Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 72
Þjónustusíður I Sjóklœðagerð íslands hf. mun flytja í nýtt húsnœði í Garðabœ en gceðin verða söm og áður 66°N Sjóklæðagerðin hf. hefur tekið á- kvörðun um róttækar hagræðiaðgerðir og stefnir á sameiningu framleiðslunnar á einum stað. Hafist hefur verið handa um nýbyggingu að Miðhrauni 11 í Garðabæ. Þar er byggt 3.200 fermetra hús á tæplega átta þúsund fermetra lóð og verða rúm fyrir 75 bílastæði í þágu viðskiptavina. Þarna mun Sjóklæðagerð- in sameina allan rekstur sinn sem áfram verður rekinn á íslandi. Jafnframt á og rekur Sjóklæðagerðin verksmiðju í Lett- landi en allur fatnaður fyrirtækisins verður hannaður í hönnunardeild nýja hússins í Garðabæ. Framtíðaráform fyrir- tækisins eru áframhaldandi þróun á ís- lenskum fatnaði í samvinnu við íslenska sjómenn og aðra landsmenn. Þetta kom fram í viðtali sem Sjó- mannablaðið Víkingur átti við Þórarinn Elmar Jensen framkvæmdastjóra Sjó- klæðagerðarinnar. Hann býr yfir langri reynslu af þessari starfsemi þar sem hann byrjaði að vinna við sjófatnað fyrir 45 árum og hefur yfirgripsmikla þekkingu á öllu því er viðkemur framleiðslu á sjó- fatnaði og ytri fatnaði almennt. Sjóklæðagerðin hefur átt velgengni að fagna i rekstri sínum allt frá upphafi framleiðslu í sjófatagerð árið 1925, þegar það hóf rekstur sinn í bakhúsi við Lauga- veginn. Framleiðslan hefur verið í sam- felldri þróun á yfir 75 ára ferli en þó með nokkrum tilbrigðum. Fyrirtækið hefur verið undir sömu stjórn allt frá 1956 þegar Verksmiðjan Max hf. hóf fram- leiðslu sjó- og regnfatnaðar, sem síðan leiddi til kaupa á Sjóklæðagerð íslands hf. 1966. Vinsæll og viðurkenndur fatnaður Styrkur fyrirtækisins er meðal annars fólginn í fjölbreyttri framleiðslu sem hef- ur unnið sér öruggan sess í hugum neyt- enda og vegna þeirrar ímyndar sem fyrir- tækið og framleiðsla þess hefur skapað sér í gegnum tíðina. Mikil gæði fatnaðar- ins má rekja til kröfuharðra neytenda og þess návígis sem fyrirtækið hefur alltaf notið gagnvart markaðnum. Það er áberandi í rekstrarsögu fyrir- tækisins hversu fljótt það hefur lileinkað sér tækni og nýjungar í framleiðslu, bryddað upp á nýjungum í hönnun og yfirleitt haldið forskoti á aðra keppendur á innlenda markaðinum. Frumkvæði og viðbragðshraði hafa ávallt verið áberandi þáttur hjá fyrirlækinu. Mjög fjölbreytt frantleiðsla sem spannar vítt svið fataiðn- aðar hefur þróast innan fyrirtækisins og mun nú nýtast vel til nýrrar útrásar og nýrra markaða erlendis. Fjölbreyttir framleiðsluþættir Virkir framleiðsluþættir í fyrirtækinu gefa nú aukna möguleika til að hefja frekari útrás á erlenda markaði með framleiðslu fyrirtækisins í Lettlandi að bakhjarli þar sem nú er framleitt í sam- keppnishæfu umhverfi og samkeppnisað- staðan eins og best verður á kosið. Mark- miðið er auka framleiðslu, framleiðni með aukinni sölu á erlenda markaði jafn- framt því að styrkja og viðhalda mark- aðsstöðu fyrirtækisins hér innanlands. Framleiðsluþættir fyrirtækisins eru þessi: - Sjó- og regnfatnaður - Almennur kulda- og vinnufatnaður ásamt þjónustufatnaði fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. - Útivistarfatnaður í háum gæðaflokki úr öndunarefnum og öðrurn hágæðaefn- um. - „Plartech”-Fleec fatnaður fyrir alla aldurshópa. - Vinyl-glófinn sem samkvæmt nýleg- um rannsóknum er talinn sterkasti og endingarbesti Vinyl-glófinn á ntarkaðn- um. Hann hefur verið þróaður og fram- leiddur í meira en 40 ár fyrir íslenska sjómenn í náinni samvinnu við þá. - Flotvinnufalnaður sem er hátæknileg framleiðsla með mikla þróun að baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.