Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 18
Fróðleikshornið Hvernig verður sjóveðurspá Magnús Jónsson veðurstofustjóri sxarar: Þegar svara á ofangreindri spurningu í stuttu máli verður að hafa í huga að um ýmsar gerðir sjóveðurspáa getur ver- ið að ræða sem settar eru fram með ýmsum hætti. Áherslur geta einnig verið afar breyti- legar allt eftir því hvar á jörð- inni við erum en einnig vegna þess hversu notendahópurinn er fjölbreyttur. Þó eiga allar sjóveðurspár, eins og raunar veðurspár almennt, sér sam- eiginlegar forsendur: athugan- ir, mælingar og mannlega þekkingu. Á síðustu áratugum hefur síðan tölvubyltingin gjörbreytt aðferðum og verk- lagi við gerð allra veðurspáa og fleytt fram gæðum þeirra. Ef sjóveðurspá sem unnin er á Veðurstofu íslands og miðl- að af rás 1 Ríkisútvarpsins er lögð til grundvallar má segja að atburðarrásin við gerð hennar og miðlun sé í grófum dráttum þessi: I Veðurathugunum og mælingum á á- standi andrúmsloftsins er safnað saman frá öllum heimshornum, bæði á landi, sjó og í lofti. Um er að ræða athuganir á mönnuðum stöðum á landi og á skipum, sjálfvirkar mælistöðvar á landi, hálofta- stöðvar á landi og á skipum, sjálfvirkar athuganir úr flugvélum, veðurratsjár á landi, veðurduh á sjó, ýmsar beinar mæi- Magnús Jónsson ingar, myndataka og ratsjármælingar úr gervitunglum o.fl. Þessar upplýsingar fara svo um alþjóðlegt fjarskiptanet til allra ríkisveðurstofa heimsins og þannig eru gagnkvæm skipti á upplýsingum hornsteinn að allri veðurspástarfsemi heimsins. II Þrátt fyrir að þessar upplýsingar ber- ist á misjöfnum tíma er með tölvutækn- inni hægt að „reikna” þær til eins sam- eiginlegs upphafstíma og þannig er á- stand andrúmsloftsins kortlagt eins ná- kvæmlega og kostur er. Þetta er gert einu sinni til tvisvar á sólarhring fyrir alla jörðina en tvisar til fjórum sinnum á af- markaðri svæðum heimsins. Til spágerð- ar fyrir einstök lönd eða landshluta er gögnum safnað saman á 1-3 klst. fresti eða jafnvel oftar. III Flókin reiknilíkön sem byggjast á eðlisfræðilegum grundvallarlögmálum í aflfræði, varmafræði, geislun o.fl. hafa verið þróuð á einstökum veðurstofum eða í samstarfi margra veðurstofa. Þau eru notuð til að láta afkastamiklar tölvur reikna breytingar í ástandi andrúmslofts- ins og ýmsa veðurþætti allt að tíu daga fram í tímann á heimsvísu en til skemmri tíma á smærri svæðum. Sjóveð- urspá hér er gerð til þriggja sólarhringa og notast Veðurstofan við niðurstöður úr svokölluðum svæðalíkönum (limited area model) bæði frá bresku veðurstof- unni en einnig úr veðurspálíkani (HIR- LAM) sem stofnunin er eigandi að ásamt átta öðrum veðurstofum í Vestur-Evrópu. Þessir útreikningar eru notaðir til að vinna sjóveðurspána fyrir fyrstu 36 klst en fyrir síðari hluta tímabilsins er eink- um stuðst við niðurstöður útreikninga sem gerðir eru á veðurspámiðstöð Evr- ópu í Reading í Englandi. IV Þessar tölvuspár, ásamt greindum veðurkortum þar sem veðurfræðingur á vakt teiknar inn á skil, þrýstilínur, úr- komusvæði o.fl. eru síðan grundvöllur þeirra spáa sem birtar eru frá Veðurstofu íslands hvort sem þær eru á textaformi eða settar fram myndrænt. Veðurfræðing- ur skrifar enn texta spárinnar og stýrir hinni myndrænu framsetningu. Líklegt er að á næstu árum verði allar veðurspár að mestu leyti unnar með sjálfvirkum hætti undir umsjón og eftirliti veður- fræðings. Nú eru spárnar samdar eða endurskoðaðar á þriggja stunda fresti all- an sólarhringinn og vaktaðar þess á milli. Þannig er hægt að senda út sérstakar við- varanir ef nýjar upplýsingar berast á milli reglulegra spátíma sem gefa til kynna að veður muni víkja verulaga frá gildandi spá. Slíkar upplýsingar berast fyrst og fremst frá skipum og eru afar mikilvægar fyrir alla veðurþjónustuna. V Þegar spáin hefur verið gerð, er hún lesin af aðstoðamönnum veðurfræðinga (eftirlitsmönnum) í Rikisútvarpinu, rás 1. Einnig er hún lesin inn á símsvara, send á strandastöðvar til lestrar þar, auk þess að fara inn á vefsíðu Veðurstofunn- ar, www.vedur.is. Einnig er hún þýdd á ensku og send út á NAVTEX fjórum sinnum á sólarhring. Þá er unnið að því að birta textaspána í textavarpi Sjón- varpsins rétt eins og spárnar fyrir landið og einstaka landshluta. Sjóveðurspánni sem gerð er á Veður- stofu íslands er, eins og kunnugt er, skipt í tvennt: spá fyrir miðin næst landi og spá fyrir djúpin sem ná yfir víðáttumikil hafsvæði langt frá landinu. Á þessum stóru svæðum er veðrið oft breytilegt og væri því æskilegt að geta skipt þeinr meira niður. Hins vegar er útvarpið tak- markaður miðill hvað snertir það magn sem þar er lesið, þótt það sé ennþá öflug- asti og mest notaði miðillinn til að koma veðurupplýsingum til sjófarenda. Á Veð- urstofunni er nú í samstarfi við nokkra aðila unnið að því að þróa nýtt upplýs- ingakerfi fyrir sjómenn sem miklar vonir eru bundnar við. Gæti það bætt mikið þá þjónustu sem Veðurstofan veitir þessum dyggasta notendahópi hennar . □ 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.