Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 55
daglegu tali, einkum kannski í gælunöfn- um, eins og Guggan fyrir Guðbjörgina á ísafirði. Ef mannanöfnin í skipanöfnum eru borin saman við tíðni mannanafna ann- ars kemur í ljós að fylgni er ekki þar á rnilli. T.d. eru nöfnin Sigríður og Einar, sem bæði eru algeng mannanöfn ekki til sem skipanöfn 1996. Áberandi meðal skipanafnanna eru for- liðirnir Haf- og Sæ-, Hafbjörg, Hafdís, Hafrún, Hafsteinn og Hafþór og Sæbjörg, Sæbjörn, Sæborg, Sædís, Særún, Sævar og Sæþór. Líka má nefna forliðinn Mar-, t.d. Mardís, Mardöll, Margrét og Maron. E.t.v. eru líka síðari liðir með -björg al- gengari en gengur og gerist. Erlend nöfn koma líka fyrir eins og Bergkvist, en einnig Fióna, Lúna, Lysistrada, Madam Úrsúlei og Pía sem ekki hafa verið borin af íslendingum. Ýmis þessara nafna sem skip bera eru frekar sjaldgæf sem mannanöfn, eins og Uggi og Ugla, Þjóðólfur, Æsa og Ösp en þó held ég að það eigi frekar við unt bátanöfnin. Það nafn sem flest skip bera er Arnar sem hefur 6 nafnbera en nöfnin Baldur, Hafdís, Hrönn, Svanur, Sædís og Þor- steinn hafa öll 5 nafnbera rneðal skipa. Ekkerl skip heitir Kristín en hins vegar 12 bátar. Stundum dettur manni í hug að skipa- nöfn en þó líklega fremur báta hafi síðar orðið mannanöfn, t.d. Nökkvi. Þegar litið er á bátanöfnin 1996, er líka áberandi hversu yfirgnæfandi fjöldi þeirra er mannanöfn. Af ca 818 nöfnum sem íslenskir bátar bera eru 418 manna- nöfn, bæði karla og kvenna, og eru karlanöfnin um 55% og kvennanöfnin 45% af þeim. Oft heitir bátur tveirn nöfn- um, Anna Lára, Elsa Rún og Sigrún Ásta, eða Árni Valur, Guðmundur Gísli og Sig- urður Helgi. Oft fylgja föðurnöfn manna- nöfnunum, eins og t.d. Aðalsteinn Hann- esson og Gyða Jónsdóttir en aðeins eitt ættarnafn, Loftur Breiðfjörð. Þau eru hinsvegar fleiri á stærri skipum. Stund- um eru menn kenndir við stað með for- setningarlið, t.d. Bergur á Jaðri, Erlendur á Lálrum, en það virðist ekki gilda urn kvennanöfn. Stundunr eru skip kennd með lýsingarorðseinkunn, t.d. Bergur gamli, Hróðgeir hvíti (sem var söguleg persóna), Jónas feiti, Ólöf ríka (sem var söguleg persóna). Eignarföll eftirnafna eru líka tíðkuð eins og gerist í mællu máli, ekki síst í sjávarþorpum, t.d. Anna Ólafs, Árni Páls og Helga Jóns. Stytt eftirnafn kernur líka fyrir, eins og t.d. Birna Ben (= Benedikts- dóttir?), Gísli Hjalta (= Hjaltason), Jón Sör (= Sörensson?), Pétur Konn (= Kon- ráðsson?). Nokkur ættarnöfn eru ein bátanöfn, Bjarnar, Eyfjörð, Jensen og Ól- sen. Flest eru nöfnin íslensk en þó eru nokkur erlend bátanöfn, Donna, Entilý, Emma, Ingeborg, Kastró, Patton og Percý. Sum nöfn eru nöfn ásamt viðurnefni eða starfsheiti, t.d. Díana prinsessa, Hannes lóðs. Nokkur nöfnin eru í ákveðinni mynd, t.d. Báran, Björgin, Björninn, Jarlinn, Liljan, Siljan, Svalan. Sérstaklega má nefna, að algeng eru nöfn sem hefjast á Haf- en þó einkum Sæ-. Þannig eru nöfnin Hafbjörg, Hafdís (12 bátar), Hafey, Hafliði, Hafrún (9), Hafsteinn og Hafþór. Sæ-nöfnin eru: Sæ- berg, Sæbjörg, Sæbjörn, Sædís (12), Sæ- finnur, Sælaug, Sæný, Særós, Særún, Sæ- unn, Sævaldur, Sær og Sæþór. Örnefnaflokkurinn 2. stærsti flokkur skipanafna er ör- nefnaflokkurinn. Þau skipanöfn eru 120 sem með vissu er hægt að segja að séu örnefni. Það er að vísu erfitl að segja um • sum nöfnin sem gætu verið örnefni, hvort þau eru það eða ekki. Ég hef sett í sérstakan flokk nöfn sem ég kalla “gervi- örnefni” og kem ég að þeim síðar. Ör- nefnin eru af ýmsu tagi. Skipafélögin hafa haft ákveðna eftirliði nafna í nöfn- um skipa sinna, s.s. -foss hjá Eimskipafé- laginu, -fell hjá Skipadeild SÍS, -jökull eða -á o.s.frv. Nokkur fjöldi skipanafna eða 190 lalsins er skráður sem sérleyf- isnöfn. Siglingamálastjóri hefur veitl sér- leyfi á skipanöfnum skv. lögum frá 1970. T.d. eru nöfn varðskipanna skráð sem eign Landhelgisgæslunnar og nöfn skipa Hafrannsóknastofnunar, auk þess nöfn Eimskipa. Ýmis skip skipafélaganna hafa verið skráð erlendis, t.d. Dettifoss i Limasol, svo að þau voru ekki á ís- lenskri skipaskrá 1996 og falla því ekki undir þessa athugun. Brúarfoss, Laxfoss og Hofsjökull voru þó enn á skrá 1996. Togararnir hafa einnig verið nteð á- kveðna siðari liði eftir útgerðarfyrirtækj- um, eins og -bakarnir á Akureyri, þar sem aðeins Kaldbakur er örnefni en hin eru líklega tilbúin, s.s. Harðbakur og Svalbakur. Nokkur skip hafa -röst að síð- ari lið, t.d. Húnaröst. En röst gæti hugs- anlega merkt skip eins og í fornmáli. Nokkur norðlensk skipanöfn af þessu lagi hafa ákveðinn greini í nafninu: Ak- ureyrin, Hjalteyrin, Hríseyjan og Oddeyr- in. Áberandi eru eyjaheiti sem skipanöfn en annars er ekki hægt að sjá sérstaka tegund örnefna fremur en aðra. Oft eru samt nöfn á fjöllum, dröngum, klettum, lindum og þess háttar algeng. Greinilegt er að örnefni eru hlutfallslega mun fleiri sem skipaheiti en senr bálaheiti, af hvaða ástæðum sem það er. Ein ástæðan gæli verið sú að stærri útgerðir gefa skipunr sínum samræmd nöfn eins og áður er vikið að. Eitt erlent staðarheiti er skipsnafn, Álaborg. Nöfnin Árvík og Stakkur eru hvort um sig borið af 3 skipum, en yfirleitt er hvert nafn af þessu tagi borið af aðeins einu skipi. Örnefni eru 5. stærsti flokkur báta- nafna. Þau eru urn 72 talsins eftir því sem ég hef komist næst. Erfitt er að ganga úr skugga um hvort örnefni er lil eða ekki. Örnefnin sem ég hef fundið eru þessi: Akurey, Arnarberg, Ás, Ásberg, Ásborg, Blakkur, Blátindur, Bæjarfell, Digranes, Dímon, Drangavík, Dritvík, Ernir, Eskey, Fagravík, Fagurey, Fiskines, Glettingur, Grótta, Goðaborg, Hanrar, Helguvík, Hít- ará, Hjallanes, Hjarðarnes, Hnefill, Hólmi, Hólmur, Hrísey, Hvítá, Kambanes, Kambur, Klakkur, Klukkutindur, Kneif- arnes, Kotey, Krosssteinn, Krosstindur, Kögur, Litlafell, Litlanes, Litlitindur, Lundey, Lyngey, Mávanes, Mónes, Múli, Nóney, Núpur, Sandvík, Seila, Seley, Skálanes, Skáley, Skógey, Skúlaskeið, Snæfell, Stakkavík, Stakkur, Stapavík, Stapi, Stekkjarvík, Straumur, Sunnutind- ur, Sæberg, Sænes, Tindur, Vaktarey, Valavík, Ystiklettur, Þjótandi, Æðey. Sum þessara nafna eru líka til sem mannsnafn, t.d. Ás, Ásberg, Ásborg, Ern- ir og Múli, og eitt sem hestsnafn, Blakk- ur. Örnefni eru tiltölulega fátíðari sem bátanöfn en nöfn á skipum af hvaða á- stæðum sem það er. Ekkert þeirra virðist hafa ákveðinn greini í nafninu. Nafnið Dímon bera 4 bátar en þaðan af færri bera hvert nafn. Nöfn hesta fleiri en nöfn á hryss- um 3. stærsti flokkur skipanafna er hesta- nöfn, 69 nöfn. Það er í sjálfu sér ekki að undra. Snorri spyr í Eddu sinni: “Hvern- ig skal kenna skip? Svá, at kalla hest eða dýr eða skíð sækonunga eða sævar eða skipreiða eða veðrs. Báru fákr, sem Horn- klofi kvað...” o.s.frv. (íslendingasagnaút- gáfan, 192). í bókinni Hrímfaxa hefur Hermann Pálsson tekið saman íslensk hestanöfn og kennir þar margra grasa. Ýmis nöfn hesta eru ekki sérstaklega ein- kennandi hestanöfn, en t.d. eru nöfn úr norrænni goðafræði, Hrungnir og Mjöln- ir eða hryssunafnið Busla, sem líka er nafn á tröllkonu, nafnið Nornin eða Ven- us, svo að nokkur dærni séu tekin. Þrátt fyrir þetta hef ég látið skrá Her- manns hafa forgang fratn yfir annað. Nöfn hesta eru fleiri en nöfn á hryssum. Hér verða gefin tæmandi dæmi um hestanöfnin: Hestar: Andvari, Asi, Blíðfari, Bresi, Brettingur, Brirnir, Byr, Dagfari, Draumur, Farsæll, Faxi, Fengur, Freyfaxi, Fönix, Gandi, Garpur, Garri, Gjafar, Glaður, Glófaxi, Gullfaxi, Gulltoppur, Gullver, Gyllir, Haki, Hrungnir, Jaki, Júpíter, Jöf- ur, Jötunn, Klaki, Knörrinn, Kyndill, Sjómannablaðið Víkingur - 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.