður fjöldi af
fölskum atvinnuskírteinum far-
manna verði í umferð næstu árin.
Jafnvel má búast við því að þeim
fjölgi þar sem fyrir liggur að háset-
ar á kaupskipum sýni með skír-
teini að þeir uppfylli ákvæði um
starfsþjálfun samkvæmt STCW-95
samþykktarinnar. Þessi ákvæði
samþykktarinnar þarf að uppfylla í
janúar 2002.
Falskur stýrimaður: David Cockroft, framkvæmdastjóri ITF,
i stýrimannsbúning með atvinnuskírteini yfirstýrimanns útgefíð
af siglingamálayfirvöldum í Panama. David hefur aldrei starfað
til sjós.
Hvað er falskt skírteini?
Hugtakið „falskt skírteini” hefur
nokkuð víða merkingu. Merking-
in nær til eftirfarandi skýringa:
* Með rangri upplýsingagjöf um
aldur, próf, þjálfun o.íf. er hægt að
verða sér út um skírteini gefið út af
löglegum aðilum.
* Ólögleg sala/útgáfa skírteina spilltra
starfsmanna siglingamálayfirvalda.
* Fölsun skírteina.
* Útgáfa skírteina af aðila sem sér um
starfsþjálfun farmanna, en uppfyllir
ekki kröfur sem gerðar eru samkvæmt
alþjóðastaðli STCW-95.
Auðveldur leikur
Til að sannreyna og fylgja eftir skýrslu
SIRC, varð David Cockroft, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðasambands flutn-
ingaverkamanna, ITF, sér úti um at-
vinnuskírteini yfirstýrimanns ásamt sjó-
ferðabók útgefna af siglingamálayfirvöld-
um í Panama. Pakkinn kostaði að vísu
milli 4.000 og 5.000 Bandaríkjadollara,
en fyrirhöfnin var ekki mikil. Til upplýs-
inga má geta þess að David Cockroft hef-
ur aldrei starfað til sjós.
ITF hélt blaðamannafund um skírtein-
ismál Davids í mars síðastliðinn. Fundur-
inn vakti mikla athygli og hefur leitt til
vandræða fyrir stjórnvöld í Panama, sem
hefur leyst frá störfum fjölda starfsmanna
sem störfuðu við útgáfu skírteina á veg-
um siglingamálayfirvalda þar í landi.
Bent hefur verið á ýmsar leiðir
til þess að fækka fölskum skírtein-
um. Sú leið sem er hvað athyglis-
verðust er sú að IMO komi sér
upp miðlægum gagnagrunni um
opinbera útgáfu atvinnuskírteina
farmanna um allan heirn sem tengja má
síðan við ríkishafnar eftirliti. Með þessu
móti verður hægt að fækka fölsuðum
skírteinum, en það kemur ekki í veg fyrir
útgáfu skírteina, af þar til bærum aðil-
um, á fölskum forsendum. Til að leysa
það vandamál þarf að herða eftirlit og
vanda vinnubrögð við útgáfuna. Og ekki
síður þurfa kaupskipaútgerðir og samtök
farmanna að láta til sín taka í þessu
máli.
Heimildir:
Fraudulent Certificates, ITF, maí 2001.
Sjooffiseren, nr. 4, 2001.
Benediht Valsson tók saman □.
22 - Sjómannablaðið Víkingui