Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 60
Smásaga eftirj. Magnús Bjamason íslenskt Ég ætla að segja ykkur dálitla sögu frá Nýja-Skotlandi. Hún er samt ekkert glæsileg - ekkert „spennandi” ævintýri - og hefir engar meistaralegar lýsingar eða skáldleg tilþrif. En hún sýnir það að enn- þá eimir eftir af forníslensku þreki, hug- rekki og heljarkappi sem öllu bauð byrg- inn - jafnvel höfuðskepnunum sjálfum og sjálfum dauðanum. Því saga þessi er ofurlítið atvik eða atriði úr ævisögu ís- lensks manns sem í orðsins fyllstu merk- ingu var sannkallaður jötunn, heljar- menni og tröll að burðum. - Og hann er dáinn fyrir aðeins örfáum árum. Hann hét Hrómundur, þetta íslenska heljarmenni, Hrómundur Þórðarson. Hann var ættaður af Austfjörðum á ís- landi og fluttist til Ameríku árið 1875 með heilsulausa konu og sex börn - öll í ómegð - og settist að á austurströnd Nýja-Skotlands. Hann var þá kominn hátt á fimmtugsaldur. Þó ég sæi hann sjaldan, þá man ég þó betur eftir honum en nokkrum öðrum inér vandalausum manni sem ég kynntist í æsku. - Og nú vil ég gefa ykkur ofur- litla lýsingu af honum. Hann sýndist ekki svo mjög hár þegar hann stóð einhversstaðar einn sér, og þó var hann rúmar þrjár álnir á hæð. En gildleikinn dró úr hæðinni - svo þéttur var hann um herðar og bol. Ég sá hann í hópi háskoskra manna sem voru hærri en hann - en enginn þeirra var eins gild- vaxinn og kraftalegur. Ég sá hann líka með írskum mönnum sem virtust vera þreknari en hann - en enginn þeirra var eins gildvaxinn og kraftalegur, en það var af því að þeir voru feitari og ekki eins sívalvaxnir. Og hann var jafnan hold- skarpur maður. - Ég hef séð meiri herðar en hans, en aldrei breiðara bak og engan þykkvari undir hönd né bringubreiðari. Hálsinn var ákaflega digur, og fyrir þá sök sýndust herðarnar ekki eins breiðar. Oll liðamót hans voru mikil og vöðvarnir á handleggjum hans og fótleggjum fram- úrskarandi stórir, þéttir og harðir eins og grjót. Hendur hans voru ekki að sama skapi stórar, en þykkvar voru þær og sterklegar og með einlægum smá-örum og sprung- um sem sýndu að þær höfðu ekki ævin- lega verið aðgjörðalausar um dagana. í sjón var hann allt annað en fríður. Ennið var lágt með ótal hrukkum; auga- heljarmenni brýrnar loðnar, þungar og miklar - og næstum ægilegar - kjálkarnir langir og sterklegir; nefið fremur þunnt og hátt og ekki vel lagað. En augun lýstu því að hann var af norrænu bergi brotinn. Þau voru blá - himinblá - hörð, köld og nístandi. Það er sagt að karlmenn sem hafi slík augu og hans séu yfirleitt skylduræknir synir, góðir eiginmenn og bestu feður, vinir vina sinna og trygg- lyndir, en á hin bóginn jafnan óþjálir og þungir í skapi þegar eitthvað er gjört á hluta þeirra, og kunna þeir þá lítt að vægja. - Hrómundur hafði ljóst hár, ofur- lítið hrokkið í hnakkann. Á vöngum og höku hafði hann mikið, ljóst og ósélegt skegg sem sjaldan mun hafa verið greitt og lítil rækt við lögð. Og þegar hann þagði kreisti hann saman varirnar; og er sagt að það sé óbrigðull vottur um þag- mælsku og staðfestu. Hann var enginn verulegur vitmaður, enginn bókamaður og því síður lærður rnaður. En hann sýndi oft að hann hafði góðan forða af þeim hyggindum sem í hag koma, og hann var furðanlega út- sjónargóður og glöggur á ýmislegt. Þannig er þá mynd Hrómundar á fáum dráttum. Og þegar ég var drengur og las fornsögurnar íslensku, þá hugsaði ég oft til hans. Mér fannst ekki vera líkur Gunnari, né Gretti, né Skarphéðni; en ég hugsaði mér Egil Skallagrímsson líkan honum, ekki vegna vitsins og framtaks- seminnar hjá Agli, heldur vegna orkunn- ar, skapsins og hamremminnar - í þvi áttu þeir sammerkt. - Ég sá hann aldrei öðru vísi klæddan en í rauðum, stagbætt- um strigafötum sem fóru honum allt annað en vel því buxurnar voru of stutt- ar og stakkurinn of þröngur. En hann var líka langt frá því að vera það sem Ameríkumenn kalla „dude”. Hrómundur settist ekki að í íslensku nýlendunni í Nýja-Skotlandi, heldur tók hann sér bólfestu á lítilli og afar hrjóstugri eyju sem liggur fyrir utan vik þá er Spry Bay heitir. Eyja þessi er kölluð „Sailors'Woe” (sjómanna böl) og er tæp- ar hundrað ekrur á stærð. Að vestan er hún lág og sendin, en að austan rísa him- inháir klettar. Atlantshafið lemur þessa kletta árið um kring; og sjórinn er þar varla aldrei kyrr. - Þar er sífellt brimhljóð dag og nótt. Og mörg eru þau skip sem farist hafa við þá kletta og á skerjunum fyrir framan. - Þess vegna er eyjan kölluð „Sailors'Woe”. Þannig var sá bústaður sem Hrómund- ur valdi sér - einverulegur, eyðilegur og hrikalegur eins og hann sjálfur. Eyjan var alltof hrjóstug til þess að Hrómundur gæti framfleytt sér og fólki sínu á landbúnaði. Hún gaf honum „- steina fyrir brauð og höggorma fyrir fisk” ef svo mætti að orði komast. Þó hafði hann þar eina kú og fáeinar kindur. En til þess að geta lifað þar varð hann að sækja sjóinn - og sækja hann fast. Hann sótti jafnan á ystu mið á stóru tveggja manna fari og reri einn og reri mikinn eins og þeir Ingjaldur og Þorgeir í Vík. Og hefði mátt kveða um hann eins og Ib- sen um Þorgeir: Eitin kynlegur halur hærugrár í hólmanum ysta bjó, mjög hversdagsgœfui; en heldurfár og hafðist við mest á sjó; en vissi á illt varð yggld hans brá svo ógnaði sjónar-brík; menn kváðu hann tryllingsköst þaufá, og kljást ein nokkur vildi þá við Þorgeir sem var í Vtk. Svona hefði mátt kveða um Hrómund Þórðarson. Hrómundur flutti fisk sinn til kaup- túnsins í Spry Bay og seldi hann þar. Þar þótti hann maður með mönnum, og öll- um var vel til hans. Þar bjuggu írar og Skotar og þóttu afburðamenn miklir og sjógarpar hinir mestu. En fæstir þeirra hefðu kært sig um að reyna þol til þraut- ar við gamla Hrómund. Og hinum yngri mönnum þóttu ómjúk handtök hans þegar þeir tuskuðust við hann, og þó í gamni væri. - Þar bjuggur þeir O'Hara- bræður, O'Brians-frændur, Mc Isaacs- ntenn og Reids-menn; og þar bjó tröllið hann Donald Gaskell, einhver sá hraustasti maður í Austur-Kanada á sinni tíð. Karl sá var ekki vanur að lofa menn fyrir karlmennsku nerna eitthvað kvæði að þeim. en hann sagði það jafnan um Hrómund að hann væri „maður”, og það var mikið sagt því Donald kallaði ekki allt menn. Flestir menn, þó vel færir væru, voru í hans augum drengir eða jafnvel vesalingar. „Hann er maður, sá gamli íslendingur,” sagði sá jötunn - hann Donald Gaskell; 60 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.