Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Síða 18
Fróðleikshornið Hvernig verður sjóveðurspá Magnús Jónsson veðurstofustjóri sxarar: Þegar svara á ofangreindri spurningu í stuttu máli verður að hafa í huga að um ýmsar gerðir sjóveðurspáa getur ver- ið að ræða sem settar eru fram með ýmsum hætti. Áherslur geta einnig verið afar breyti- legar allt eftir því hvar á jörð- inni við erum en einnig vegna þess hversu notendahópurinn er fjölbreyttur. Þó eiga allar sjóveðurspár, eins og raunar veðurspár almennt, sér sam- eiginlegar forsendur: athugan- ir, mælingar og mannlega þekkingu. Á síðustu áratugum hefur síðan tölvubyltingin gjörbreytt aðferðum og verk- lagi við gerð allra veðurspáa og fleytt fram gæðum þeirra. Ef sjóveðurspá sem unnin er á Veðurstofu íslands og miðl- að af rás 1 Ríkisútvarpsins er lögð til grundvallar má segja að atburðarrásin við gerð hennar og miðlun sé í grófum dráttum þessi: I Veðurathugunum og mælingum á á- standi andrúmsloftsins er safnað saman frá öllum heimshornum, bæði á landi, sjó og í lofti. Um er að ræða athuganir á mönnuðum stöðum á landi og á skipum, sjálfvirkar mælistöðvar á landi, hálofta- stöðvar á landi og á skipum, sjálfvirkar athuganir úr flugvélum, veðurratsjár á landi, veðurduh á sjó, ýmsar beinar mæi- Magnús Jónsson ingar, myndataka og ratsjármælingar úr gervitunglum o.fl. Þessar upplýsingar fara svo um alþjóðlegt fjarskiptanet til allra ríkisveðurstofa heimsins og þannig eru gagnkvæm skipti á upplýsingum hornsteinn að allri veðurspástarfsemi heimsins. II Þrátt fyrir að þessar upplýsingar ber- ist á misjöfnum tíma er með tölvutækn- inni hægt að „reikna” þær til eins sam- eiginlegs upphafstíma og þannig er á- stand andrúmsloftsins kortlagt eins ná- kvæmlega og kostur er. Þetta er gert einu sinni til tvisvar á sólarhring fyrir alla jörðina en tvisar til fjórum sinnum á af- markaðri svæðum heimsins. Til spágerð- ar fyrir einstök lönd eða landshluta er gögnum safnað saman á 1-3 klst. fresti eða jafnvel oftar. III Flókin reiknilíkön sem byggjast á eðlisfræðilegum grundvallarlögmálum í aflfræði, varmafræði, geislun o.fl. hafa verið þróuð á einstökum veðurstofum eða í samstarfi margra veðurstofa. Þau eru notuð til að láta afkastamiklar tölvur reikna breytingar í ástandi andrúmslofts- ins og ýmsa veðurþætti allt að tíu daga fram í tímann á heimsvísu en til skemmri tíma á smærri svæðum. Sjóveð- urspá hér er gerð til þriggja sólarhringa og notast Veðurstofan við niðurstöður úr svokölluðum svæðalíkönum (limited area model) bæði frá bresku veðurstof- unni en einnig úr veðurspálíkani (HIR- LAM) sem stofnunin er eigandi að ásamt átta öðrum veðurstofum í Vestur-Evrópu. Þessir útreikningar eru notaðir til að vinna sjóveðurspána fyrir fyrstu 36 klst en fyrir síðari hluta tímabilsins er eink- um stuðst við niðurstöður útreikninga sem gerðir eru á veðurspámiðstöð Evr- ópu í Reading í Englandi. IV Þessar tölvuspár, ásamt greindum veðurkortum þar sem veðurfræðingur á vakt teiknar inn á skil, þrýstilínur, úr- komusvæði o.fl. eru síðan grundvöllur þeirra spáa sem birtar eru frá Veðurstofu íslands hvort sem þær eru á textaformi eða settar fram myndrænt. Veðurfræðing- ur skrifar enn texta spárinnar og stýrir hinni myndrænu framsetningu. Líklegt er að á næstu árum verði allar veðurspár að mestu leyti unnar með sjálfvirkum hætti undir umsjón og eftirliti veður- fræðings. Nú eru spárnar samdar eða endurskoðaðar á þriggja stunda fresti all- an sólarhringinn og vaktaðar þess á milli. Þannig er hægt að senda út sérstakar við- varanir ef nýjar upplýsingar berast á milli reglulegra spátíma sem gefa til kynna að veður muni víkja verulaga frá gildandi spá. Slíkar upplýsingar berast fyrst og fremst frá skipum og eru afar mikilvægar fyrir alla veðurþjónustuna. V Þegar spáin hefur verið gerð, er hún lesin af aðstoðamönnum veðurfræðinga (eftirlitsmönnum) í Rikisútvarpinu, rás 1. Einnig er hún lesin inn á símsvara, send á strandastöðvar til lestrar þar, auk þess að fara inn á vefsíðu Veðurstofunn- ar, www.vedur.is. Einnig er hún þýdd á ensku og send út á NAVTEX fjórum sinnum á sólarhring. Þá er unnið að því að birta textaspána í textavarpi Sjón- varpsins rétt eins og spárnar fyrir landið og einstaka landshluta. Sjóveðurspánni sem gerð er á Veður- stofu íslands er, eins og kunnugt er, skipt í tvennt: spá fyrir miðin næst landi og spá fyrir djúpin sem ná yfir víðáttumikil hafsvæði langt frá landinu. Á þessum stóru svæðum er veðrið oft breytilegt og væri því æskilegt að geta skipt þeinr meira niður. Hins vegar er útvarpið tak- markaður miðill hvað snertir það magn sem þar er lesið, þótt það sé ennþá öflug- asti og mest notaði miðillinn til að koma veðurupplýsingum til sjófarenda. Á Veð- urstofunni er nú í samstarfi við nokkra aðila unnið að því að þróa nýtt upplýs- ingakerfi fyrir sjómenn sem miklar vonir eru bundnar við. Gæti það bætt mikið þá þjónustu sem Veðurstofan veitir þessum dyggasta notendahópi hennar . □ 18 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.