Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 8
Verkfall sjómanna
Dulbúin krafa um lækkun
á launum
Krafa útgerðarmanna um „mönnunar-
mál” er hvort tveggja í senn, tilraun til
að beina athyglinni frá verðmyndunar-
málunum, sem eru kjarni deilunnar, og
lítt dulbúin krafa um lækkun á skipta-
hlutfalli. Sjómenn eru tilbúnir til að taka
á þeim vanda sem kann að vera til staðar
en það dugar útgerðarmönnum ekki.
Skiptahlutfallið var lækkað 1976 vegna
tæknibreytinga og raunfækkun í áhöfn
varð að mestu fyrir 1980 án þess að
mönnunartölum í samningum hafi verið
breytt. Útgerðarmenn hafa því þegar
hagnast á raunfækkun í áhöfnum en vilja
samt sem áður lækka skiptahlutfallið
enn.
Afmæli „sjómannadeilunnar”
„Sjómannadeilan” svokallaða er 10 ára
í ár. Allt frá því þess fór að verða vart
fyrir alvöru um 1991 að sjómenn væru
látnir taka þátt í kvótakaupum útgerða
með því að draga kaupverð kvóta frá
aflaverðmæti og þar með þeim grunni
sem hlutur sjómanna reiknast af, hefur
nær öll orka samtaka sjómanna farið í að
berjast gegn þessari lögleysu og brotum
gegn kjörum og réttindum sjómanna. Þar
sem um er að ræða sjálfan grunninn að
kjörum sjómanna hafa mörg önnur brýn
hagsmunamál því miður horfið i skugg-
ann.
10 ára afmælið er ekkert fagnaðarefni
fyrir sjómenn sem hafa ítrekað reynt að
fá fram leiðréttingar og tryggja eðlilega
verðmyndun sjávarafla. Stjórnvöld hafa
líka ítrekað gripið inn í þessa langvinnu
deilu með aðgerðum sem hafa átt að
leysa þennan almennt viðurkennda
vanda. En allt hefur komið fyrir ekki. Út-
gerðarmenn hafa fóstrað krógann af
kostgæfni og við hæfi að óska þeim til
hamingju með afmælið.
Örstutt „æviágrip”
1991: Þess verður vart að sjómenn eru
í auknum mæli látnir taka þátt í kvóta-
kaupum útgerðar. Slíkt er bæði skýlaust
lögbrot og mikil kjaraskerðing.
1992: Sjómenn semja í samfloti með
öðrum og þá er sett inn bókun um að
sjómenn skuli ekki látnir taka þátt í
kvótakaupum.
1994: Eftir að hafa verið með lausa
samninga frá því 1. mars 1993 boða sjó-
menn til verkfalls 1. janúar 1994. 14.
janúar er verkfallið stöðvað með lögum
frá Alþingi. Með lögunum var einnig
stofnuð samstarfsnefnd deiluaðila sem
skyldi skoða verðmyndunina en nefndin
hafði engin tæki til að grípa inn í þar
sem vandinn blasti við.
1995: Samningar undirritaðir eftir að
hafa verið lausir í heilt ár. Verðmyndar-
málin enn kjarni deilunnar og vandinn
þykir það alvarlegur að sett voru lög um
úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðar-
manna sem áttu að leysa úr ágreiningi
um verðmyndun.
1998: Sigið hafði verulega á ógæfu-
hliðina í verðmyndunarmálunum og eftir
að sjómenn höfðu verið samningslausir í
meira en ár boða þeir loks til verkfalls.
Sett voru lög á verkfallið 1998 og enn
var verðmyndunarvandinn viðurkenndur
sem kjarni deilunnar. Úrskurðarnefndin
skyldi styrkt með Verðlagsstofu skipta-
verðs, óháðs aðila sem skyldi afla upplýs-
inga og birta.
2000: Samningar sjómanna renna út
15. febrúar. Opinberar upplýsingar frá
Verðlagsstofu skiptaverðs sýna að mun-
urinn á aflaverðmæti í beinum viðskipt-
um og markaðsverði fer enn vaxandi.
Sjómenn reyna ítrekað að fá útgerðar-
menn til viðræðna um kjarna deilunnar
en án árangurs.
2001: Sjómenn grípa enn til þess
neyðarúrræðis að boða til verkfalls til að
knýja útgerðarmenn til að taka á verð-
myndunarmálunum og öðrum kröfum
þeirra. Eftir að viðræður hefjast að nýju
eftir lögbundið hlé á verkfalli halda út-
gerðarmenn upp á 10 ára afmæli „sjó-
mannadeilunnar” með því að slíta í
reynd samningaviðræðunum. Það gera
þeir með því að leggja fram „tilboð” sem
felur í sér að bætt skuli brotabrot af þeim
vanda sem hefur orðið til frá 1995. Hug-
mynd útgerðarmanna um „lausn” deil-
unnar felst í því að skilja verðmyndunar-
málin eftir í enn meiri vanda en þau voru
1995 þegar reynt var að ráðast að rótum
vanda sem þótti þá þegar svo alvarlegur
að gripið var til lagasetningar til að
freista þess að leysa hann.
Sjómenn hljóta að velta því fyrir sér
hvort útgerðarmenn vilji yfirhöfuð semja
um lausn þessa vanda meðan þeir kom-
ast upp með það óáreittir að auka hann
sífellt og hagnast á því sjálfir. Á meðan
sitja sjómenn samningslausir.
Hvað \arð um baráttu LÍÚ fyrir hœkkun fiskverðs?
Öðru yísi mér áður brá
H*ikun fiskverSs
m kÍTsta ,eiðin
s/ávÖ bæta sfoðu
sjavarútvegsiös
'nianjj
Viðtal við I.'. ■ .,
/ajj i»
' IL,SnarsSOn foj,
Sú var tíðin að
útgerðarmenn jafnt sem sjómenn lögðu
áherslu á að fá sem hæst verð fyrir
fiskinn. í október 1974 sagði Kristján
Ragnarsson formaður LÍÚ meðal ann-
ars í viðtali við Sjómannablaðið Víking:
„Fiskverð hækkaði um 11%, sem
bæði kemur til góða fyrir útgerðina og
sjómennina. Við teljum þessa hækkun
þó of litla, því staða útgerðarinnar er
með því veikasta sem hún hefur
nokkru sinni verið og tekjur sjómanna,
sérstaklega á minni bátunum, þyrftu að
vera hærri.” í viðtalinu segir Kristján
einnig að eðlilegasta leiðin til að skapa
útgerðinni grundvöll sé með fiskverð-
inu.
I viðskiptum er reglan sú að seljend-
ur keppast við að fá sem hæst verð fyr-
ir vörur sínar. Það hljómar því sem
örgustu öfugmæli þegar íslenskir út-
gerðarmenn beita öllum ráðum til þess
að halda fiskverði niðri og skirrast ekki
við að halda flotanum bundnum við
bryggju vikum saman til að koma í veg
Ll.O.
fyrir að eðlileg
verðmyndun eigi sér stað á fiski. En
skýringin er auðvitað sú að hluti út-
gerðarmanna býr til falskt fiskverð
langt undir markaðsverði í þeim til-
gangi einum að koma í veg fyrir að sjó-
menn fái í sinn hlut það sem þeim ber
af andvirði aflans. Meðan fiskverð var
ákveðið “að ofan” stóðu útgerðarmenn
og sjómenn saman að kröfum um
hækkun fiskverðs. Það kom „til góða
fyrir útgerðina og sjómennina,11 eins og
Kristján Ragnarsson orðaði það í fyrr-
nefndu viðtali og hafði áhyggjur af því
að sjómenn hefðu ekki nógu góðar
tekjur. Nú þegar fiskverðið er frjálst
þykir útgerðarmönnum við hæfi að á-
kveða einhliða verð til sjómanna hvar
sem því verður viðkomið. Helst er á
þeim að skilja að rétt fiskverð muni
kippa grundvellinum undan útgerð í
landinu! Öðru vísi mér áður brá, eins
og þar stendur.
8 - Sjómannablaðið Víkingur