Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 28
útgerðarmanna og sjómanna segja mér að þar sé nánast ekkert brottkast. Færey- ingar eru með sóknardagakerfi og þar hafa karlarnir bara ákveðna daga á ári sem þeir geta verið á sjó. Litið er á allan fisk sem aflað er sem verðmæti. Það er alveg sama hvaða rusl það er, ef svo má segja. Þeir koma með allt að landi og reyna að koma því í sem hæst verð. Það borgar sig ekki að henda fiski í sjóinn. Þeir vita hvað þeir eru að veiða og geta því stýrt veiðiálaginu, ef eitthvað er með mun markvissari hætti en við. Ég hef kynnt mér hvernig Færeyingar hafa stað- ið að sínum málum á undanförnum árum. Þeir hafa borið gæfu til að finna góðar lausnir á sínum málum. Færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið er miklu heil- að þetta væri ekki svo slæmt, en líklega er það verra en flesta grunaði. Stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og gerst sek um alvarleg afglöp með því að hafa látið þetta viðgangast. Allir vissu um brott- kastið og sjómenn hafa komið fram í við- tölum og sagt frá þessu án þess að lagt væri við hlustir. Mér finnst það líka á- kveðinn áfellisdómur yfir fiskifræðingum hjá Hafrannsóknarstofnuninni að þeir skuli ekki heldur hafa sagt neitt. Þeir hljóta að hafa haft grun um að hér er skekkjuvaldur á ferðinni. Menn áttu auð- vitað að setja hnefann í borðið fyrir löngu og krefjast þess að þessi mál yrðu könnuð til hlítar. Ef takast á að stýra veiðunum af einhverju viti í kvótakerfi þá er regla númer eitt, tvö og þrjú að Magnús Þór Hafsteinsson segir að það sé hœgt að stjónta veiðuin með skynsamlegum hætti án þess að einblína á einhver kvótakíló. brigðara, skynsamlegra og ábyrgara á all- an hátt heldur en okkar. Jorgen Niclasen sjávarútvegsráðherra þeirra segir mér, að þorskstofninn sé í vexti og þeirra sjávar- útvegur er rekinn með hagnaði. Afkoman er miklu betri en hér á landi.” - Þurfum við ekki líka að geta komið með allan afla að landi? „Að sjálfsögðu vildi maður sjá miklu betri tölur yfir stærð fiskistofna og af- komu greinarinnar. Ég held að sjávarút- vegsráðherra, hvort sem hann heitir Árni M. Mathiesen eða Þorsteinn Pálsson, hafi fyrir löngu átt að gera tilraun í eitt ár eða svo með það að leyfa mönnum að koma með allan afla að landi svo það væri hægt að korileggja brottkastvandann. Menn hafa ekki einu sinni verið viljugir til þess, hafa ekki viljað horfast í augu við þetta og þar af leiðandi ekki gert neitt í málinu. Brottkastið á íslandsmið- um er að mínu mati eitt stærsta hneyksl- ismál sem upp hefur komið í stuttri sögu þessa lýðveldis. Okkur var talin trú um „Þetta eru bara menn sem eru á brjáluðum flótta undan skuldum og taprekstri.” hafa vitneskju um hvað er drepið mikið af fiski. Við höfum ekki vitað það nógu vel fram að þessu. Því hafa þessi vísindi verið svo fálmkennd og skekkjur verið uppi, sérstaklega í botnfiski. I uppsjávar- veiðunum er þetta markvissara, svo sem í síld og loðnu, enda hefur gengið þokkalega vel þar því við vitum nokkurn veginn hvað við veiðum mikið og brotl- kast er mjög lítið. Brottkastið á sér fyrst og fremst stað við blandaðar veiðar á botnfiski, svo sem þorski, ýsu, karfa og ufsa.” Skekkjan heldur áfram - Er ástœða til, í Ijósi nýrra frétta utn á- stand þorskstofnsins, að óttast mikla niður- sveiflu i þorskveiðum? „Þú ert að taka þetta viðtal við mig núna í byrjun maí. Veiðiráðgjöfin verður lögð fram eftir mánuð. Nú þegar er full- trúi á vegum LÍÚ farinn að tala um að leiðrétta þurfi ofmat á þorskstofninum. Svipaður söngur og í fyrra. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en á þessari stundu þori ég að fullyrða að það verður ekki aukið við þorskkvótann. Mjög líklegt er hins vegar að það verið ráðlögð minnk- un. Niðurstöður úr togararallinu eru settar beint inn í reiknilíkön fiskifræð- inga út í Kaupmannahöfn hjá Alþjóða hafrannsóknarráðinu. Þar vega þau þungt í mati á núverandi ástandi stofns- ins og framtíðarhorfum. Þeir taka mark á þessum niðurstöðunr því að þeir verða að notast við þau vísindalegu gögn sem þeir hafa. Þeir munu bara koma blákalt með sína ráðgjöf byggða á þessum töl- um. Síðan er það okkar að fara eftir henni eða ekki en ég held að við neyð- umst til að fylgja ráðgjöfinni ef við ætl- um að reyna að halda andlitinu út á við sem ábyrg fiskiveiðiþjóð. Síðan hef ég rniklar áhyggjur af því hvað muni gerast á næstu árum þegar smáfiskur fer að flæða yfir miðin. Ég er viss um að það verður ekki búið að leysa þennan brottkastvanda. Það að fjölga eft- irlitsmönnum um tíu, gera einhverjar reglugerðarbreytingar og setja upp eftir- litsmyndavélar er bara brandari. Það eru fleiri hundruð skip á veiðum hringinn í kringum landið stóran hluta ársins. Menn halda ekki utan um þetta með ein- hverjum lögregluaðgerðum Það er ein- faldlega ekki hægt. Ég hef gríðarlega miklar áhyggur af því að menn fari að henda smáfiskinum beint í sjóinn. Skekkjan heldur áfram, vitleysan heldur áfram. Þessi þorskur sem við bíðum eftir að komi inn í veiðina og á að bera uppi stækkun í stofninum mun aldrei koma fram í takt við væniingar og stefnan er niður á við. Allt hagkerfið byggir á þess- um væntingum. Sjávarútvegsfyrirtækin gera sínar áætlanir varðandi kvótakaup og fjárfestingar í skipum og búnaði mið- að við ástandsskýrslur Hafrannsóknar- stofnunarinnar. Meðal annars þess vegna hafa fyrirtækin verið að skuldsetja sig svona rosalega. Þau hafa verið að gera út á þær væntingar að þorskstofninn stækki. En nú stækkar hann ekki og hvað þá?” - Er þá ekki vafasamt að aflareglan gangi upp undir þessum kringumstœðum? „Auðvitað er hún tórnt bull ef við vit- um ekki hvað stofninn er stór. Ég tala nú ekki um ef stofninn er ofmetinn og 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.