Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 32
Tímamót þegar Guðbjörgin kom Á þessum árum var Einar Þveræringur, sem var 64 tonn, stærsta fleytan í firðin- um. Hrafn var á honum um tíma. „Fyrsta reynsla mín á sjó var þegar ég fór á trillu með Trausta Gestssyni, en fór þaðan yfir á Norðlending; var þá 15 ára. Nokkrir í áhöfninni voru frá Ólafsfirði. Norðlend- ingur var nýkominn í flota Ólafsfirðinga, kom frá Vestmannaeyjum.” -Hvernig var að fara af trillu yfir á tog- ara og það svona ungur? „Það var allt í lagi, maður þekkti svo sem ekki annað. En þetta var rnikil vinna, samt ágætt. Maður kvartaði ekki. En það voru ekki margir yngri en ég. Þarna var ég yfir sumarið, en fór í iðn- skólann um haustið og var í honum fram að áramótum og fór svo aftur um borð í Norðlending. Eftir það var ég á togurum héðan og þaðan, stimplaði mig aftur á Einar Þveræring þar til Guðbjörgin kom. Á þessum árum voru menn ekki endilega í föstum plássum, heldur flökkuðu frjáls- lega á milli.” Það voru mikil timamót í lífi Hrafns þegar Guðbjörgin kom, og raunar fyrir alla útgerð í Ólafsfirði. „Við náðum í Guðbjörgina árið 1959, var stýrimaður fyrstu árin, en Ólafur Jóakimsson var skipstjóri, þar til hann fór yfir á Sigur- björgu ÓF sem kom ný til bæjarins en þá varð ég skipstjóri á Guðbjörgu.” Það var engin glóra í þessu Hrafn segir að þetta hafi verið gott tíu ára tímabil. „Ég náði i eitt og hálft sumar af síldinni, svona rétt áður en hún hvarf endanlega. En það er skrítið til þess að hugsa að við fórum alla leið til Jan Majen á 100 tonna bát. Það var aldrei hugsað út í það, en það var auðvitað engin glóra í þessu, svona eftir á að hyggja. Við vorum að janfaði 10-11 i áhöfn. Fórum yfirleitt á vertíð suður, frá áramótum frant í miðj- an maí. Það liðu því oftast tveir-þrír mánuðir án þess að við kæmum heim. Já, ég er nokkuð ánægður með ferilinn, tel hann hafa verið farsælan, það gekk á- gætlega að fiska.” „Eitt af því sem mér finnst eftirtektar- vert og allt í lagi að minnast á er að þeg- ar sjómaður veiktist eða slasaðist hér i gamla daga þá var alltaf farið beinustu leið í land. Ég veit ekki hvað við vorum búnir að fara margar ferðir, og þegar við vorum fyrir Norðurlandi þá þýddi ekkert að fara inn til Ólafsfjarðar, því þetta var á þeim árum þegar enginn Múlavegur var kominn. Læknisaðstaðan í bænum var heldur ekki sérlega þróuð. Allir sem veiktust eða slösuðust eitthvað alvarlega voru sendir beinustu leið inn á Akureyri. Á veturnar var ekki um annað að ræða en sjóleiðina. Og þá var engin þyrla til að sækja veika eða slasaða sjómenn. Það er ótrúlega mikil breyting til hins betra.” Árið 1975 skaut Hrafn ísbjörn skammt frá Grímsey Skipstjórinn og útgerðarmaðurinn hampar „meðafla“ Frumstæð hafnaraðstaða Ein af stóru breytingunum frá þessum árurn segir Hrafn vera hafnaraðstöðuna. „Hér var hafnaraðstaðan mjög frumstæð. Við komum í land, lönduðum og forðuð- um okkur hið fyrsta inn á Akureyri og biðum þar til veðrinu slotaði. Hafnarað- staðan batnaði reyndar mikið þegar þver- bryggjan kom, en samt var þetta engan veginn nógu gott. Ólafsfjörður er auðvit- að opinn fyrir hafi frá náttúrunnar hendi, en aðstaðan á Dalvík var engu skárri og því þurftum við að fara alla leið inn á Akureyri. Það var daglegt brauð að flýja óveður, og það var ógurlega þreytandi. Áhöfnin fór reyndar ekki öll í þessar ferðir, oftast skipstjóri og stundum stýri- maður, og auðvitað vélstjóri. Svo biðum við auðvitað þar til veðrinu slotaði og þá var haldið heim á leið. Einu sinni var veðrið svo slæmt að við slóguðum í höfninni í heilan sólarhring. Fjörðurinn var algerlega ófær. Sæþór fór upp í sand. Við slóguðum hring eftir hring og sogið var slíkt að það var hreint með ólíkindum. En það hafðist stórslysa- laust af því að Guðbjörgin var svo lipur.” Veiðarnar voru þannig á Guðbjörgu að annað hvort var farið á línu á veturna eða á þeir voru á netum. „Og þá mátti veiða að vild. Menn reyndu auðvitað að koma með sem mestan afla að landi. Það voru þau ár,” segir Hrafn og dæsir, starir fram fyrir sig eins og hann sakni þeirrar gósentíðar þegar mátti veiða að vild. Það var áhöfnin á Guðbjörgu sem kont 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.