Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 72
Þjónustusíður I Sjóklœðagerð íslands hf. mun flytja í nýtt húsnœði í Garðabœ en gceðin verða söm og áður 66°N Sjóklæðagerðin hf. hefur tekið á- kvörðun um róttækar hagræðiaðgerðir og stefnir á sameiningu framleiðslunnar á einum stað. Hafist hefur verið handa um nýbyggingu að Miðhrauni 11 í Garðabæ. Þar er byggt 3.200 fermetra hús á tæplega átta þúsund fermetra lóð og verða rúm fyrir 75 bílastæði í þágu viðskiptavina. Þarna mun Sjóklæðagerð- in sameina allan rekstur sinn sem áfram verður rekinn á íslandi. Jafnframt á og rekur Sjóklæðagerðin verksmiðju í Lett- landi en allur fatnaður fyrirtækisins verður hannaður í hönnunardeild nýja hússins í Garðabæ. Framtíðaráform fyrir- tækisins eru áframhaldandi þróun á ís- lenskum fatnaði í samvinnu við íslenska sjómenn og aðra landsmenn. Þetta kom fram í viðtali sem Sjó- mannablaðið Víkingur átti við Þórarinn Elmar Jensen framkvæmdastjóra Sjó- klæðagerðarinnar. Hann býr yfir langri reynslu af þessari starfsemi þar sem hann byrjaði að vinna við sjófatnað fyrir 45 árum og hefur yfirgripsmikla þekkingu á öllu því er viðkemur framleiðslu á sjó- fatnaði og ytri fatnaði almennt. Sjóklæðagerðin hefur átt velgengni að fagna i rekstri sínum allt frá upphafi framleiðslu í sjófatagerð árið 1925, þegar það hóf rekstur sinn í bakhúsi við Lauga- veginn. Framleiðslan hefur verið í sam- felldri þróun á yfir 75 ára ferli en þó með nokkrum tilbrigðum. Fyrirtækið hefur verið undir sömu stjórn allt frá 1956 þegar Verksmiðjan Max hf. hóf fram- leiðslu sjó- og regnfatnaðar, sem síðan leiddi til kaupa á Sjóklæðagerð íslands hf. 1966. Vinsæll og viðurkenndur fatnaður Styrkur fyrirtækisins er meðal annars fólginn í fjölbreyttri framleiðslu sem hef- ur unnið sér öruggan sess í hugum neyt- enda og vegna þeirrar ímyndar sem fyrir- tækið og framleiðsla þess hefur skapað sér í gegnum tíðina. Mikil gæði fatnaðar- ins má rekja til kröfuharðra neytenda og þess návígis sem fyrirtækið hefur alltaf notið gagnvart markaðnum. Það er áberandi í rekstrarsögu fyrir- tækisins hversu fljótt það hefur lileinkað sér tækni og nýjungar í framleiðslu, bryddað upp á nýjungum í hönnun og yfirleitt haldið forskoti á aðra keppendur á innlenda markaðinum. Frumkvæði og viðbragðshraði hafa ávallt verið áberandi þáttur hjá fyrirlækinu. Mjög fjölbreytt frantleiðsla sem spannar vítt svið fataiðn- aðar hefur þróast innan fyrirtækisins og mun nú nýtast vel til nýrrar útrásar og nýrra markaða erlendis. Fjölbreyttir framleiðsluþættir Virkir framleiðsluþættir í fyrirtækinu gefa nú aukna möguleika til að hefja frekari útrás á erlenda markaði með framleiðslu fyrirtækisins í Lettlandi að bakhjarli þar sem nú er framleitt í sam- keppnishæfu umhverfi og samkeppnisað- staðan eins og best verður á kosið. Mark- miðið er auka framleiðslu, framleiðni með aukinni sölu á erlenda markaði jafn- framt því að styrkja og viðhalda mark- aðsstöðu fyrirtækisins hér innanlands. Framleiðsluþættir fyrirtækisins eru þessi: - Sjó- og regnfatnaður - Almennur kulda- og vinnufatnaður ásamt þjónustufatnaði fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. - Útivistarfatnaður í háum gæðaflokki úr öndunarefnum og öðrurn hágæðaefn- um. - „Plartech”-Fleec fatnaður fyrir alla aldurshópa. - Vinyl-glófinn sem samkvæmt nýleg- um rannsóknum er talinn sterkasti og endingarbesti Vinyl-glófinn á ntarkaðn- um. Hann hefur verið þróaður og fram- leiddur í meira en 40 ár fyrir íslenska sjómenn í náinni samvinnu við þá. - Flotvinnufalnaður sem er hátæknileg framleiðsla með mikla þróun að baki.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.