Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 14
Verkjall sjómanna
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari um
kjaradeilu sjómanna og iítvegsmanna
„Þetta er ótvírætt einhver erfiðasta
deila sem ég hef komið að. Þetta er
þriðja sjómannadeilan sem kemur til
minna kasta og örugglega sú erfiðasta.
Það hafa verið haldnir um eða yfir 70
fundir en það hefur ekki verið grund-
völlur til þess að ég kæmi fram með til-
lögu til lausnar deilunni,” sagði Þórir
Einarsson ríkissáttasemjari í samtali við
blaðið.
„í sjómannadeilunni 1995 bar ég
fram tillögu sem var raunar felld en svo
var skrifað undir samninga nokkru síð-
ar þar sem gerðar voru smávægilegar
Ríkissáttasemjari með hjálparhellum sínum; Sesselja Matthíasdóttir, Þórir Einarsson og Elísabet
S. Ólafsdóttir.
breytingar á minni tillögu. Árið 1998 bar
ég fram miðlunartillögu sem síðan var
lögfest. En í þetta skipti hefur ekki verið
gerlegt fyrir mig að koma með tillögu til
lausnar deilunni.”
Ríkissáttasemjari var spurður hvort
honum þætti sem það andaði kaldar á
milli viðsemjenda í sjómannadeilunni
heldur en gengur og gerist í kjaradeilum
almennt. Hann kvað svo ekki vera. Oft
gengi á ýmsu um tíma þegar kjaradeilur
væru annars vegar.
ÞORSKVERÐ Á NORÐURLÖNDUM
2000
Uppboðs- Bein Verð mis-
markaður sala munur
ísland ÍKR/kg 145,14 ÍKR/kg 91,03 59,4%
Færeyjar 172,23 - -
Noregur 160,66 128,60 24,9%
Danmörk 193,43 157,09 23,1%
Heímildir: Fiskistofa, Noregs
Ráfisklag, Fiskeridirektoratet i Dan-
mark og Foroya Fiskimannafelag.
Athugasemdir: Öll fiskverð eru í ís-
lenskum krónum og er miðað við slægð-
an fisk með haus. Við umreikning í ís-
lenskar krónur er notað kaupgengi hlut-
aðeigandi myntar á meðalgengi 2000.
Tölur um verð á fiski i beinni sölu í
Færeyjum liggja ekki fyrir, en sam-
kvæmt yfirlýsingu Foroya Fiskimanna-
felag er fiskverð á uppboðsmarkaði og í
beinni sölu svipað.
Ef notað er gengi erlendra mynta í ís-
lenskum krónum þann 10. maí 2001,
eykst verðmunur milli íslands og hinna
landanna um 19%.
Farmanna- og fiskimannasamband ís-
lands hefur einnig tekið saman sam-
bærilegar tölur fyrir árið 1999. Helsti
munur á niðurstöðu milli áranna 1999
og 2000 er sá að verðmunur milli upp-
boðsmarkaða og beinnar sölu hefur
aukist á íslandi, en nánast staðið í stað
á hinum Norðurlöndunum milli áranna
1999 og 2000.
14 - Sjómannablaðið Víkingur