Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 44
Guðlaugur Gíslason fyrrverandi framkxœmdastjóri SKSÍ skrifar
í síðasta tölublaði Vlkingsins er viðtal
við Stefán Kjærnested, framkvæmda-
stjóra Atlantsskipa. í viðtalinu kemur
fram að framkvæmdastjórinn lítur björt-
um augum til framtíðarinnar og telur, að
„gríðarleg sóknarfæri séu í sjóflutning-
um”. Það er vissulega ánægjulegt að ung-
ir menn^kuli. hasla sér völl í þessari at-
vinnugrem og sjá i því framtíðarmögu-
leika. Slíkt hefir ekki gerst um langan
tíma á íslandi. Því er ástæða til að bjóða
hann og fyrirtæki hans velkomið. Hins-
vegar valda svör hans við spurningum
blaðamannsins að ýmsu leiti vonbrigð-
um. Aðspurður um hvort Atlantsskip
hyggist í framtíðinni gera út skip með ís-
lenskum áhöfnum, er ekki að heyra á
honum að slíkt sé ætlunin. Hans svar er :
“Atlantsskip er með eitt skip á leigu í dag
og þó við tækjum eitt eða tvö í viðbót þá
er það ekki hagkvæmt, fyrir okkur að
taka á þurrleigu”. En hvers vegna er það
ekki hagkvæmt að taka skip á þurrleigu
og manna það íslendingum, jafnvel að
skrá það undir íslenskan fána, í staðinn
fyrir að notast við tímaleigu? Því hefði
framkvæmdastjórinn þurft að svara. Það
er líka rétt að benda framkvæmdastjór-
anum á það, að því fylgja skyldur að
stýra íslensku útgerðarfyrirtæki, umfram
það að hafa íslenska kennitölu. ísfenskt
útgerðarfyrirtæki, sem gerir út kaup-
skip, hefur skyfdur við íslenska far-
mannastétt.
En á hvern hátt kemur íslenska ríkið
til móts við unga menn, og aðra slíka,
sem dirfast að hefja útgerð kaupskipa hér
á landi? Svarið við því er stutt og laggott.
Ekkert. íslenska ríkið er eina ríkið á öll-
um Vesturlöndum, sem ekkert hefur gert
til að jafna samkeppnisstöðu þessarar at-
vinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni og
er þó ísland mest háð sjóflutningum allra
þjóða. Það er því ekki á færi annarra út-
gerða en þeirra sem ráða flutningsgjöld-
unum sínum sjálfar að gera út kaupskip
með ómenguðum íslenskum kostnaði
eins og hann er nú. Þetta vita allir sem
vilja vita. Því miður hefur umræða um
starfskjör kaupskipaútgerðanna legið í
láginni að undanförnu. Það er með öllu
óskiljanlegt, og gagnstætt því sem gerist