Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 56
;
ASKEU &
Hátt í helmingur allra
íslenskra skipanafna er mannanöfn.
Akurey fellur undir örnefnaflokkinn
sem er 2. stærsti flokkur skipanafna.
Leiftur, Léttir, Mjölnir, Móði, Neisti,
Rauður, Skeiðfaxi, Sleipnir, Snarfari,
Svali, Sæfari, Sæfaxi, Trölli, Tvistur,
Vestri, Vinur, Visir, Próttur, Þytur og
Öðlingur.
Hryssur: Busla mín, Dimmalimm, Eld-
ing, Gletta, Gola, Góa, Gæfa, Hvönn,
Lipurtá, Nornin, Skttta, Snotra, Snælda,
Stjarnan, Venus, Von, Æskan, Ör.
Sum nöfnin eru meiri hestanöfn en
önnur, nöfnin með -faxi og -toppur, Pyt-
ur og Öðlingur, og hryssurnar Gletta,
Snælda og Stjarna. Það skal nefnt hér að
af 53 hestanöfnum eru 22 til sent nöfn á
nautum líka, sbr. athugun Aðalsteins Ey-
þórssonar í ritgerðinni Hvað á bolinn að
heita? (Ritgerð í eigu Málvísindastofnun-
ar Háskóla íslands).
Það er eftirtektarvert að hestanöfn eru
álíka mörg hlutfallslega á skipum og bát-
um en þau eru næststærsti hópur báta-
nafnanna, 93 talsins.
Hér verða gefin öll þau hestanöfn sem
koma fyrir sem bátanöfn, fyrst hestar:
Askur, Austri, Blámi, Blíðfari, Blossi,
Blær, Byr, Draumur, Dropi, Dvergur, Ein-
fari, Engill, Farsæll, Félaginn, Fengur,
Fjarki, Fleygur, Freyðir, Funi, Fönix,
Garpur, Garri, Gári, Geisli, Geysir, Gjaf-
ar, Glaður, Glaumur, Glói, Glæsir, Gnýr,
Goði, Gosi, Gullskór, GuIItoppur, Gust-
ur, Gyllir, Gýmir, Hrímnir, Hvati, Jarl,
Júpíter, Kappi, Kátur, Klaki, Kvistur,
Lagsi, Landi, Leikur, Léttir, Ljóri, Ljúfur,
Loki, Mars, Merkúr, Mori, Mökkur,
Naggur, Neisti, Pjakkur, Prins, Prúður,
Reykur, Sleipnir, Slyngur, Snarfari,
Snarpur, Sómi, Sporður, Stigandi, Storm-
ur, Straumur, Strákur, Suðri, Svalur, Sæ-
fari, Sörvi, Tryllir, Trölli, Tvistur, Úði,
Vaskur, Vinur, Vísir, Vöggur, Þeyr, Þrasi,
Þristur, Þróttur, Þytur, Öggur, Ögri, Öng-
ull.
Hryssunöfnin eru 22:
Ausa, Blíða, Brimkló, Elding, Eljan,
Gletta, Gola, Góa, Gæfa, Kvika, Lukka,
Orka, Perlan, Pólstjarnan, Röst, Skotta,
Skuld, Stjarna, Tíbrá, Von, Æskan, Ör.
Eins og sjá má eru hryssunöfnin mun
færri sem bátanöfn en hestanöfnin,
hvaða ástæður sem Iiggja að baki þvi. At-
huga ber að ýmis þessara nafna koma
líka fyrir sem mannanöfn.
Sum þessara nafna eru meiri hestanöfn
en önnur. Þannig eru týpísk heslanöfn
Glói, Goði, Gulltoppur, Gustur, Hrímnir,
Léttir, Sleipnir og Þytur. Og týpísk
hryssunöfn eru:Gletta, Perla og Stjarna.
„Sérstök skipanöfn”
4. stærsti flokkur skipanafna er þau
nöfn sem ég kalla “sérstök skipanöfn”,
en það er flokkur sem fundinn er með
því að útiloka allt mögulegt annað,
mannanöfn, örnefni, hestanöfn, gælu-
nöfn manna, dýraheiti, gerviörnefni og í-
búanöfn.
í þessum flokki eru 50 skipanöfn. Ég
gef tæmandi skrá urn þau:
Amía, Avona, Árbakur, Beitir (Beitir/-
Beiti var sækonungur, en var líka heiti
skips), Dögun, EOS, Faldur, Fengsæll
(3), Fjölvi, Flakkari, Fortúna, Frarn,
Frár, Freri, Frístund, Gjafi, Gullborg,
Gullfari 11, Hafaldan, Haffari, Hafgolan,
Happasæll, Harðbakur, Herkúlcs,
Hrímbakur, íslandsbersi, Kan (= khan,
mongólskur og tyrkneskur höfðingjatit-
ill?), Kap, Kló (kló er hluti segls),
Lottó, Lóðsinn, Maríusúð, Orion 11,
Óskasteinn, Óvissa, Paradís, Pilol, Pos-
eidon, Siglir, Sigurfari, Sigurvon Ýr,
Skutull, Sólbakur, Stundvís, Sæljómi,
Tjálfi, Vigri (kenndur við Vigur eða =
vigraselur ‘útselur’), Völusteinn, Þeysir,
Þórshamar.
Hér eru á meðal nöfn úr goðafræði
Grikkja og Rómverja, EOS, Poseidon,
Fortúna og Herkúles, og einnig nor-
rænni, Þórshamar og Tjálfi (= Þjálfi). (Til
var skúla með þessu nafni af enskum eða
skoskum uppruna, skrifað Thjalfe.).
Nefna má að 3 skip heita nafninu Feng-
sæll og eru þá væntanlega fiskiskip. Þess
gætu verið dænti meðal vélbáta að þeir
hafi fengið nafn eftir heiti á vélinni, t.d.
56 - Sjómannablaðið Víkingur