Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 20
Tillaga á Alþingi
ákvæða samkeppnislaga hlýtur það á-
stancl sem nú ríkir og varað hefur um
árabil á markaði um kaup og sölu á ó-
unnum fiski, og alkunnugt er hvernig er
háttað, að teljast óviðunandi. Engin skil-
yrði eru til eðlilegrar verðmyndunar á
fiski og ótruflaðrar samkeppni í fiskvið-
skiptum þrátt fyrir að í landinu hafi um
árabil verið starfandi uppboðsmarkaðir
fyrir fisk.
Fiskviðskipti við núverandi kringum-
stæður skapa ófrið um verðlagningu á
fiski milli sjómanna og útvegsmanna, og
grafa einnig undan tilvistargrundvelli
innlendra fiskmarkaða. Skiptir þá ekki
meginmáli hvort um viðskipti milli ó-
skyldra eða skyldra aðila er að ræða. Pá
er ríkjandi mikil samkeppnisleg mismun-
un í fiskvinnslunni sem bitnar hart á
fiskvinnslufyrirtækjum sem ekki tengjast
útgerð.
Viðskipti milli óskyldra aðila
Enda þótt sá fiskur sem kemur til sölu
á íslenskum fiskmörkuðum seljist að öllu
Á Alþingi hefur verið lögð fram til-
laga til þingsályktunar um fjárhagsleg-
an aðskilnað í rekstri útgerðar og fisk-
vinnslu. Fyrsti flutningsmaður er Guð-
jón A. Kristjánsson og meðflutnings-
menn eru Svanfríður Jónasdóttir, Árni
Steinar Jóhannsson ogjóhann Ársæls-
son. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkis-
stjórninni verði falið að skipa þriggja
manna nefnd til að semja frumvarp til
laga um fjárhagslegan aðskilnað milli
reksturs útgerðar annars vegar og fisk-
vinnslu í landi hins vegar. Lögunum
verði ætlað að skapa skilyrði fyrir eðli-
lega verðmyndun á öllum óunnum
fiski á markaði, heilbrigðum og gegn-
sæum viðskiptaháttum í fiskviðskiptum
og koma þannig á eðlilegum sam-
keppnisskilyrðum á því sviði.
í greinargerð með tillögunni er vísað
í lagalegar forsendur, það er kröfur
EES-samnings um virka samkeppni á
markaði og í íslensk samkeppnislög og
segir að tillagan eigi meginstoðir í lög-
bundnum markmiðum núgildandi
samkeppnislaga.
Óviðunandi ástand
Síðan segir meðal annars í greinar-
gerðinni: Með vísan til framangreindra
Fiskviðskipti við núverandi kringumstæður skapa ófrið um verðlagningu á fiski milli sjó-
manna og útvegsmanna, segir í tillögunni. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson
jöfnu á mjög háu verði er samt sem
áður ríkjandi mikill fiskskortur á mörk-
uðunum. í stað þess að selja fiskinn
hæstbjóðanda leita útgerðir í auknum
mæli eftir svokölluðum „beinum við-
skiptum”. í slíkunt viðskiptum er
samið um fast verð á fiskinum sem er
langt undir ríkjandi verði á mörkuðum,
oftast aðeins um helmingur eða jafnvel
minna. Ástæðurnar fyrir slíkum við-
skiptum er að finna í ákvæðum gild-
andi laga um fiskiveiðistjórn sem heim-
ila frjálst framsal aflaheimilda án þess
að slíku framsali séu settar nægilegar
skorður.
Þessi „beinu viðskipti” verða vegna
þess að útgerð viðkomandi fiskiskips
sér hag í því að leggja aflann upp hjá
fiskverkanda með þeim skilmálum að
hluti aflaverðmætis greiðist með pen-
ingum en hinn hlutinn með því að fisk-
verkandi kaupi veiðiheimildir á við-
komandi skip, eða leggi þær fram og
fénýti á þennan hátt, hafi hann yfir
slíkum heimildum að ráða. Aflahlulur
áhafnar miðast síðan aðeins við þann
hlutann sem greiddur er með pening-
um og sama máli gegnir með lögboðin
gjöld, svo sem hafnargjöld. Raunverðið
á fiski í þessum viðskiptum, þegar allt
er talið, er hins vegar í fullu samræmi
við ríkjandi verð á fiskmörkuðum á
sama tíma.
Þá segir einnig i greinargerðinni að
„viðskipti” milli útgerðar og fiskvinnslu
í eigu sama aðila séu að því leyti sama
marki brennd og viðskipti milli ó-
skyldra aðila að viðmiðunarverðið á
fiskinum til hlutaskipta sé að minnsta
kosti að mestu leyti úr öllum tengslum
við ríkjandi markaðsverð. Eigandinn,
þ.e. viðkomandi fyrirtæki, sé því i raun
með þessu að llytja fjármuni frá útgerð-
ini til fiskvinnslunnar. En niðurstaðan
sé sú sama, falskt fiskverð sem knúið sé
fram í krafti þeirrar stöðu sem útgerðin
hafi með yfirráðum sínum yfir veiði-
heimildum. □
20 - Sjómannablaðið Víkingur